Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 74-78 | Endurkomusigur hjá Stjörnunni gegn Valsmönnum Siggeir Ævarsson skrifar 10. febrúar 2022 23:14 Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Bára Það var hörkuleikur í Origo-höllinni í kvöld þar sem mættust stálin stinn, Valur og Stjarnan. Leikurinn var jafn framan af en eftir sterkan 3. leikhluta heimamanna þar var allt útlit fyrir Valssigur. Stjörnumenn voru þó ekki af baki dottnir, skelltu í lás í fjórða leikhluta og unnu góðan sigur, 74-78. Stjarnan bauð uppá stórskotasýningu í upphafi leiks, eða 60% nýtingu af þriggja í fyrsta leikhluta. En það voru líka næstum einu stigin sem voru að koma frá þeim í byrjun svo að Valsmenn voru aldrei langt undan og leikurinn jafn framan af, raunar hnífjafn eiginlega allan 2. leikhluta þar sem hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Meðan það dró aðeins úr þriggjastiga brjálæði gestanna þá gat Kári Jónsson einfaldlega ekki klikkað og var 4/4 fyrir utan í fyrri hálfleik og jafnframt stigahæstur á vellinum með 16 stig. Staðan í hálfleik 43-41 og engin leið að spá fyrir um sigurvegara kvöldsins á þeim tímapunkti. Ég spurði Finn fyrir leik hvort hann ætlaði að endurtaka leikinn síðan í Garðabænum, fara í jafnan leik en keyra yfir Stjörnuna í þriðja. Hann þorði lítið að spá um það en það varð næstum það sem gerðist hér í kvöld. Valsmenn unnu þriðja leikhluta með 7 stigum og voru með pálmann í höndunum en köstuðu honum svo snarlega frá sér. Í fjórða leikhluta skelltu Stjörnumenn einfaldlega í lás í vörninni. Þeir náðu loks að stoppa Kára sem var 7/7 í þriggja þegar best lét og náðu að riðla flestum sóknaraðgerðum Valsmanna. Heimamenn skoruðu aðeins 7 stig í fjórða leikhluta meðan gestirnir settu 20, og sigurinn þeirra. Af hverju vann Stjarnan? Af því að þeir tóku fjórða leikhluta í nefið. Leikurinn tók eiginlega algjöra U-beygju eftir þriðja leikhluta þegar Valsmenn voru í þann mund að stinga af. Stjarnan fékk líka að spila ansi þéttan varnarleik og má segja að þar hafi grunnurinn að endurkomunni og sigrinum verið lagður. Hverjir stóðu uppúr? Kári Jónsson átti ótrúlegan leik framan af. 7/7 í í þristum en brást svo aðeins bogalistinn undir lokin. Endaði þó stigahæstur á vellinum með 29 stig. Hjá Stjörnunni var það Hilmar Smár Henningsson sem stóð uppúr þegar mest á reyndi. Hann bæði opnaði þennan leik og lokaði honum. Hann skoraði fyrstu 5 stig Stjörnunnar og svo síðustu 6 sem komu öll af vítalínunni. 6 víti niður í 7 tilraunum þegar mest á reyndi. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að komast á vítalínuna, og er vítatölfræði leiksins í raun alveg stórfurðuleg. Valur tók 3 víti allan leikinn, meðan að Stjörnumenn tóku 22. Sérstakt. Nokkrir háværir stuðningsmenn Valsmanna létu þetta fara töluvert í taugarnar á sér og kölluðu ítrekað eftir því að það væri sama lína í dómum báðumegin á vellinum. Hlutlaust mat mitt sem áhorfanda er að þeir hafi sennilega haft nokkuð til síns máls, en eins og Finnur sagði eftir leik, þá hafði dómgæslan ekki úrslitaáhrif á útkomu þessa leiks. Hvað gerist næst? Með þessum sigri klifrar Stjarnan upp töfluna og jafnar Val að stigum, en Valsmenn eiga þó leik til góða. Liðin nú í 4. og 5. sæti með 18 stig. Valsmenn eiga líka leikmann inni, en hinn bandaríski Jacob Calloway á enn eftir að reima á sig skóna með liðinu. Valsmenn eiga næst útileik við Grindavík þann 14. febrúar en Stjörnumenn fá viku pásu og eiga heimaleik gegn KR þann 17. febrúar. Þegar við náum að stoppa og fá hraðar sóknir þá gerast öðruvísi hlutir Ini Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld.Vísir/Eyþór Ég spurði Inga Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, hver hefði verið lykillinn að endurkomunni og þ.a.l. sigrinum í kvöld. „Við náðum loksins að þétta það sem við ætluðum að gera. Kári og Callum voru náttúrulega alveg gríðarlega heitir hérna í dag og við misstum þá of mikið í þeirra skot. Það rann hreinlega æði á Kára á tímabili en sem betur fer náðum við að stilla okkur af. Ég er gríðarlega ánægður með hvað við náðum að sýna mikla ákefð varnarlega. Ég held að við höfum náð að stoppa þá í 6 mínútur í fjórða leikhluta og það var lykillinn að því að snúa þessu við.“ Stjörnumenn hreinlega skelltu í lás í fjórða leikhluta en framan af leik gekk sóknarleikurinn á köflum brösulega og einstaklingsframtakið réð ríkjum. Ingi tók undir það. „Við fórum aðeins í það að reyna að einangra of mikið, því þeir skipta svo mikið á boltahindrunum. Við reyndum þá að ráðast á þá en þeir gerðu vel í að halda mönnum fyrir framan sig þannig að þetta varð bara stirrt og ansalegt. En um leið og við náðum stoppum þá fengum við hraðar sóknir og þá gerast bara öðruvísi hlutir. Svo fengum við náttúrulega alveg gríðarlega mikilvæg sóknarfráköst hér í lokin og Hilmar ískaldur á línunni. Þetta var einfaldlega mjög sætur sigur.“ Subway-deild karla Valur Stjarnan
Það var hörkuleikur í Origo-höllinni í kvöld þar sem mættust stálin stinn, Valur og Stjarnan. Leikurinn var jafn framan af en eftir sterkan 3. leikhluta heimamanna þar var allt útlit fyrir Valssigur. Stjörnumenn voru þó ekki af baki dottnir, skelltu í lás í fjórða leikhluta og unnu góðan sigur, 74-78. Stjarnan bauð uppá stórskotasýningu í upphafi leiks, eða 60% nýtingu af þriggja í fyrsta leikhluta. En það voru líka næstum einu stigin sem voru að koma frá þeim í byrjun svo að Valsmenn voru aldrei langt undan og leikurinn jafn framan af, raunar hnífjafn eiginlega allan 2. leikhluta þar sem hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Meðan það dró aðeins úr þriggjastiga brjálæði gestanna þá gat Kári Jónsson einfaldlega ekki klikkað og var 4/4 fyrir utan í fyrri hálfleik og jafnframt stigahæstur á vellinum með 16 stig. Staðan í hálfleik 43-41 og engin leið að spá fyrir um sigurvegara kvöldsins á þeim tímapunkti. Ég spurði Finn fyrir leik hvort hann ætlaði að endurtaka leikinn síðan í Garðabænum, fara í jafnan leik en keyra yfir Stjörnuna í þriðja. Hann þorði lítið að spá um það en það varð næstum það sem gerðist hér í kvöld. Valsmenn unnu þriðja leikhluta með 7 stigum og voru með pálmann í höndunum en köstuðu honum svo snarlega frá sér. Í fjórða leikhluta skelltu Stjörnumenn einfaldlega í lás í vörninni. Þeir náðu loks að stoppa Kára sem var 7/7 í þriggja þegar best lét og náðu að riðla flestum sóknaraðgerðum Valsmanna. Heimamenn