„Þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega eða missum þá alveg kjánalega varnarlega“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2021 21:51 Einar Jónsson og Haraldur Þorvarðarson á hliðarlínunni í Safamýri. vísir/hulda margrét „Við vorum bara ekki góðir í dag. Mér finnst við hafa spilað vel undanfarna leiki en við vorum ekki góðir núna,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið nauma gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Framarar lentu 16-10 undir í fyrri hálfleik en náðu að vinna þann mun fljótt upp og jafna metin nokkrum sinnum. Þeim tókst hins vegar ekki að komast yfir og töpuðu á endanum, 33-32. „Við vorum óskynsamir, varnarlega vorum við alls ekki nógu góðir, og svo einhvern veginn alltaf þegar við erum komnir inn í þetta þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega, eða missum þá alveg kjánalega varnarlega. Þetta var saga leiksins. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, skömminni skárri í seinni hálfleik og náðum að jafna metin, en svo komu kjánalegir feilar bæði í vörn og sókn og það er rosalega dýrt,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Fyrstu 15-20 mínútur leiksins eru bara lélegar hjá okkur. Ég veit ekki af hverju. Við vorum andlausir. Langt frá mönnum, skrefinu á eftir, og það var bara rosalega margt vont við þennan fyrsta kafla. Hinar 45 mínúturnar eru ágætar að mörgu leyti en við gerðum of mörg kjánaleg mistök Í seinni hálfleik er fullt af tímapunktum þar sem ég hélt að við værum bara að ná tökum á leiknum. Þeir voru í basli og „momentum“ með okkur, en þá köstuðum við bara boltanum út af, fengum tvígrip á okkur eða eitthvað slíkt. Það vantaði meiri klókindi, kannski meiri gæði, og við náðum ekki að nýta þessi „móment“ sem við höfðum með okkur í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Verðum að fara að fá tvö stig Eftir tvö jafntefli í röð og eins marks tap í kvöld má ætla að Framarar séu orðnir langeygðir eftir sigri: „Við verðum að fara að fá tvö stig. Þetta eru 1-2 mörk nánast í hverjum einasta leik hjá okkur. Við verðum að klára dæmið, og reyna að læra af þessu. Nýta stöðuna þegar við erum komnir yfir, eða eins og í kvöld þegar við náðum að jafna. Það er margt að greina en líka ýmislegt gott í þessu,“ sagði Einar. Gjaldkerinn klókur markvörður sem miðlar reynslu Framarar tefldu annan leikinn í röð fram hinum 42 ára gamla Magnúsi Gunnari Erlendssyni, sem varði mark liðsins meirihluta leiksins í kvöld. Magnús, sem er gjaldkeri handknattleiksdeildar Fram, hafði ekki spilað í sex ár þegar Einar kallaði á hann vegna meiðsla Lárusar Helga Ólafssonar. Af hverju var kallað á Magnús? „Staðreyndin er bara sú að hlutfallsmarkvarslan hjá okkur hefur minnkað um 10 prósentustig eftir að Lárus meiddist. Við erum að vinna í þeim málum og töldum að við þyrftum ákveðna reynslu inn í þetta. Hann kom frábær inn í síðasta leik en við ætlumst ekki til þess að hann loki markinu í hverjum einasta leik. Ég held að hann geti hjálpað okkur og miðlað sinni reynslu til hinna markvarðanna, og tekið aðeins pressuna af þeim. Maggi er góður markvörður, klókur drengur, og vonandi getum við notað hann eitthvað áfram,“ sagði Einar. Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Framarar lentu 16-10 undir í fyrri hálfleik en náðu að vinna þann mun fljótt upp og jafna metin nokkrum sinnum. Þeim tókst hins vegar ekki að komast yfir og töpuðu á endanum, 33-32. „Við vorum óskynsamir, varnarlega vorum við alls ekki nógu góðir, og svo einhvern veginn alltaf þegar við erum komnir inn í þetta þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega, eða missum þá alveg kjánalega varnarlega. Þetta var saga leiksins. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, skömminni skárri í seinni hálfleik og náðum að jafna metin, en svo komu kjánalegir feilar bæði í vörn og sókn og það er rosalega dýrt,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Fyrstu 15-20 mínútur leiksins eru bara lélegar hjá okkur. Ég veit ekki af hverju. Við vorum andlausir. Langt frá mönnum, skrefinu á eftir, og það var bara rosalega margt vont við þennan fyrsta kafla. Hinar 45 mínúturnar eru ágætar að mörgu leyti en við gerðum of mörg kjánaleg mistök Í seinni hálfleik er fullt af tímapunktum þar sem ég hélt að við værum bara að ná tökum á leiknum. Þeir voru í basli og „momentum“ með okkur, en þá köstuðum við bara boltanum út af, fengum tvígrip á okkur eða eitthvað slíkt. Það vantaði meiri klókindi, kannski meiri gæði, og við náðum ekki að nýta þessi „móment“ sem við höfðum með okkur í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Verðum að fara að fá tvö stig Eftir tvö jafntefli í röð og eins marks tap í kvöld má ætla að Framarar séu orðnir langeygðir eftir sigri: „Við verðum að fara að fá tvö stig. Þetta eru 1-2 mörk nánast í hverjum einasta leik hjá okkur. Við verðum að klára dæmið, og reyna að læra af þessu. Nýta stöðuna þegar við erum komnir yfir, eða eins og í kvöld þegar við náðum að jafna. Það er margt að greina en líka ýmislegt gott í þessu,“ sagði Einar. Gjaldkerinn klókur markvörður sem miðlar reynslu Framarar tefldu annan leikinn í röð fram hinum 42 ára gamla Magnúsi Gunnari Erlendssyni, sem varði mark liðsins meirihluta leiksins í kvöld. Magnús, sem er gjaldkeri handknattleiksdeildar Fram, hafði ekki spilað í sex ár þegar Einar kallaði á hann vegna meiðsla Lárusar Helga Ólafssonar. Af hverju var kallað á Magnús? „Staðreyndin er bara sú að hlutfallsmarkvarslan hjá okkur hefur minnkað um 10 prósentustig eftir að Lárus meiddist. Við erum að vinna í þeim málum og töldum að við þyrftum ákveðna reynslu inn í þetta. Hann kom frábær inn í síðasta leik en við ætlumst ekki til þess að hann loki markinu í hverjum einasta leik. Ég held að hann geti hjálpað okkur og miðlað sinni reynslu til hinna markvarðanna, og tekið aðeins pressuna af þeim. Maggi er góður markvörður, klókur drengur, og vonandi getum við notað hann eitthvað áfram,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira