Kænn sem refur þegar hann skoraði og meiddist Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 11:30 Iago Aspas skoraði fyrir Celta Vigo en meiddist um leið og varð að fara af velli. Getty/Octavio Passos Iago Aspas, fyrrverandi leikmaður Liverpool, náði sér viljandi í gult spjald í leik með Celta Vigo gegn Valencia í spænsku 1. deildinni í fótbolta á sunnudag. Aspas var fljótur að hugsa eftir að hafa meiðst þegar hann skoraði fyrir Celta á 11. mínútu. Hann klæddi sig strax úr treyjunni, vitandi það að hann fengi gult spjald eins og alltaf þegar leikmenn afklæðast eftir að hafa skorað mark. Þar sem þetta var fimmta áminning Aspas á leiktíðinni fékk hann eins leiks bann. Bannið getur þessi 34 ára leikmaður því tekið út á meðan að hann jafnar sig af meiðslum sínum. Iago Aspas was a yellow card away from a one match suspension. After injuring himself while scoring, he appeared to take off his shirt so he could serve his punishment while recovering pic.twitter.com/ONKvGkuFvJ— ESPN FC (@ESPNFC) December 6, 2021 Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að Aspas verði refsað fyrir tiltækið með sekt eða lengra banni. UEFA úrskurðaði til að mynda Sergio Ramos, þáverandi leikmann Real Madrid, í lengra bann eftir að hann náði sér vísvitandi í áminningu í leik gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu árið 2019. Aspas kom Celta yfir í leiknum en Valencia vann 2-1. Celta er því í 14. sæti deildarinnar með 16 stig en Valencia í 8. sæti með 22 stig. Aspas hefur leikið nær allan sinn feril með Celta Vigo en hann lék þó eina leiktíð með Liverpool veturinn 2013-2014, en var langt frá því að slá í gegn þar. Hann hefur skorað að minnsta kosti 14 deildarmörk á hverri einustu leiktíð með Celta Vigo frá árinu 2015 og er kominn með sjö mörk í 16 deildarleikjum í vetur. Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Aspas var fljótur að hugsa eftir að hafa meiðst þegar hann skoraði fyrir Celta á 11. mínútu. Hann klæddi sig strax úr treyjunni, vitandi það að hann fengi gult spjald eins og alltaf þegar leikmenn afklæðast eftir að hafa skorað mark. Þar sem þetta var fimmta áminning Aspas á leiktíðinni fékk hann eins leiks bann. Bannið getur þessi 34 ára leikmaður því tekið út á meðan að hann jafnar sig af meiðslum sínum. Iago Aspas was a yellow card away from a one match suspension. After injuring himself while scoring, he appeared to take off his shirt so he could serve his punishment while recovering pic.twitter.com/ONKvGkuFvJ— ESPN FC (@ESPNFC) December 6, 2021 Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að Aspas verði refsað fyrir tiltækið með sekt eða lengra banni. UEFA úrskurðaði til að mynda Sergio Ramos, þáverandi leikmann Real Madrid, í lengra bann eftir að hann náði sér vísvitandi í áminningu í leik gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu árið 2019. Aspas kom Celta yfir í leiknum en Valencia vann 2-1. Celta er því í 14. sæti deildarinnar með 16 stig en Valencia í 8. sæti með 22 stig. Aspas hefur leikið nær allan sinn feril með Celta Vigo en hann lék þó eina leiktíð með Liverpool veturinn 2013-2014, en var langt frá því að slá í gegn þar. Hann hefur skorað að minnsta kosti 14 deildarmörk á hverri einustu leiktíð með Celta Vigo frá árinu 2015 og er kominn með sjö mörk í 16 deildarleikjum í vetur.
Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira