Sigurjón við hestaheilsu: „Gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 15:01 Sigurjón Friðbjörn Björnsson getur haldið áfram að leiðbeina leikmönnum Stjörnunnar strax á morgun eftir að hafa jafnað sig fljótt af yfirliðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það bara leið yfir mig. Læknarnir eru núna búnir að rannsaka mig í þaula og það er allt í standi,“ segir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta, sem endaði á sjúkrahúsi á föstudagskvöld eftir yfirlið. Það fór eflaust um marga sem á horfðu þegar Sigurjón hneig niður í miðjum leik Stjörnunnar og Fram í Garðabæ á föstudaginn. Læknar úr hópi áhorfenda hlupu yfir völlinn og hófu að hlú að þjálfaranum. „Það er gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu,“ segir Sigurjón léttur og nefnir að foreldrar Helenu Rutar Örvarsdóttur, sem skoraði átta mörk í leiknum, hafi verið meðal þeirra sem hlúðu að honum. „Maður fékk einherja fjóra lækna til að passa upp á mann og senda upp á spítala,“ bætir Sigurjón við. „Búið að taka mig í hvert einasta test“ Leikurinn, sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, stöðvaðist í nokkra stund en fljótt kom í ljós að Sigurjón hefði rankað við sér. Leikurinn var því kláraður en Sigurjón var fluttur á sjúkrahús. „Það var fínt að þetta skyldi gerast á íþróttahússparketinu en ekki á einhverjum steinflísum,“ segir Sigurjón við Vísi í dag. Hann kveðst hafa misst meðvitund í stutta stund en jafnað sig fljótt á sjúkrahúsinu. Allar rannsóknir hafi svo komið vel út og að ekki sjái neitt á honum. En hefur þetta komið fyrir áður hjá honum? „Nei. Svona hlutir gerast bara. Ég ætti að vera rólegastur yfir þessu af öllum. Það er búið að taka mig í hvert einasta test á jörðinni þannig að ég er góður,“ segir Sigurjón og kveðst mæta aftur til vinnu af fullum krafti á morgun. Stjarnan varð að sætta sig við naumt tap í leiknum, 26-25, og er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar. Næsti leikur er við meistara KA/Þórs 4. desember, að afloknu hléi vegna landsleikja. Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Það fór eflaust um marga sem á horfðu þegar Sigurjón hneig niður í miðjum leik Stjörnunnar og Fram í Garðabæ á föstudaginn. Læknar úr hópi áhorfenda hlupu yfir völlinn og hófu að hlú að þjálfaranum. „Það er gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu,“ segir Sigurjón léttur og nefnir að foreldrar Helenu Rutar Örvarsdóttur, sem skoraði átta mörk í leiknum, hafi verið meðal þeirra sem hlúðu að honum. „Maður fékk einherja fjóra lækna til að passa upp á mann og senda upp á spítala,“ bætir Sigurjón við. „Búið að taka mig í hvert einasta test“ Leikurinn, sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, stöðvaðist í nokkra stund en fljótt kom í ljós að Sigurjón hefði rankað við sér. Leikurinn var því kláraður en Sigurjón var fluttur á sjúkrahús. „Það var fínt að þetta skyldi gerast á íþróttahússparketinu en ekki á einhverjum steinflísum,“ segir Sigurjón við Vísi í dag. Hann kveðst hafa misst meðvitund í stutta stund en jafnað sig fljótt á sjúkrahúsinu. Allar rannsóknir hafi svo komið vel út og að ekki sjái neitt á honum. En hefur þetta komið fyrir áður hjá honum? „Nei. Svona hlutir gerast bara. Ég ætti að vera rólegastur yfir þessu af öllum. Það er búið að taka mig í hvert einasta test á jörðinni þannig að ég er góður,“ segir Sigurjón og kveðst mæta aftur til vinnu af fullum krafti á morgun. Stjarnan varð að sætta sig við naumt tap í leiknum, 26-25, og er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar. Næsti leikur er við meistara KA/Þórs 4. desember, að afloknu hléi vegna landsleikja.
Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06