skoruðu aðeins 7 stig í fjórða leikhluta meðan gestirnir settu 20, og sigurinn þeirra. Af hverju vann Stjarnan? Af því að þeir tóku fjórða leikhluta í nefið. Leikurinn tók eiginlega algjöra U-beygju eftir þriðja leikhluta þegar Valsmenn voru í þann mund að stinga af. Stjarnan fékk líka að spila ansi þéttan varnarleik og má segja að þar hafi grunnurinn að endurkomunni og sigrinum verið lagður. Hverjir stóðu uppúr? Kári Jónsson átti ótrúlegan leik framan af. 7/7 í í þristum en brást svo aðeins bogalistinn undir lokin. Endaði þó stigahæstur á vellinum með 29 stig. Hjá Stjörnunni var það Hilmar Smár Henningsson sem stóð uppúr þegar mest á reyndi. Hann bæði opnaði þennan leik og lokaði honum. Hann skoraði fyrstu 5 stig Stjörnunnar og svo síðustu 6 sem komu öll af vítalínunni. 6 víti niður í 7 tilraunum þegar mest á reyndi. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að komast á vítalínuna, og er vítatölfræði leiksins í raun alveg stórfurðuleg. Valur tók 3 víti allan leikinn, meðan að Stjörnumenn tóku 22. Sérstakt. Nokkrir háværir stuðningsmenn Valsmanna létu þetta fara töluvert í taugarnar á sér og kölluðu ítrekað eftir því að það væri sama lína í dómum báðumegin á vellinum. Hlutlaust mat mitt sem áhorfanda er að þeir hafi sennilega haft nokkuð til síns máls, en eins og Finnur sagði eftir leik, þá hafði dómgæslan ekki úrslitaáhrif á útkomu þessa leiks. Hvað gerist næst? Með þessum sigri klifrar Stjarnan upp töfluna og jafnar Val að stigum, en Valsmenn eiga þó leik til góða. Liðin nú í 4. og 5. sæti með 18 stig. Valsmenn eiga líka leikmann inni, en hinn bandaríski Jacob Calloway á enn eftir að reima á sig skóna með liðinu. Valsmenn eiga næst útileik við Grindavík þann 14. febrúar en Stjörnumenn fá viku pásu og eiga heimaleik gegn KR þann 17. febrúar. Þegar við náum að stoppa og fá hraðar sóknir þá gerast öðruvísi hlutir Ini Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld.Vísir/Eyþór Ég spurði Inga Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, hver hefði verið lykillinn að endurkomunni og þ.a.l. sigrinum í kvöld. „Við náðum loksins að þétta það sem við ætluðum að gera. Kári og Callum voru náttúrulega alveg gríðarlega heitir hérna í dag og við misstum þá of mikið í þeirra skot. Það rann hreinlega æði á Kára á tímabili en sem betur fer náðum við að stilla okkur af. Ég er gríðarlega ánægður með hvað við náðum að sýna mikla ákefð varnarlega. Ég held að við höfum náð að stoppa þá í 6 mínútur í fjórða leikhluta og það var lykillinn að því að snúa þessu við.“ Stjörnumenn hreinlega skelltu í lás í fjórða leikhluta en framan af leik gekk sóknarleikurinn á köflum brösulega og einstaklingsframtakið réð ríkjum. Ingi tók undir það. „Við fórum aðeins í það að reyna að einangra of mikið, því þeir skipta svo mikið á boltahindrunum. Við reyndum þá að ráðast á þá en þeir gerðu vel í að halda mönnum fyrir framan sig þannig að þetta varð bara stirrt og ansalegt. En um leið og við náðum stoppum þá fengum við hraðar sóknir og þá gerast bara öðruvísi hlutir. Svo fengum við náttúrulega alveg gríðarlega mikilvæg sóknarfráköst hér í lokin og Hilmar ískaldur á línunni. Þetta var einfaldlega mjög sætur sigur.“