Helgi Már Magnússon: Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 22:43 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR-inga, va eðlilega kampakátur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. Helgi Már, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn í leikslok. Helgi talar oft um að leikurinn snúist um fráköst en í leiknum í kvöld voru það Stjörnumenn sem sigruðu þann þátt og tóku 26 sóknarfráköst. Auk þess tapaði KR-liðið fleiri boltum en Stjarnan. Helgi segist ekki alveg skilja hvernig liðið fór að því að vinna leikinn. „Tóku þeir þrjátíu sóknarfráköst?“ spurði Helgi en hélt svo áfram „ég bara hreinlega veit það ekki alveg (hvernig KR tókst að vinna leikinn). Allt í einu vorum við komnir inn í leikinn aftur. Mér fannst við vera að missa þetta, þeir voru alltaf á ná sóknarfráköstum á eftir sóknarfráköstum. Svo náðum við að hanga í leiknum og það er oft þannig að ef maður nær að hanga í leiknum, komast yfir erfiðasta hjallann og eitt skot dettur þá komumst við í gírinn. Shawn var risastór hlekkur hérna fyrir okkur í lokin. Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur. Adama er meiddur, Dani er meiddur og við erum bara fámennir. Bara risa sigur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.“ Spyrill minnist á KR-hjartað, ef það er til þá hlítur þessi sigur að endurspegla það. „Við eigum að loka leikjum. Svona erfiðum leikjum hérna heima fyrir á að loka þegar þeir eru svona jafnir og ég er mjög stoltur af þeim og gríðarlega sáttur. Eins með Veigar líka. Hann var að ströggla þarna í þriðja leikhluta, kemur svo inná, spilar fanta vörn og skorar hérna mikilvæga körfu. Eins og ég segi, ég er ánægður með þessa drengi,“ sagði Helgi Már. Þórir Guðmundur leiddi KR-liðið áfram þegar erfiðast var í leiknum í kvöld, skoraði í heildina 28 stig, tók 15 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hann hefur stigið vel upp og er orðinn leiðtogi í liðinu að mati Helga. „Algjörlega (orðinn leiðtogi í liðinu) og er bara búinn að spila frábærlega vel allt tímabilið. Það var smá ‚turnover‘ vesen á honum í fyrstu tveimur leikjunum en hann er búinn að stilla sig af og er bara að stimpla sig inn sem einn að betri leikmönnum deildarinnar,“ sagði Helgi um Þórir eða ‚Tóta Túrbó‘ eins og hann er kallaður á Meistaravöllum. KR snéri sem fyrr segir leiknum aftur sér í vil undir lokin og Helgi getur ekki annað en notið starfsins þegar vel gengur. „Það er aðeins léttara yfir mér en ef þetta hefði farið á hinn veginn. Jú það er gaman, þjálfarastarfið gefur manni mikið,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Helgi talar oft um að leikurinn snúist um fráköst en í leiknum í kvöld voru það Stjörnumenn sem sigruðu þann þátt og tóku 26 sóknarfráköst. Auk þess tapaði KR-liðið fleiri boltum en Stjarnan. Helgi segist ekki alveg skilja hvernig liðið fór að því að vinna leikinn. „Tóku þeir þrjátíu sóknarfráköst?“ spurði Helgi en hélt svo áfram „ég bara hreinlega veit það ekki alveg (hvernig KR tókst að vinna leikinn). Allt í einu vorum við komnir inn í leikinn aftur. Mér fannst við vera að missa þetta, þeir voru alltaf á ná sóknarfráköstum á eftir sóknarfráköstum. Svo náðum við að hanga í leiknum og það er oft þannig að ef maður nær að hanga í leiknum, komast yfir erfiðasta hjallann og eitt skot dettur þá komumst við í gírinn. Shawn var risastór hlekkur hérna fyrir okkur í lokin. Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur. Adama er meiddur, Dani er meiddur og við erum bara fámennir. Bara risa sigur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.“ Spyrill minnist á KR-hjartað, ef það er til þá hlítur þessi sigur að endurspegla það. „Við eigum að loka leikjum. Svona erfiðum leikjum hérna heima fyrir á að loka þegar þeir eru svona jafnir og ég er mjög stoltur af þeim og gríðarlega sáttur. Eins með Veigar líka. Hann var að ströggla þarna í þriðja leikhluta, kemur svo inná, spilar fanta vörn og skorar hérna mikilvæga körfu. Eins og ég segi, ég er ánægður með þessa drengi,“ sagði Helgi Már. Þórir Guðmundur leiddi KR-liðið áfram þegar erfiðast var í leiknum í kvöld, skoraði í heildina 28 stig, tók 15 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hann hefur stigið vel upp og er orðinn leiðtogi í liðinu að mati Helga. „Algjörlega (orðinn leiðtogi í liðinu) og er bara búinn að spila frábærlega vel allt tímabilið. Það var smá ‚turnover‘ vesen á honum í fyrstu tveimur leikjunum en hann er búinn að stilla sig af og er bara að stimpla sig inn sem einn að betri leikmönnum deildarinnar,“ sagði Helgi um Þórir eða ‚Tóta Túrbó‘ eins og hann er kallaður á Meistaravöllum. KR snéri sem fyrr segir leiknum aftur sér í vil undir lokin og Helgi getur ekki annað en notið starfsins þegar vel gengur. „Það er aðeins léttara yfir mér en ef þetta hefði farið á hinn veginn. Jú það er gaman, þjálfarastarfið gefur manni mikið,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18