Sá eldri vann bræðraslag í NBA í nótt og pabbi í „I Told You So“ bol í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2021 07:31 Bræðurnir Lonzo Ball og LaMelo Ball þakka hvorum öðrum fyrir leikinn í nótt. AP/Paul Beaty Lonzo Ball ætlaði ekki að tapa aftur fyrir yngri bróður sínum LaMelo þegar þeir mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls liðið vann líka leikinn á móti Charlotte Hornets. Nikola Vucevic var besti maður vallarins þegar Chicago Bulls vann fjórtán stiga sigur á heimavelli á móti Charlotte Hornets, 133-119, en hann var með 30 stig og 14 fráköst. Fimm leikmenn Chicago liðsins skoruðu yfir tíu stig en DeMar DeRozan skoraði 28 stig og Zach LaVine var með 25 stig. 30 points6-6 from deep14 boards5 assists2 blocks@NikolaVucevic did it all in the @chicagobulls win pic.twitter.com/6yVxBoZBLU— NBA (@NBA) November 30, 2021 Þetta var auðvitað bræðraslagur milli Lonzo og LaMelo Ball og hann fékk að sjálfsögðu mikla athygli. LaMelo er sá yngri og hafði unnið síðasta leik þeirra og það var ofarlega í huga þeim eldri. Í stúkunni var faðir þeirra LaVar Ball í „I Told You So“ bol en hann hefur alltaf talað upp strákana sína. Þeir voru að dekka hvorn annan í leiknum og framan af leik fór kliður um áhorfendaskarann í hvert skipti sem þeir tókust á. Lonzo Ball endaði með sigurinn auk 16 stig og 8 stoðsendingar. LaMelo Ball tapaði en var með betri tölur eða 18 stig og 13 stoðsendingar. Lonzo and LaMelo dueled tonight in Chicago @MELOD1P: 18 PTS, 7 REB, 13 AST@ZO2_: 16 PTS (6-8 FGM) 8 AST, W pic.twitter.com/qURCE0GxQv— NBA (@NBA) November 30, 2021 „Ég spila til að vinna. Ég er auðvitað sá eldri þegar allt kemur til alls og ég verð að safna sigrunum á móti honum,“ sagði Lonzo Ball eftir leikinn. Bulls liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum og þurfti á þessum sigri að halda. „Við höfum verið að tala um NBA deildina síðan við vorum litlir strákar. Það er alltaf draumur að fá að spila á móti honum,“ sagði LaMelo Ball. „Við erum auðvitað bræður og elskum hvorn annan utan vallar. Inn á vellinum þá hef ég mitt starf sem ég þarf að skila og hann sitt,“ sagði Lonzo. Annar yngri bróðir var flottur þegar Seth Curry skoraði 24 stig þegar Philadelphia 76ers vann 101-96 sigur á Orlando Magic en Sixers menn voru þar nálægt því að tapa á móti einu lélegasta liði NBA-deildarinnar. Nikola Jokic snéri aftur í lið Denver Nuggets og var með 24 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar þegar liðið endaði sex leikja taphrinu með 120-111 útisigri á Miami Heat. Jokic hafði misst af síðustu fjórum leikjum en til að halda uppi bræðraþemanu má minnast á það að bræður hans voru báðir á góðum stað í stúkunni fyrir aftan bekk Denver liðsins. Jokic bræður hafa komið sér í fréttirnar með því að leggja til á samfélagsliðum að gera upp málin við Morris bræður út á bílastæði. JONAS VALANCIUNAS IS 7-7 FROM THREE.IT'S THE FIRST HALF.GET TO LEAGUE PASS NOW https://t.co/w2ntIgyLjw pic.twitter.com/Cb0NOojsIF— NBA (@NBA) November 30, 2021 Luka Doncic var með sína aðra þrennu hjá Dallas Mavericks á tímabilinu, 25 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, en þurfti engu að síður að sætta sig við 96-114 tap á heimavelli á móti Cleveland Cavaliers. Jarrett Allen og Lauri Markkanen náðu sínum bestu stigaleikjum á tímabilinu, Allen með 28 stig og 14 fráköst en Finninn með 24 sitg. Litháinn Domantas Sabonis var líka með þrennu í tapi en hann bauð up á 16 stig, 25 fráköst og 10 stoðsendingar þegar lið hans Indiana Pacers tapaði með tveimur stigum á móti Minnesota Timberwolves. D'Angelo Russell var með 21 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Úlfana. Karl-Anthony Towns skoraði 16 af 32 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og háloftafuglinn Anthony Edwards var með 21 stig. New career-high 35 points for Jonas Valanciunas!Early 4Q on League Pass: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/muw9vETYW0— NBA (@NBA) November 30, 2021 Jonas Valanciunas átti frábæran leik þegar New Orleans Pelicans vann 123-104 útisigur á Los Angeles Clippers. Litháíski miðherjinn hitti úr öllum sjö þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 39 stig og 15 fráköst. Þetta var aðeins fimmti sgiur Pelíkanana á tímabilinu. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Chicago Bulls - Charlotte Hornets 133-119 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 104-123 Philadelphia 76ers - Orlando Magic 101-96 Miami Heat - Denver Nuggets 111-120 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 102-89 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 100-98 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 96-114 San Antonio Spurs - Washington Wizards 116-99 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 129-107 Donovan Mitchell's 21 points in the 2nd half lift the @utahjazz to victory!