Framlengingin: „Hljótum að geta sæst á það að það séu þrír útlendingar í hverju liði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 23:01 Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds ræddu meðal annars um fjölda útlendinga í deildinni. Stöð 2 Sport Kjartan Atli Kjartansson og sérfærðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl í Framlengingunni í síðasta þætti. Þeir ræddu meðal annars um fjölda erlendra atvinnumanna í deildinni. „Ég er búinn að vera í rauninni á öllum þessum skoðunum. Að það eigi að vera þrír plús tveir eða hvað,“ sagði Sævar Sævarsson þegar Kjartan bað hann um að velta þessu fyrir sér. „Mér finnst að það hljóti að vera einhver millivegur sem hægt er að fara. Mér finnst þetta orðið of mikið í dag.“ „Fimm útlendingar í frábæru liðið Þórs Þorlákshafnar, fimm útlendingar mögulega í KR. Af öllum liðum á Íslandi, að það séu fjórir eða fimm útlendingar í sigursælasta félagi Íslands síðustu tíu ár, hvaða rugl er það?“ sagði Sævar. Hann hélt svo áfram að telja upp fjölda útlendinga í hinum ýmsu liðum á Íslandi og var þá búinn að sannfæra sig um það að þetta væri of mikið. „Mér finnt þetta of mikið. En ég skil samt alveg að sum lið þurfi útlendinga til að halda úti samkeppnishæfum félögum, en við hljótum að geta sæst á það að það séu þrír útlendingar í hverju liði og þá má allt eins gera þetta bara alveg frjálst og leyfa bara þrjá Kana.“ „Ég held að síðastliðin ár séu búin að sýna fram á það að Kanarnir eru ekkert að taka eitthvað meira til sín en Evópubúarnir.“ Hermann Hauksson var með strákunum í settinu og hann var sammála kollega sínum. „Ég er bara svolítið mikið sammála Sævari. Mér finnst rosalega leiðinlegt að sjá fjóra til fimm útlendinga í nánast hverju einasta liði. Maður er að sjá að lið eru að byrja með fjóra útlendinga og einn Íslending og þá finnst mér þróunin bara ekki vera rétt,“ sagði Hermann. „Við viljum byggja upp það kerfi að þegar þú ert að koma upp í meistaraflokk þá ertu jafnvel að fara að fá einhverjar mínútur og getur þá þroskast sem leikmaður. Frekar en að vera þessi gæi sem ert alltaf í kannski tíunda til tólfta sæti á bekknum og veit að þú ert kannski ekki með hlutverk.“ Kjartan Atli greip þá boltann á lofti og bætti við að félögin ættu það til að freistast til þess að kaupa leikmenn í stað þess að ala þá upp. „Þetta snýst bara um það að við erum með yngri flokka starf hérna og fyrir mér þá eru meistaraflokkarnir auglýsingar fyrir yngri flokkana,“ sagði Kjartan. „Meistaraflokkarnir eiga að hvetja ungmenni sem eru búsett á Íslandi til að fara og æfa með sínu hverfisfélagi. Það er alltaf þessi freistnivandi af því að það er svo auðvelt að fara bara og kaupa leikmann úti í heimi.“ Strákarnir ræddu þetta mál í dágóða stund í viðbót, en umræðuna, ásamt öðrum umræðupunktum Framlengingarinnar, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: KbK: Framlengingin Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
„Ég er búinn að vera í rauninni á öllum þessum skoðunum. Að það eigi að vera þrír plús tveir eða hvað,“ sagði Sævar Sævarsson þegar Kjartan bað hann um að velta þessu fyrir sér. „Mér finnst að það hljóti að vera einhver millivegur sem hægt er að fara. Mér finnst þetta orðið of mikið í dag.“ „Fimm útlendingar í frábæru liðið Þórs Þorlákshafnar, fimm útlendingar mögulega í KR. Af öllum liðum á Íslandi, að það séu fjórir eða fimm útlendingar í sigursælasta félagi Íslands síðustu tíu ár, hvaða rugl er það?“ sagði Sævar. Hann hélt svo áfram að telja upp fjölda útlendinga í hinum ýmsu liðum á Íslandi og var þá búinn að sannfæra sig um það að þetta væri of mikið. „Mér finnt þetta of mikið. En ég skil samt alveg að sum lið þurfi útlendinga til að halda úti samkeppnishæfum félögum, en við hljótum að geta sæst á það að það séu þrír útlendingar í hverju liði og þá má allt eins gera þetta bara alveg frjálst og leyfa bara þrjá Kana.“ „Ég held að síðastliðin ár séu búin að sýna fram á það að Kanarnir eru ekkert að taka eitthvað meira til sín en Evópubúarnir.“ Hermann Hauksson var með strákunum í settinu og hann var sammála kollega sínum. „Ég er bara svolítið mikið sammála Sævari. Mér finnst rosalega leiðinlegt að sjá fjóra til fimm útlendinga í nánast hverju einasta liði. Maður er að sjá að lið eru að byrja með fjóra útlendinga og einn Íslending og þá finnst mér þróunin bara ekki vera rétt,“ sagði Hermann. „Við viljum byggja upp það kerfi að þegar þú ert að koma upp í meistaraflokk þá ertu jafnvel að fara að fá einhverjar mínútur og getur þá þroskast sem leikmaður. Frekar en að vera þessi gæi sem ert alltaf í kannski tíunda til tólfta sæti á bekknum og veit að þú ert kannski ekki með hlutverk.“ Kjartan Atli greip þá boltann á lofti og bætti við að félögin ættu það til að freistast til þess að kaupa leikmenn í stað þess að ala þá upp. „Þetta snýst bara um það að við erum með yngri flokka starf hérna og fyrir mér þá eru meistaraflokkarnir auglýsingar fyrir yngri flokkana,“ sagði Kjartan. „Meistaraflokkarnir eiga að hvetja ungmenni sem eru búsett á Íslandi til að fara og æfa með sínu hverfisfélagi. Það er alltaf þessi freistnivandi af því að það er svo auðvelt að fara bara og kaupa leikmann úti í heimi.“ Strákarnir ræddu þetta mál í dágóða stund í viðbót, en umræðuna, ásamt öðrum umræðupunktum Framlengingarinnar, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: KbK: Framlengingin
Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira