Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 97-77 | Stjörnumenn slökktu í Njarðvíkingum Atli Arason skrifar 3. janúar 2022 22:44 Haukur Helgi Pálsson er að komast aftur á fulla ferð hjá Njarðvíkingum. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar höfðu verið á góðu skriði í Subway-deild karla fyrir áramót, en fyrsti leikur liðsins á nýja árinu endaði með tuttugu stiga tapi gegn Stjörnunni, 97-77. Heimamenn í Garðabæ byrjuðu þennan leik ofsalega vel á meðan Njarðvíkingar virtust koma eitthvað þunnir í leikinn eftir sigurinn á Keflavík fyrir fjórum dögum síðan. Stjarnan skorar úr 6 af fyrstu 8 tilraunum sínum þegar leikhlutinn var hálfnaður en á sama tíma hitta Njarðvíkingarnir varla neitt. Úr fyrstu sjö tilraunum af gólfinu hitta þeir bara úr tveimur og Haukur Helgi var með öll stig gestanna þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður og staðan 15-8 fyrir Stjörnuna. Stjarnan kemst mest í 14 stiga forystu í leikhlutanum þegar þrjár mínútur eru eftir í stöðunni 22-8. Maciej og Mario eru þá fyrstu Njarðvíkingarnir til að gera stig á fyrir Njarðvík, að Hauki Helga undanskildum, á síðustu tveimur mínútum fyrsta leikhluta á milli þess sem Tómas Þórður setur eitt vítaskot niður fyrir heimamenn. Stjarnan vinnur því fyrsta leikhluta afar sannfærandi, 23-12. Stjarnan byrjar annan leikhluta betur og ná forskotinu strax upp í 19 stig með því að setja 8 stig í röð á töfluna á fyrstu rúmu mínútu annars leikhluta. Þessi munur hélst á milli liðanna út leikhlutann en hann fór minnst niður í 16 stig eftir þriggja stiga körfu Loga Gunnarsson, leikmanns Njarðvíkur, um miðbik leikhlutans áður en Stjarnan slökkti niður í áhlaupi Njarðvíkur og náði mest að koma muninum upp í 23 stig með lokakörfu annars leikhluta frá Shawn Hopksins. Hálfleikstölur 53-30. Turner gerir fyrstu stig þriðja leikhluta fyrir utan þriggja stiga línuna og kemur hann þá muninum milli liðanna upp í 26 stig, það mesta sem varð á milli liðanna í leiknum. Þá hefst áhlaup gestanna og Logi Gunnars minnkar muninn mest niður í 12 stig í 69-57 en heimamenn svara strax með 5 stigum í röð undir lok leikhlutans. Njarðvíkingar vinna þriðja leikhluta 20-27 og staðan fyrir loka leikhlutan var 73-57. Eftir þrjár mínútur af fjórða leikhluta neyðist besti leikmaður Njarðvíkur í kvöld, Haukur Helgi, að fara út af leikvelli og fær hann strax poka af klökum á ökklann sinn sem hann hefur verið að eiga við meiðsli í. Það virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Njarðvík í fyrstu, því þeir ná í kjölfarið 10 stiga áhlaupi til að minnka muninn niður í 9 stig, 82-73. Nær komust gestirnir þó ekki. Stjörnumenn taka aftur yfir leikinn og gerðu 15 stig gegn 5 það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 97-77. Af hverju vann Stjarnan? Heimamenn voru töluvert grimmari og ákveðnari í þessum leik. Stjarnan leiddi leikinn frá fyrstu körfu og voru betri á flestum vígvöllum í kvöld. 57 fráköst hjá Stjörnunni gegn 35 gegn hjá Njarðvík, 46% skotnýting gegn 34% og 9 stolnir boltar gegn 6. Stjarnan virtist vilja þetta meira í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Robert Turner, Shawn Hopkins og Hilmar Smári áttu allir flottan leik fyrir heimamenn. Turner með 21 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar sem gerir 21 framlagspunkt. Hopkins var með 18 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar, alls 20 framlagspunktar og Hilmar Smári með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar, 19 framlagspunktar. Heimamenn dreifðu álaginu vel á milli sinna bestu leikmanna. Hjá gestunum var Haukur Helgi stigahæstur með 21 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu, alls 23 framlagspunkta. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar átti að vera gegn ÍR-ingum en þeim leik hefur nú verið frestað vegna Covid smita í Breiðholtinu. Stjarnan spilar því næst gegn Keflavík í bikarnum þann 12. janúar. Njarðvík á erfitt verkefni fyrir höndum en þeir fara í heimsókn til Íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þann 7. janúar. „Við áttum kannski einn af okkar betri dögum í dag“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gat leyft sér að vera glaður í leikslok.Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar var ánægður eftir 20 stiga sigur á Njarðvík í kvöld. „Við unnum gott körfubolta lið. Ég er mjög feginn að hafa sigrað,“ sagði Arnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum mjög vel. Njarðvíkingar eru betri en það sem þeir sýndu í fyrri hálfleik þar sem þeir voru ekki góðir. Svo náðu þeir að gera okkur erfitt fyrir í seinni hálfleik og komu með áhlaup sem gerði leikinn spennandi á tímabili en við náðum að sigla þessu heim.“ Arnar sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að hann vildi að Stjarnan myndi stöðva flæðið í sóknarleik Njarðvíkur. Arnar var því spurður að því hvernig honum hefði tekist þetta upplegg. „Já strákarnir gerðu vel í að stöðva flæðið, ég myndi ekki stöðva mikið,“ svaraði Arnar og hló áður en hann hélt áfram, „nei nei, Njarðvíkingar hittu líka illa úr opnum skotum, við vorum ekkert fullkomnir. Þeir hafa átt betri daga en við áttum kannski einn af okkar betri dögum í dag og það var gott.“ Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað. Arnar var spurður hvort að hvíldin væri kærkominn fyrir næsta deildarleik, sem er þann 21. janúar en hann var fljótur að minna á að pásan væri ekki svo löng þar sem Stjarnan á bikarleik gegn Keflavík næst þann 12. janúar. „Það sem bíður okkur eru undanúrslit í bikar eftir einhverja 10 daga og við erum spenntir fyrir því,“ sagði Arnar kátur. „Það þekkja öll lið í þessari deild hvort annað út í gegn“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var vonsvikin eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var sár og svekktur eftir tapið gegn Stjörnunni í kvöld. „Ég er ofboðslega vonsvikin hvernig við byrjuðum þennan leik. Þetta var dauft og mér fannst menn vera of linir. Boltinn var bara hirtur af okkur og öll fráköst hrifsuð frá okkur. Við töpuðum öllum stöðubaráttum og þannig var það bara í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik reyndum við að koma inn með krafti og þá var þetta allt annað en þá var það bara ekki nóg því holan var orðin svo hrikalega djúp,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. „Það þekkja öll lið í þessari deild hvort annað út í gegn. Það er enginn að koma neitt á óvart. Þetta er bara spurning um hvaða lið eru að framkvæma sitt betur og við náðum ekki að framkvæma okkar plan nema eitthvað aðeins í seinni hálfleik þegar það var orðið allt of seint.“ Njarðvík er nýkomið úr stórleik gegn Keflavík þar sem þeir grænu unnu 4 stiga sigur. Njarðvíkingar fóru vel yfir það á æfingum að mati Benedikts að þeir yrðu að koma sér strax niður á jörðina eftir þann sigurleik. „Við ræddum um þetta á æfingu í gær og við vildum ekki meina að við myndum mæta hingað þunnir af einhverri sigurvímu. Ég hef séð þetta áður hjá mínu liði. Stundum náum við að snúa því við í hálfleik og stundum ekki. Það er bara lang best að byrja leikinn af krafti. Þá þurfum við ekki að vera að snúa við svona ákefð í leiknum þegar hann er byrjaður,“ svaraði Benedikt aðspurður af því hvort menn væru enn þá of hátt uppi eftir sigurinn á Keflavík. Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur Njarðvíkinga í þessum leik en varð svo að fara út af í fjórða leikhluta vegna eymsli í ökkla. „Hann er að koma til baka eftir ökkla aðgerð. Hann er ekki tilbúinn í eitthvað of mikið. Hann var lang besti leikmaðurinn á vellinum fyrir okkur í dag þennan tíma sem hann spilaði og hann var að draga vagninn sóknarlega þannig maður gat ekki leyft sér mikið að taka hann út af. Svo bara kom sá tímapunktur að hann gat ekki meir. Ég hefði viljað hafa hann inn á í 40 mínútur en það er bara ekki hægt. Það kemur af því að við þurfum að hvíla hann, hann getur ekki spilað mörgu sinnum í viku á fullu gasi. Við þurfum að stýra álaginu á hann.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Íslandsmeisturunum í Þór Þorlákshöfn og Benedikt telur að liðið þurfi að laga mikið fyrir þá viðureign. „Það er ansi margt, ég þarf held ég að gera menn reiða fyrir leik eða eitthvað. Ég vil ekki sjá menn mæta svona flata aftur og við megum ekki láta ýta okkur svona út úr því sem við ætlum að gera. Þetta var báðu megin í kvöld, þar sem við vorum linir í bæði vörn og sókn. Ég er búinn að segja við mína menn ansi oft að þegar við erum agressífir þá erum við ógeðslega góðir, því þetta eru góðir körfuboltamenn sem kunna leikinn. Þegar við erum linir þá erum við bara miðlungs lið í þessari deild,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Subway-deild karla Stjarnan UMF Njarðvík
Njarðvíkingar höfðu verið á góðu skriði í Subway-deild karla fyrir áramót, en fyrsti leikur liðsins á nýja árinu endaði með tuttugu stiga tapi gegn Stjörnunni, 97-77. Heimamenn í Garðabæ byrjuðu þennan leik ofsalega vel á meðan Njarðvíkingar virtust koma eitthvað þunnir í leikinn eftir sigurinn á Keflavík fyrir fjórum dögum síðan. Stjarnan skorar úr 6 af fyrstu 8 tilraunum sínum þegar leikhlutinn var hálfnaður en á sama tíma hitta Njarðvíkingarnir varla neitt. Úr fyrstu sjö tilraunum af gólfinu hitta þeir bara úr tveimur og Haukur Helgi var með öll stig gestanna þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður og staðan 15-8 fyrir Stjörnuna. Stjarnan kemst mest í 14 stiga forystu í leikhlutanum þegar þrjár mínútur eru eftir í stöðunni 22-8. Maciej og Mario eru þá fyrstu Njarðvíkingarnir til að gera stig á fyrir Njarðvík, að Hauki Helga undanskildum, á síðustu tveimur mínútum fyrsta leikhluta á milli þess sem Tómas Þórður setur eitt vítaskot niður fyrir heimamenn. Stjarnan vinnur því fyrsta leikhluta afar sannfærandi, 23-12. Stjarnan byrjar annan leikhluta betur og ná forskotinu strax upp í 19 stig með því að setja 8 stig í röð á töfluna á fyrstu rúmu mínútu annars leikhluta. Þessi munur hélst á milli liðanna út leikhlutann en hann fór minnst niður í 16 stig eftir þriggja stiga körfu Loga Gunnarsson, leikmanns Njarðvíkur, um miðbik leikhlutans áður en Stjarnan slökkti niður í áhlaupi Njarðvíkur og náði mest að koma muninum upp í 23 stig með lokakörfu annars leikhluta frá Shawn Hopksins. Hálfleikstölur 53-30. Turner gerir fyrstu stig þriðja leikhluta fyrir utan þriggja stiga línuna og kemur hann þá muninum milli liðanna upp í 26 stig, það mesta sem varð á milli liðanna í leiknum. Þá hefst áhlaup gestanna og Logi Gunnars minnkar muninn mest niður í 12 stig í 69-57 en heimamenn svara strax með 5 stigum í röð undir lok leikhlutans. Njarðvíkingar vinna þriðja leikhluta 20-27 og staðan fyrir loka leikhlutan var 73-57. Eftir þrjár mínútur af fjórða leikhluta neyðist besti leikmaður Njarðvíkur í kvöld, Haukur Helgi, að fara út af leikvelli og fær hann strax poka af klökum á ökklann sinn sem hann hefur verið að eiga við meiðsli í. Það virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Njarðvík í fyrstu, því þeir ná í kjölfarið 10 stiga áhlaupi til að minnka muninn niður í 9 stig, 82-73. Nær komust gestirnir þó ekki. Stjörnumenn taka aftur yfir leikinn og gerðu 15 stig gegn 5 það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 97-77. Af hverju vann Stjarnan? Heimamenn voru töluvert grimmari og ákveðnari í þessum leik. Stjarnan leiddi leikinn frá fyrstu körfu og voru betri á flestum vígvöllum í kvöld. 57 fráköst hjá Stjörnunni gegn 35 gegn hjá Njarðvík, 46% skotnýting gegn 34% og 9 stolnir boltar gegn 6. Stjarnan virtist vilja þetta meira í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Robert Turner, Shawn Hopkins og Hilmar Smári áttu allir flottan leik fyrir heimamenn. Turner með 21 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar sem gerir 21 framlagspunkt. Hopkins var með 18 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar, alls 20 framlagspunktar og Hilmar Smári með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar, 19 framlagspunktar. Heimamenn dreifðu álaginu vel á milli sinna bestu leikmanna. Hjá gestunum var Haukur Helgi stigahæstur með 21 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu, alls 23 framlagspunkta. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar átti að vera gegn ÍR-ingum en þeim leik hefur nú verið frestað vegna Covid smita í Breiðholtinu. Stjarnan spilar því næst gegn Keflavík í bikarnum þann 12. janúar. Njarðvík á erfitt verkefni fyrir höndum en þeir fara í heimsókn til Íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þann 7. janúar. „Við áttum kannski einn af okkar betri dögum í dag“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gat leyft sér að vera glaður í leikslok.Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar var ánægður eftir 20 stiga sigur á Njarðvík í kvöld. „Við unnum gott körfubolta lið. Ég er mjög feginn að hafa sigrað,“ sagði Arnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum mjög vel. Njarðvíkingar eru betri en það sem þeir sýndu í fyrri hálfleik þar sem þeir voru ekki góðir. Svo náðu þeir að gera okkur erfitt fyrir í seinni hálfleik og komu með áhlaup sem gerði leikinn spennandi á tímabili en við náðum að sigla þessu heim.“ Arnar sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að hann vildi að Stjarnan myndi stöðva flæðið í sóknarleik Njarðvíkur. Arnar var því spurður að því hvernig honum hefði tekist þetta upplegg. „Já strákarnir gerðu vel í að stöðva flæðið, ég myndi ekki stöðva mikið,“ svaraði Arnar og hló áður en hann hélt áfram, „nei nei, Njarðvíkingar hittu líka illa úr opnum skotum, við vorum ekkert fullkomnir. Þeir hafa átt betri daga en við áttum kannski einn af okkar betri dögum í dag og það var gott.“ Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað. Arnar var spurður hvort að hvíldin væri kærkominn fyrir næsta deildarleik, sem er þann 21. janúar en hann var fljótur að minna á að pásan væri ekki svo löng þar sem Stjarnan á bikarleik gegn Keflavík næst þann 12. janúar. „Það sem bíður okkur eru undanúrslit í bikar eftir einhverja 10 daga og við erum spenntir fyrir því,“ sagði Arnar kátur. „Það þekkja öll lið í þessari deild hvort annað út í gegn“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var vonsvikin eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var sár og svekktur eftir tapið gegn Stjörnunni í kvöld. „Ég er ofboðslega vonsvikin hvernig við byrjuðum þennan leik. Þetta var dauft og mér fannst menn vera of linir. Boltinn var bara hirtur af okkur og öll fráköst hrifsuð frá okkur. Við töpuðum öllum stöðubaráttum og þannig var það bara í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik reyndum við að koma inn með krafti og þá var þetta allt annað en þá var það bara ekki nóg því holan var orðin svo hrikalega djúp,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. „Það þekkja öll lið í þessari deild hvort annað út í gegn. Það er enginn að koma neitt á óvart. Þetta er bara spurning um hvaða lið eru að framkvæma sitt betur og við náðum ekki að framkvæma okkar plan nema eitthvað aðeins í seinni hálfleik þegar það var orðið allt of seint.“ Njarðvík er nýkomið úr stórleik gegn Keflavík þar sem þeir grænu unnu 4 stiga sigur. Njarðvíkingar fóru vel yfir það á æfingum að mati Benedikts að þeir yrðu að koma sér strax niður á jörðina eftir þann sigurleik. „Við ræddum um þetta á æfingu í gær og við vildum ekki meina að við myndum mæta hingað þunnir af einhverri sigurvímu. Ég hef séð þetta áður hjá mínu liði. Stundum náum við að snúa því við í hálfleik og stundum ekki. Það er bara lang best að byrja leikinn af krafti. Þá þurfum við ekki að vera að snúa við svona ákefð í leiknum þegar hann er byrjaður,“ svaraði Benedikt aðspurður af því hvort menn væru enn þá of hátt uppi eftir sigurinn á Keflavík. Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur Njarðvíkinga í þessum leik en varð svo að fara út af í fjórða leikhluta vegna eymsli í ökkla. „Hann er að koma til baka eftir ökkla aðgerð. Hann er ekki tilbúinn í eitthvað of mikið. Hann var lang besti leikmaðurinn á vellinum fyrir okkur í dag þennan tíma sem hann spilaði og hann var að draga vagninn sóknarlega þannig maður gat ekki leyft sér mikið að taka hann út af. Svo bara kom sá tímapunktur að hann gat ekki meir. Ég hefði viljað hafa hann inn á í 40 mínútur en það er bara ekki hægt. Það kemur af því að við þurfum að hvíla hann, hann getur ekki spilað mörgu sinnum í viku á fullu gasi. Við þurfum að stýra álaginu á hann.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Íslandsmeisturunum í Þór Þorlákshöfn og Benedikt telur að liðið þurfi að laga mikið fyrir þá viðureign. „Það er ansi margt, ég þarf held ég að gera menn reiða fyrir leik eða eitthvað. Ég vil ekki sjá menn mæta svona flata aftur og við megum ekki láta ýta okkur svona út úr því sem við ætlum að gera. Þetta var báðu megin í kvöld, þar sem við vorum linir í bæði vörn og sókn. Ég er búinn að segja við mína menn ansi oft að þegar við erum agressífir þá erum við ógeðslega góðir, því þetta eru góðir körfuboltamenn sem kunna leikinn. Þegar við erum linir þá erum við bara miðlungs lið í þessari deild,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.