Enn ein endurkoman hjá galdramönnunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. nóvember 2021 09:59 Deni Avdija hefur farið vel af stað með Washington Wizards þetta tímabilið EPA-EFE/SHAWN THEW Washington Wizards vann enn einn sigurinn í NBA deildinni í nótt en liðið hefur nú unnið ellefu leiki og tapað fimm og situr í öðru sæti í Austurdeildinni. Í Vesturdeildinni komust Utah Jazz upp í þriðja sætið með sigri á Sacramento Kings. Washington mætti liði Miami Heat sem hefur farið vel af stað í deildarkeppninni eftir komu nýrra leikmanna eins og Kyle Lowry og PJ Tucker. Það gekk þó brösulega fyrir Wizards að sækja sigurinn en Miami leiddi með 16 stigum þegar einungis um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá tók Washington til sinna ráða og vann frábæran sigur, 103-100. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington en Jimmy Butler 29 fyrir Miami. Utah Jazz bar sigurorð af Sacramento Kings sem fara enn eitt árið illa af stað í deildinni og sitja í tólfta sæti Vesturdeildarinnar en Utah í því þriðja. Eftir jafnan leik þá sigu leikmenn Utah framúr í lokin og unnu þægilegan sigur, 105-123. Donovan Mitchell skoraði 26 stig fyrir Utah en Richaun Holmes 22 fyrir Sacramento. Áhugavert atvik varð í leiknum þegar að liðsmenn Utah yfirgáfu bekkinn, en það var vegna þess að áhorfandi leiksins hafði kastað upp beint fyrir aftan þá. Huggulegt. Back-to-back W s pic.twitter.com/yA3eQVeDlr— Boston Celtics (@celtics) November 21, 2021 Þá vann Boston Celtics annað kvöldið í röð. Í þetta sinn var það lið Oklahoma City Thunder sem lá í valnum eftir hetjulega baráttu. Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston og Dennis Schröder skoraði 29. Hjá Oklahoma var það Luguentz Dort sem var atkvæðamestur með 16 stig. Boston situr í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Önnur úrslit næturinnar: New York Knicks 106-99 Houston Rockets Indiana Pacers 111-94 New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 115-105 Charlotte Hornets Milwaukee Bucks 117-108 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 138-95 Memphis Grizzlies Portland Trailblazers 118-111 Philadelphia 76ers NBA Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Washington mætti liði Miami Heat sem hefur farið vel af stað í deildarkeppninni eftir komu nýrra leikmanna eins og Kyle Lowry og PJ Tucker. Það gekk þó brösulega fyrir Wizards að sækja sigurinn en Miami leiddi með 16 stigum þegar einungis um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá tók Washington til sinna ráða og vann frábæran sigur, 103-100. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington en Jimmy Butler 29 fyrir Miami. Utah Jazz bar sigurorð af Sacramento Kings sem fara enn eitt árið illa af stað í deildinni og sitja í tólfta sæti Vesturdeildarinnar en Utah í því þriðja. Eftir jafnan leik þá sigu leikmenn Utah framúr í lokin og unnu þægilegan sigur, 105-123. Donovan Mitchell skoraði 26 stig fyrir Utah en Richaun Holmes 22 fyrir Sacramento. Áhugavert atvik varð í leiknum þegar að liðsmenn Utah yfirgáfu bekkinn, en það var vegna þess að áhorfandi leiksins hafði kastað upp beint fyrir aftan þá. Huggulegt. Back-to-back W s pic.twitter.com/yA3eQVeDlr— Boston Celtics (@celtics) November 21, 2021 Þá vann Boston Celtics annað kvöldið í röð. Í þetta sinn var það lið Oklahoma City Thunder sem lá í valnum eftir hetjulega baráttu. Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston og Dennis Schröder skoraði 29. Hjá Oklahoma var það Luguentz Dort sem var atkvæðamestur með 16 stig. Boston situr í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Önnur úrslit næturinnar: New York Knicks 106-99 Houston Rockets Indiana Pacers 111-94 New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 115-105 Charlotte Hornets Milwaukee Bucks 117-108 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 138-95 Memphis Grizzlies Portland Trailblazers 118-111 Philadelphia 76ers
NBA Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira