Dallas heiðrar Dirk í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 19:01 Dirk Nowitzki og Dallas Mavericks urðu NBA-meistarar í eina skiptið árið 2011. Getty/John W. McDonough Þetta er sérstakt kvöld í sögu NBA-liðsins Dallas Mavericks og fyrir besta leikmanninn í sögu félagsins. Treyja Þjóðverjans Dirk Nowitzki fer þá upp í rjáfur. Dirk Nowitzki átti magnaðan feril með Dallas í NBA og er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að spila 21 tímabil með sama félaginu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dallas mætir Golden State Warriors í American Airlines Center í Dallas í kvöld og þar verður treyja númer 41 dregin upp með viðhöfn. Dirk er aðeins fjórði leikmaður Dallas sem fær slíkan virðingavott en treyjur Brad Davis (10), Rolando Blackman (22) og Derek Harper (12) eru líka uppi í rjáfri Dallas hallarinnar. „Dirk er allt fyrir Mavs. Þetta er sérstakur dagur fyrir Mavs og alla stuðningsmenn félagsins út um allan heim,“ sagði eigandinn Mark Cuban. Nowitzki kom til Dallas nítján ára gamall eftir að hafa verið valinn níundi í nýliðavalinu 1998. Milwaukee Bucks valdi hann reyndar en skipti honum strax til Dallas Mavericks í stórum leikmannaskiptum. Nowitzki skoraði bara 8,2 stig í leik á fyrsta tímabili en meira en tvöfaldaði stigaskor sitt tímabilið á eftir (17,5) og var tímabilið 2002-03 kominn með 25,1 stig í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) Tímabilið 2006 til 2007 var Nowitzki kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa verið með 24,6 stig, 8,9 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hápunkturinn var árið 2011 þegar Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var kosinn sá mikilvægasti í lokaúrslitunum. Nowitzki spilaði með Dallas út 2018-19 tímabilið en lagði skóna á hilluna eftir það enda varð hann 41 árs gamall það sumar. Í síðasta leiknum var hann með 20 stig og 10 fráköst. Dirk lék alls 1522 deildarleiki fyrir Dallas og 145 leiki að auki í úrslitakeppni. Í deildarleikjunum var hann með 20,7 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Dirk Nowitzki átti magnaðan feril með Dallas í NBA og er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að spila 21 tímabil með sama félaginu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dallas mætir Golden State Warriors í American Airlines Center í Dallas í kvöld og þar verður treyja númer 41 dregin upp með viðhöfn. Dirk er aðeins fjórði leikmaður Dallas sem fær slíkan virðingavott en treyjur Brad Davis (10), Rolando Blackman (22) og Derek Harper (12) eru líka uppi í rjáfri Dallas hallarinnar. „Dirk er allt fyrir Mavs. Þetta er sérstakur dagur fyrir Mavs og alla stuðningsmenn félagsins út um allan heim,“ sagði eigandinn Mark Cuban. Nowitzki kom til Dallas nítján ára gamall eftir að hafa verið valinn níundi í nýliðavalinu 1998. Milwaukee Bucks valdi hann reyndar en skipti honum strax til Dallas Mavericks í stórum leikmannaskiptum. Nowitzki skoraði bara 8,2 stig í leik á fyrsta tímabili en meira en tvöfaldaði stigaskor sitt tímabilið á eftir (17,5) og var tímabilið 2002-03 kominn með 25,1 stig í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) Tímabilið 2006 til 2007 var Nowitzki kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa verið með 24,6 stig, 8,9 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hápunkturinn var árið 2011 þegar Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var kosinn sá mikilvægasti í lokaúrslitunum. Nowitzki spilaði með Dallas út 2018-19 tímabilið en lagði skóna á hilluna eftir það enda varð hann 41 árs gamall það sumar. Í síðasta leiknum var hann með 20 stig og 10 fráköst. Dirk lék alls 1522 deildarleiki fyrir Dallas og 145 leiki að auki í úrslitakeppni. Í deildarleikjunum var hann með 20,7 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs)
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira