Geitungarnir stungu Ernina og sjötti sigur Houston í röð sendi New Orleans á botninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 08:00 Kelly Oubre steig upp í fjarveru LaMelo Ball. Stacy Revere/Getty Images Aðeins fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Charlotte Hornets vann þriggja stiga sigur á Atlanta Hawks, Houston Rockets lagði New Orleans Pelicans og Toronto Raptors vann öruggan sigur á Washington Wizards. Geitungarnir frá Charlotte voru án nýliðans LaMelo Ball en það kom ekki að sök í nótt. Miles Bridges átti stórleik og skoraði 32 stig er Ernirnir frá Atlanta voru stungnir, lokatölur 130-127. Kelly Oubre Junior skoraði 28 stig fyrir Hornets en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins 18 stig eða meira. Hjá Hawks var John Collins stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka taka 12 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 á meðan Trae Young skorðaði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar. 28 for @KELLYOUBREJR.32 for @MilesBridges.The @hornets duo capped their big nights with respective clutch buckets late! pic.twitter.com/sfrQIRDnmy— NBA (@NBA) December 6, 2021 Houston Rockets vann 10 stiga sigur á New Orleans Pelicans, það þýðir að Pelicans er nú neðst í Vesturdeildinni. Liðið er enn án Zion Willamson og það gengur bókstaflega ekkert upp. Var þetta sjötti sigur Houston í röð. Eric Gordon og Christian Wood voru stigahæstir hjá Rockets með 23 stig hvor. Brandon Ingram gerði sitt besta hjá Pelicans en hann endaði með 40 stig. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. 23 apiece for Eric Gordon & Christian Wood power the @HoustonRockets to their 6th win in a row! @TheofficialEG10 x @Chriswood_5 pic.twitter.com/9Rb5eyJUJ4— NBA (@NBA) December 6, 2021 Slæmur fyrsti leikhluti varð Galdramönnunum frá Washington að falli en liðið skoraði aðeins 12 stig í fyrsta leikhluta gegn Toronto Raptors. Fór það svo að Toronto vann leikinn 102-90. Að lokum vann Utah Jazz nauman eins stigs sigur á Cleveland Cavaliers, lokatölur 109-108. Donovan Mitchell skoraði 35 stig í liði Utah og Rudy Gobert tók hvorki meira né minna en 20 fráköst. Hjá Cleveland var Darius Garland stigahæstur með 31 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Geitungarnir frá Charlotte voru án nýliðans LaMelo Ball en það kom ekki að sök í nótt. Miles Bridges átti stórleik og skoraði 32 stig er Ernirnir frá Atlanta voru stungnir, lokatölur 130-127. Kelly Oubre Junior skoraði 28 stig fyrir Hornets en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins 18 stig eða meira. Hjá Hawks var John Collins stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka taka 12 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 á meðan Trae Young skorðaði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar. 28 for @KELLYOUBREJR.32 for @MilesBridges.The @hornets duo capped their big nights with respective clutch buckets late! pic.twitter.com/sfrQIRDnmy— NBA (@NBA) December 6, 2021 Houston Rockets vann 10 stiga sigur á New Orleans Pelicans, það þýðir að Pelicans er nú neðst í Vesturdeildinni. Liðið er enn án Zion Willamson og það gengur bókstaflega ekkert upp. Var þetta sjötti sigur Houston í röð. Eric Gordon og Christian Wood voru stigahæstir hjá Rockets með 23 stig hvor. Brandon Ingram gerði sitt besta hjá Pelicans en hann endaði með 40 stig. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. 23 apiece for Eric Gordon & Christian Wood power the @HoustonRockets to their 6th win in a row! @TheofficialEG10 x @Chriswood_5 pic.twitter.com/9Rb5eyJUJ4— NBA (@NBA) December 6, 2021 Slæmur fyrsti leikhluti varð Galdramönnunum frá Washington að falli en liðið skoraði aðeins 12 stig í fyrsta leikhluta gegn Toronto Raptors. Fór það svo að Toronto vann leikinn 102-90. Að lokum vann Utah Jazz nauman eins stigs sigur á Cleveland Cavaliers, lokatölur 109-108. Donovan Mitchell skoraði 35 stig í liði Utah og Rudy Gobert tók hvorki meira né minna en 20 fráköst. Hjá Cleveland var Darius Garland stigahæstur með 31 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira