„Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 11:47 Rulluspilarar Vals spiluðu stóran þátt í sigri liðsins á Akureyri. Vísir/Bára Dröfn Valur mætti með laskað lið á Akureyri er það mætti Þór í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Gestirnir misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla en tókst samt að landa fjögurra stiga sigri. Sigurinn var til umræðu í Körfuboltakvöldi og þá sérstaklega hlutverk tveggja leikmanna. Svo kom það á daginn að þetta er besta byrjun Vals í deildinni í dágóðan tíma. „Magnað að Valsmenn mæta án Kára (Jónssonar), það meiðast tveir, Þór Akureyri á heimavelli en samt geta þeir ekki unnið. Það er smá áhyggjuefni,“ sagði Sævar Sævarsson um enn eitt tap Þórsara er Körfuboltakvöld fór yfir stöðu mála. „Pálmi Geir Jónsson, sem kom frá Leikni í 2. deildinni og byrjaði tímabilið hjá Hamri, átti frábæran leik. Benedikt Blöndal átti frábæran leik. Þetta eru leikmenn sem eru rulluspilarar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi en samtals skoruðu þeir Pálmi Geir og Benedikt 14 af 79 stigum Vals. „Ég held að Bjarki (Ármann Oddsson), þjálfari Þórs hafi sagt fyrir leik: „Ef einhverjir eiga að vinna okkur þá eru það þessir tveir,“ og þeir gerðu það. Bara vel gert hjá þeim. Pálmi Geir setti tvo þrista í fjórða leikhluta,“ hélt Kjartan Atli áfram áður en Sævar skaut inn í: „á tíma þar sem Þórsarar voru átta stigum yfir.“ „Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim á þessum punkti í leiknum,“ sagði Kjartan Atli að endingu um frammistöðu þeirra Pálma og Benedikts. Ekki gerst á þessari öld Ekki gerst á þessari öld.Körfuboltakvöld „Þetta er sögulegt hjá Val því þeir hafa aldrei verið í svona góðri stöðu fyrir jól, allavega ekki í tæplega þrjá áratugi. Valsmenn unnu síðast sex leiki fyrir áramót tímabilið 1994-1995. Undir stjórn Svala vann liðið 9 af 14 leikjum sínum fyrir áramót tímabilið 1992-1993.“ Valur er í 5. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp þegar níu umferðir eru búnar af Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Grindavík eru í sætunum tveimur fyrir ofan, einnig með sex sigra og þrjú töp. Keflavík trónir á toppnum sem stendur með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Klippa: Körfuboltakvöld: Sögulegt hjá Val Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Subway-deild karla Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
Sigurinn var til umræðu í Körfuboltakvöldi og þá sérstaklega hlutverk tveggja leikmanna. Svo kom það á daginn að þetta er besta byrjun Vals í deildinni í dágóðan tíma. „Magnað að Valsmenn mæta án Kára (Jónssonar), það meiðast tveir, Þór Akureyri á heimavelli en samt geta þeir ekki unnið. Það er smá áhyggjuefni,“ sagði Sævar Sævarsson um enn eitt tap Þórsara er Körfuboltakvöld fór yfir stöðu mála. „Pálmi Geir Jónsson, sem kom frá Leikni í 2. deildinni og byrjaði tímabilið hjá Hamri, átti frábæran leik. Benedikt Blöndal átti frábæran leik. Þetta eru leikmenn sem eru rulluspilarar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi en samtals skoruðu þeir Pálmi Geir og Benedikt 14 af 79 stigum Vals. „Ég held að Bjarki (Ármann Oddsson), þjálfari Þórs hafi sagt fyrir leik: „Ef einhverjir eiga að vinna okkur þá eru það þessir tveir,“ og þeir gerðu það. Bara vel gert hjá þeim. Pálmi Geir setti tvo þrista í fjórða leikhluta,“ hélt Kjartan Atli áfram áður en Sævar skaut inn í: „á tíma þar sem Þórsarar voru átta stigum yfir.“ „Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim á þessum punkti í leiknum,“ sagði Kjartan Atli að endingu um frammistöðu þeirra Pálma og Benedikts. Ekki gerst á þessari öld Ekki gerst á þessari öld.Körfuboltakvöld „Þetta er sögulegt hjá Val því þeir hafa aldrei verið í svona góðri stöðu fyrir jól, allavega ekki í tæplega þrjá áratugi. Valsmenn unnu síðast sex leiki fyrir áramót tímabilið 1994-1995. Undir stjórn Svala vann liðið 9 af 14 leikjum sínum fyrir áramót tímabilið 1992-1993.“ Valur er í 5. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp þegar níu umferðir eru búnar af Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Grindavík eru í sætunum tveimur fyrir ofan, einnig með sex sigra og þrjú töp. Keflavík trónir á toppnum sem stendur með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Klippa: Körfuboltakvöld: Sögulegt hjá Val
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Subway-deild karla Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira