Stríðsmennirnir tömdu Nautin og Morant mátti sín lítils gegn Dončić Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 10:01 Leikmenn Chicago Bulls eyddu nóttinni í eltingaleik við Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors. Stacy Revere/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Golden State Warriors á Chicago Bulls sem og stórsigur Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies. Eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum var komið að skuldadögum hjá stríðsmönnunum í Golden State. Þeir tóku topplið Austurdeildarinnar og völtuðu hreinlega yfir það í nótt. Leikurinn var aldrei spennandi og var svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 78-47 Golden State í vil. Fór það svo að GSW vann leikinn með 42 stiga mun, lokatölur 138-96. Það hefur munað um minna hjá Chicago að Zach LaVine fór meiddur af velli snemma leiks. Liðið því án Alex Caruso og LaVine í nótt og reyndist það of stór biti. Stigahæstur Nautanna var Coby White með 20 stig en Nikola Vučević kom þar á eftir með 19 stig og 14 fráköst. The rookie was cooking tonight @JonathanKuming6 leads the game in scoring with 25 PTS on 10-of-12 shooting to lift the @warriors to the huge win! pic.twitter.com/GrmiFr22Ab— NBA (@NBA) January 15, 2022 Hjá Golden State var nýliðinn Jonathan Kuminga stigahæstur með 25 stig en þar á eftir komu Jordan Poole með 22, Andrew Wiggns með 21 og Stephen Curry með 19 stig. Skógarbirnirnir frá Memphis hafa verið á góðu róli undanfarin og eiga það hinum stórkostlega Ja Morant að þakka. Hann átti hins vegar ekki roð í Slóvenann Luka Dončić í nótt er Memphis tapaði með 27 stiga mun fyrir Dallas, lokatölur 85-112. Luka gets fancy for his 40th career triple-double @dallasmavs x #PhantomCam pic.twitter.com/FW3IQnR5E5— NBA (@NBA) January 15, 2022 Ólíkt hinum stórleik næturinnar var þessi jafn og spennandi framan af. Memphis leiddi í hálfleik, 55-50. Í síðari hálfleik hrundi hins vegar leikur þeirra og liðið skoraði aðeins 30 stig á meðan sóknarleikur Dallas blómstraði. Dončić endaði leikinn með tvöfalda þrennu, hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Var þetta 40. þrenna Dončić á ferlinum. Ja Morant endaði með 19 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar. @luka7doncic drops 27 PTS, 12 REB and 10 AST for his 40th career triple-double in the @dallasmavs W! pic.twitter.com/dUzDuVXpLd— NBA (@NBA) January 15, 2022 Devin Booker skoraði 35 stig er Sólirnar frá Phoenix unnu Indiana Pacers sannfærandi, 112-94. Tyler Herro skoraði 24 stig og Jimmy Butler bætti við 23 ásamt 10 stoðsendingum er Miami Heat vann sex stiga sigur á Atlanta Hawks, 124-118. Trae Young með 24 stig í liði Hawks. Þá skoraði Joel Embiid 25 stig og tók 13 fráköst í góðum sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics. Jaylen Brown stigahæstur hjá Celtics með 21 stig á meðan Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Önnur úrslit Charlotte Hornets 109-116 Orlando Magic Detroit Pistons 103-87 Toronto Raptors San Antonio Spurs 109-114 Cleveland Cavaliers Sacramento Kings 126-114 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum var komið að skuldadögum hjá stríðsmönnunum í Golden State. Þeir tóku topplið Austurdeildarinnar og völtuðu hreinlega yfir það í nótt. Leikurinn var aldrei spennandi og var svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 78-47 Golden State í vil. Fór það svo að GSW vann leikinn með 42 stiga mun, lokatölur 138-96. Það hefur munað um minna hjá Chicago að Zach LaVine fór meiddur af velli snemma leiks. Liðið því án Alex Caruso og LaVine í nótt og reyndist það of stór biti. Stigahæstur Nautanna var Coby White með 20 stig en Nikola Vučević kom þar á eftir með 19 stig og 14 fráköst. The rookie was cooking tonight @JonathanKuming6 leads the game in scoring with 25 PTS on 10-of-12 shooting to lift the @warriors to the huge win! pic.twitter.com/GrmiFr22Ab— NBA (@NBA) January 15, 2022 Hjá Golden State var nýliðinn Jonathan Kuminga stigahæstur með 25 stig en þar á eftir komu Jordan Poole með 22, Andrew Wiggns með 21 og Stephen Curry með 19 stig. Skógarbirnirnir frá Memphis hafa verið á góðu róli undanfarin og eiga það hinum stórkostlega Ja Morant að þakka. Hann átti hins vegar ekki roð í Slóvenann Luka Dončić í nótt er Memphis tapaði með 27 stiga mun fyrir Dallas, lokatölur 85-112. Luka gets fancy for his 40th career triple-double @dallasmavs x #PhantomCam pic.twitter.com/FW3IQnR5E5— NBA (@NBA) January 15, 2022 Ólíkt hinum stórleik næturinnar var þessi jafn og spennandi framan af. Memphis leiddi í hálfleik, 55-50. Í síðari hálfleik hrundi hins vegar leikur þeirra og liðið skoraði aðeins 30 stig á meðan sóknarleikur Dallas blómstraði. Dončić endaði leikinn með tvöfalda þrennu, hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Var þetta 40. þrenna Dončić á ferlinum. Ja Morant endaði með 19 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar. @luka7doncic drops 27 PTS, 12 REB and 10 AST for his 40th career triple-double in the @dallasmavs W! pic.twitter.com/dUzDuVXpLd— NBA (@NBA) January 15, 2022 Devin Booker skoraði 35 stig er Sólirnar frá Phoenix unnu Indiana Pacers sannfærandi, 112-94. Tyler Herro skoraði 24 stig og Jimmy Butler bætti við 23 ásamt 10 stoðsendingum er Miami Heat vann sex stiga sigur á Atlanta Hawks, 124-118. Trae Young með 24 stig í liði Hawks. Þá skoraði Joel Embiid 25 stig og tók 13 fráköst í góðum sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics. Jaylen Brown stigahæstur hjá Celtics með 21 stig á meðan Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Önnur úrslit Charlotte Hornets 109-116 Orlando Magic Detroit Pistons 103-87 Toronto Raptors San Antonio Spurs 109-114 Cleveland Cavaliers Sacramento Kings 126-114 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira