Curry þarf að bíða eftir metinu merka en uppskar sætan sigur Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2021 07:30 Stephen Curry skýst framhjá Kelan Martin í leiknum í Indianapolis í nótt. AP/Doug McSchooler Stephen Curry á góða möguleika á að slá þristamet Rays Allen í NBA-deildinni í körfubolta í Madison Square Garden í nótt því nú munar aðeins tveimur þristum á þeim. Curry virtist staðráðinn í að slá metið í gærkvöld en uppskar þó sigur. Curry setti niður fimm þrista úr alls fimmtán tilraunum í 102-100 sigri Golden State Warriors á Indiana Pacers. Þar með hefur hann skorað 2.971 þriggja stiga körfu á ferlinum en enn vantar tvo þrista til að jafna met Allens. Áhorfendur í Indianapolis voru greinilega mættir til þess að verða vitni að sögulegum viðburði. Þeir létu vel í sér heyra í hvert sinn sem Curry nálgaðist metið en tóku andköf í þau skipti þegar hann ákvað að keyra frekar að körfunni. 26 points, 5 triples and some CLUTCH buckets for @StephenCurry30...he enters tomorrow night just 2 threes away from the all-time record! #CurryWatch continues with Warriors/Knicks tomorrow at 7:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/3EuW0sqml7— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðasti þristur Currys í nótt minnkaði muninn í 100-98 og hann jafnaði svo metin þegar 48,5 sekúndur voru eftir, eftir að hafa ákveðið að leita að sniðskoti í stað þrists. Síðasta þriggja stiga tilraun Currys geigaði en Kevon Looney var á tánum og skilaði boltanum í körfuna. KEVON LOONEY FOR THE LEAD!@warriors 102@Pacers 10013.4 left on @NBATV...Pacers ball: https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/nYOfkX18Fj— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðustu 90 sekúndur leiksins stóðu allir áhorfendur í húsinu en allir urðu að lokum að sætta sig við að metið stæði í sólarhring í viðbót. Curry endaði með 26 stig. „Ég nýt augnabliksins, að vera mættur á þröskuldinn. Þetta er ansi óraunverulegt,“ sagði Curry og bætti við: „Maður heldur samt bara áfram að spila körfubolta, tekur skotin sem maður heldur að fari niður og nýtur þess sem er að gerast.“ Tatum með 42 stiga leik Í Boston fögnuðu heimamenn 117-103 sigri gegn Milwaukee Bucks þar sem Jayson Tatum átti sviðið. Hann skoraði alls 42 stig í leiknum, þar af 16 í lokafjórðungnum. Season-high 42 points for @jaytatum0 in the @celtics win.Absolutely dialed in pic.twitter.com/6YMiAA3jhD— NBA (@NBA) December 14, 2021 Jaylen Brown sneri aftur í lið Boston eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna meiðsla og hann skoraði 19 stig. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu 20 stig hvor fyrir Milwaukee en það dugði skammt gegn Boston sem snúið hafði heim eftir einn sigur í fimm leikja törn á vesturströndinni. Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Curry setti niður fimm þrista úr alls fimmtán tilraunum í 102-100 sigri Golden State Warriors á Indiana Pacers. Þar með hefur hann skorað 2.971 þriggja stiga körfu á ferlinum en enn vantar tvo þrista til að jafna met Allens. Áhorfendur í Indianapolis voru greinilega mættir til þess að verða vitni að sögulegum viðburði. Þeir létu vel í sér heyra í hvert sinn sem Curry nálgaðist metið en tóku andköf í þau skipti þegar hann ákvað að keyra frekar að körfunni. 26 points, 5 triples and some CLUTCH buckets for @StephenCurry30...he enters tomorrow night just 2 threes away from the all-time record! #CurryWatch continues with Warriors/Knicks tomorrow at 7:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/3EuW0sqml7— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðasti þristur Currys í nótt minnkaði muninn í 100-98 og hann jafnaði svo metin þegar 48,5 sekúndur voru eftir, eftir að hafa ákveðið að leita að sniðskoti í stað þrists. Síðasta þriggja stiga tilraun Currys geigaði en Kevon Looney var á tánum og skilaði boltanum í körfuna. KEVON LOONEY FOR THE LEAD!@warriors 102@Pacers 10013.4 left on @NBATV...Pacers ball: https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/nYOfkX18Fj— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðustu 90 sekúndur leiksins stóðu allir áhorfendur í húsinu en allir urðu að lokum að sætta sig við að metið stæði í sólarhring í viðbót. Curry endaði með 26 stig. „Ég nýt augnabliksins, að vera mættur á þröskuldinn. Þetta er ansi óraunverulegt,“ sagði Curry og bætti við: „Maður heldur samt bara áfram að spila körfubolta, tekur skotin sem maður heldur að fari niður og nýtur þess sem er að gerast.“ Tatum með 42 stiga leik Í Boston fögnuðu heimamenn 117-103 sigri gegn Milwaukee Bucks þar sem Jayson Tatum átti sviðið. Hann skoraði alls 42 stig í leiknum, þar af 16 í lokafjórðungnum. Season-high 42 points for @jaytatum0 in the @celtics win.Absolutely dialed in pic.twitter.com/6YMiAA3jhD— NBA (@NBA) December 14, 2021 Jaylen Brown sneri aftur í lið Boston eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna meiðsla og hann skoraði 19 stig. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu 20 stig hvor fyrir Milwaukee en það dugði skammt gegn Boston sem snúið hafði heim eftir einn sigur í fimm leikja törn á vesturströndinni. Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira