Snorri Steinn: „Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2021 21:42 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld.. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var nokkuð brattur eftir jafntefli liðsins gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld. „Ég er fyrst og fremst bara ánægður. Ég er stoltur af mínu liði þrátt fyrir að vera svekktur með að hafa ekki unnið leikinn. Við vorum komnir með aðstöðu til þess að klára það en við gerum það ekki. Við erum klaufalegir annan leikinn í röð en það breytir því ekki að ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir jafntefli í leik Vals gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í kvöld. Valur var með eins marks forystu og í sókn þegar rétt um 20 sekúndur voru til leiksloka. Snorri Steinn var tilbúinn að taka leikhlé en dró það á langinn og þegar að því kom að leikhlé var flautað á var búið að dæma boltann af Val. „Það sem var að fara í gegnum hausinn á mér var hvort ég ætti að taka leikhlé eða ekki. Ég hefði betur gert það. Og ég hefði kannski átt að sleppa því í síðasta leik. En svona er þetta stundum.“ Haukar voru með yfirhöndina stóran hluta leiks en Valur komst í fyrsta skipti yfir í síðari hálfleik þegar rúm mínúta var eftir að leiktímanum. „Undir lokin fórum við í tvær varnarskiptingar. Settum Alexander Örn í tvistinn og þá þéttumst við aðeins varnarlega. En það er alveg rétt, Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum.“ „Við töluðum um það fyrir leik að þetta gæti orðið smá eltingarleikur hjá okkur. En við vildum ekki missa þá langt fram úr okkur. Við þurftum að halda þessu í leik. Við vildum að þegar það væru tíu mínútur eftir að þetta væri ennþá 50/50. Og það var í raun lykillinn að þessu. Þannig færðum við pressuna aðeins yfir á þá. Og mér fannst við gera það mjög vel. Mér fannst við halda áfram.“ „Við héldum nokkuð fast í okkar concept þrátt fyrir að einhverjir hlutir gengu ekki vel, eins og til dæmis sjö á sex. Miðað við skakkaföllin hjá mínu liði þá get ég ekki kvartað yfir einu stigi hér. Að mínu mati var dómgæslan ekki okkur í hag.“ Valur á leik við Aftureldningu næstkomandi mánudag og er sá leikur úr 9. umferð deildarinnar. „Það er leikur hjá okkur á mánudaginn og við þurfum að fókusera á það. Við fáum Einar Þorstein til baka þá. Það væri best ef það væri frekar langt í næsta leik því þá gæti ég safnað saman aðeins meiri mannskap. En samt sem áður erum við að gera vel. Við erum að ná í stig þrátt fyrir skakkaföll og næst er það bara leikur á mánudaginn á móti góðu liði Aftureldingar.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst bara ánægður. Ég er stoltur af mínu liði þrátt fyrir að vera svekktur með að hafa ekki unnið leikinn. Við vorum komnir með aðstöðu til þess að klára það en við gerum það ekki. Við erum klaufalegir annan leikinn í röð en það breytir því ekki að ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir jafntefli í leik Vals gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í kvöld. Valur var með eins marks forystu og í sókn þegar rétt um 20 sekúndur voru til leiksloka. Snorri Steinn var tilbúinn að taka leikhlé en dró það á langinn og þegar að því kom að leikhlé var flautað á var búið að dæma boltann af Val. „Það sem var að fara í gegnum hausinn á mér var hvort ég ætti að taka leikhlé eða ekki. Ég hefði betur gert það. Og ég hefði kannski átt að sleppa því í síðasta leik. En svona er þetta stundum.“ Haukar voru með yfirhöndina stóran hluta leiks en Valur komst í fyrsta skipti yfir í síðari hálfleik þegar rúm mínúta var eftir að leiktímanum. „Undir lokin fórum við í tvær varnarskiptingar. Settum Alexander Örn í tvistinn og þá þéttumst við aðeins varnarlega. En það er alveg rétt, Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum.“ „Við töluðum um það fyrir leik að þetta gæti orðið smá eltingarleikur hjá okkur. En við vildum ekki missa þá langt fram úr okkur. Við þurftum að halda þessu í leik. Við vildum að þegar það væru tíu mínútur eftir að þetta væri ennþá 50/50. Og það var í raun lykillinn að þessu. Þannig færðum við pressuna aðeins yfir á þá. Og mér fannst við gera það mjög vel. Mér fannst við halda áfram.“ „Við héldum nokkuð fast í okkar concept þrátt fyrir að einhverjir hlutir gengu ekki vel, eins og til dæmis sjö á sex. Miðað við skakkaföllin hjá mínu liði þá get ég ekki kvartað yfir einu stigi hér. Að mínu mati var dómgæslan ekki okkur í hag.“ Valur á leik við Aftureldningu næstkomandi mánudag og er sá leikur úr 9. umferð deildarinnar. „Það er leikur hjá okkur á mánudaginn og við þurfum að fókusera á það. Við fáum Einar Þorstein til baka þá. Það væri best ef það væri frekar langt í næsta leik því þá gæti ég safnað saman aðeins meiri mannskap. En samt sem áður erum við að gera vel. Við erum að ná í stig þrátt fyrir skakkaföll og næst er það bara leikur á mánudaginn á móti góðu liði Aftureldingar.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06