@spidadmitchell: 30 PTS, 5 AST, 4 STL pic.twitter.com/ODCs8lPGyD— NBA (@NBA) November 30, 2021 NBA Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Nikola Vucevic var besti maður vallarins þegar Chicago Bulls vann fjórtán stiga sigur á heimavelli á móti Charlotte Hornets, 133-119, en hann var með 30 stig og 14 fráköst. Fimm leikmenn Chicago liðsins skoruðu yfir tíu stig en DeMar DeRozan skoraði 28 stig og Zach LaVine var með 25 stig. 30 points6-6 from deep14 boards5 assists2 blocks@NikolaVucevic did it all in the @chicagobulls win pic.twitter.com/6yVxBoZBLU— NBA (@NBA) November 30, 2021 Þetta var auðvitað bræðraslagur milli Lonzo og LaMelo Ball og hann fékk að sjálfsögðu mikla athygli. LaMelo er sá yngri og hafði unnið síðasta leik þeirra og það var ofarlega í huga þeim eldri. Í stúkunni var faðir þeirra LaVar Ball í „I Told You So“ bol en hann hefur alltaf talað upp strákana sína. Þeir voru að dekka hvorn annan í leiknum og framan af leik fór kliður um áhorfendaskarann í hvert skipti sem þeir tókust á. Lonzo Ball endaði með sigurinn auk 16 stig og 8 stoðsendingar. LaMelo Ball tapaði en var með betri tölur eða 18 stig og 13 stoðsendingar. Lonzo and LaMelo dueled tonight in Chicago @MELOD1P: 18 PTS, 7 REB, 13 AST@ZO2_: 16 PTS (6-8 FGM) 8 AST, W pic.twitter.com/qURCE0GxQv— NBA (@NBA) November 30, 2021 „Ég spila til að vinna. Ég er auðvitað sá eldri þegar allt kemur til alls og ég verð að safna sigrunum á móti honum,“ sagði Lonzo Ball eftir leikinn. Bulls liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum og þurfti á þessum sigri að halda. „Við höfum verið að tala um NBA deildina síðan við vorum litlir strákar. Það er alltaf draumur að fá að spila á móti honum,“ sagði LaMelo Ball. „Við erum auðvitað bræður og elskum hvorn annan utan vallar. Inn á vellinum þá hef ég mitt starf sem ég þarf að skila og hann sitt,“ sagði Lonzo. Annar yngri bróðir var flottur þegar Seth Curry skoraði 24 stig þegar Philadelphia 76ers vann 101-96 sigur á Orlando Magic en Sixers menn voru þar nálægt því að tapa á móti einu lélegasta liði NBA-deildarinnar. Nikola Jokic snéri aftur í lið Denver Nuggets og var með 24 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar þegar liðið endaði sex leikja taphrinu með 120-111 útisigri á Miami Heat. Jokic hafði misst af síðustu fjórum leikjum en til að halda uppi bræðraþemanu má minnast á það að bræður hans voru báðir á góðum stað í stúkunni fyrir aftan bekk Denver liðsins. Jokic bræður hafa komið sér í fréttirnar með því að leggja til á samfélagsliðum að gera upp málin við Morris bræður út á bílastæði. JONAS VALANCIUNAS IS 7-7 FROM THREE.IT'S THE FIRST HALF.GET TO LEAGUE PASS NOW https://t.co/w2ntIgyLjw pic.twitter.com/Cb0NOojsIF— NBA (@NBA) November 30, 2021 Luka Doncic var með sína aðra þrennu hjá Dallas Mavericks á tímabilinu, 25 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, en þurfti engu að síður að sætta sig við 96-114 tap á heimavelli á móti Cleveland Cavaliers. Jarrett Allen og Lauri Markkanen náðu sínum bestu stigaleikjum á tímabilinu, Allen með 28 stig og 14 fráköst en Finninn með 24 sitg. Litháinn Domantas Sabonis var líka með þrennu í tapi en hann bauð up á 16 stig, 25 fráköst og 10 stoðsendingar þegar lið hans Indiana Pacers tapaði með tveimur stigum á móti Minnesota Timberwolves. D'Angelo Russell var með 21 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Úlfana. Karl-Anthony Towns skoraði 16 af 32 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og háloftafuglinn Anthony Edwards var með 21 stig. New career-high 35 points for Jonas Valanciunas!Early 4Q on League Pass: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/muw9vETYW0— NBA (@NBA) November 30, 2021 Jonas Valanciunas átti frábæran leik þegar New Orleans Pelicans vann 123-104 útisigur á Los Angeles Clippers. Litháíski miðherjinn hitti úr öllum sjö þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 39 stig og 15 fráköst. Þetta var aðeins fimmti sgiur Pelíkanana á tímabilinu. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Chicago Bulls - Charlotte Hornets 133-119 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 104-123 Philadelphia 76ers - Orlando Magic 101-96 Miami Heat - Denver Nuggets 111-120 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 102-89 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 100-98 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 96-114 San Antonio Spurs - Washington Wizards 116-99 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 129-107 Donovan Mitchell's 21 points in the 2nd half lift the @utahjazz to victory!@spidadmitchell: 30 PTS, 5 AST, 4 STL pic.twitter.com/ODCs8lPGyD— NBA (@NBA) November 30, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Chicago Bulls - Charlotte Hornets 133-119 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 104-123 Philadelphia 76ers - Orlando Magic 101-96 Miami Heat - Denver Nuggets 111-120 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 102-89 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 100-98 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 96-114 San Antonio Spurs - Washington Wizards 116-99 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 129-107
NBA Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira