Gulltryggði sigur Utah eftir að hafa rifist við orðljótan stuðningsmann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 15:15 Jordan Clarkson fékk óblíðar móttökur í gömlu heimaborginni. getty/Ronald Cortes Jordan Clarkson gulltryggði sigur Utah Jazz á San Antonio Spurs í NBA-deildinni eftir að hafa rifist við stuðningsmann San Antonio. Clarkson varð pirraður þegar hann fékk ekki villu þegar hann taldi Doug McDermott hafa brotið á sér í stöðunni 80-94, Utah í vil, þegar fjórar mínútur voru eftir. Gestirnir tóku í kjölfarið leikhlé. Einn stuðningsmaður San Antonio nýtti tækifærið, stóð á fætur og öskraði á Clarkson. Fyrst um sinn lét Clarkson fúkyrði stuðningsmenn sem vind um eyru þjóta. En svo var honum nóg boðið, gekk í átt að stuðningsmanninum og ætlaði að hjóla í hann. Samherjar hans og öryggisverðir gengu í milli og stuðningsmanninum var vísað út úr höllinni. Atvikið truflaði Clarkson þó ekki meira en svo en að hann gulltryggði sigur Utah með því að setja niður tvö vítaskot undir lokin. Utah vann leikinn, 104-110, og hefur unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Eftir leikinn sagði Clarkson að stuðningsmaðurinn hefði ögrað sér og farið yfir strikið en vildi ekki endurtaka það sem hann sagði við hann. Clarkson, sem er frá San Antonio, skoraði 23 stig í heimaborginni. Hann er með 14,7 stig að meðaltali í leik í vetur. Clarkson, sem er 29 ára, var valinn besti sjötti leikmaður NBA á síðasta tímabili. Þá skoraði hann 18,4 stig að meðaltali í leik. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Tengdar fréttir Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. 28. desember 2021 08:01 Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Clarkson varð pirraður þegar hann fékk ekki villu þegar hann taldi Doug McDermott hafa brotið á sér í stöðunni 80-94, Utah í vil, þegar fjórar mínútur voru eftir. Gestirnir tóku í kjölfarið leikhlé. Einn stuðningsmaður San Antonio nýtti tækifærið, stóð á fætur og öskraði á Clarkson. Fyrst um sinn lét Clarkson fúkyrði stuðningsmenn sem vind um eyru þjóta. En svo var honum nóg boðið, gekk í átt að stuðningsmanninum og ætlaði að hjóla í hann. Samherjar hans og öryggisverðir gengu í milli og stuðningsmanninum var vísað út úr höllinni. Atvikið truflaði Clarkson þó ekki meira en svo en að hann gulltryggði sigur Utah með því að setja niður tvö vítaskot undir lokin. Utah vann leikinn, 104-110, og hefur unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Eftir leikinn sagði Clarkson að stuðningsmaðurinn hefði ögrað sér og farið yfir strikið en vildi ekki endurtaka það sem hann sagði við hann. Clarkson, sem er frá San Antonio, skoraði 23 stig í heimaborginni. Hann er með 14,7 stig að meðaltali í leik í vetur. Clarkson, sem er 29 ára, var valinn besti sjötti leikmaður NBA á síðasta tímabili. Þá skoraði hann 18,4 stig að meðaltali í leik. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Tengdar fréttir Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. 28. desember 2021 08:01 Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. 28. desember 2021 08:01