Xavi ætlar að hrista upp í leikmannahópnum | Pique, Alba, Roberto og Busquets á útleið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2021 22:01 Xavi virðist hvorki ætla að nota Busquets og Piqué. Pedro Salado/Getty Images Svo virðist sem nýr þjálfari Barcelona ætli sér að taka til hendinni og losa sig við suma af sínum reynslumestu leikmönnum. Hinn 41 árs gamli Xavi var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. Xavi er goðsögn hjá félaginu og er nú snúinn aftur „heim“ eftir sex ár hjá Al Sadd í Katar, fjögur sem leikmaður og tvö sem þjálfari. Þó svo að franski vængmaðurinn Ousmane Dembélé hafi fengið mikið hrós frá verðandi þjálfara sínum í dag virðist sem enginn leikmaður muni eiga öruggt sæti í leikmannahóp Börsunga. Xavi quickly laying out his cards on Dembele. Urges Laporta to renew his contract and says, if coached well, he will be one of the best in the world in his position. 'Un crack mundial'— Samuel Marsden (@samuelmarsden) November 8, 2021 Samkvæmt frétt El Nacional þá stefnir Xavi á að leyfa fjórum af reynslumestu leikmönnum liðsins að hverfa á braut í sumar. Um er að ræða miðvörðinn Gerard Piqué, vinstri bakvörðinn Jordi Alba, hægri bakvörðinn Sergi Roberto og miðjumanninn Sergio Busquets. Það gæti þó reynst þrautin þyngri en samningur hins 34 ára gamla Pique rennur ekki út fyrr en sumarið 2024. Sömu sögu er að segja af hinum 32 ára gamla Alba á meðan samningur hins 33 ára gamla Busquets rennur út sumarið 2023. Hinn 29 ára gamli Roberto verður hins vegar samningslaus næsta sumar. Ef marka má þessar fréttir er ljóst að Xavi vill yngri leikmenn þar sem hann vill spila af miklum ákafa frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Meira um leikstíl Xavi má lesa í viðtali Bjarka Má Ólafssonar við Sky Sports er ljóst var að Xavi yrði nýr þjálfari Börsunga. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Xavi var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. Xavi er goðsögn hjá félaginu og er nú snúinn aftur „heim“ eftir sex ár hjá Al Sadd í Katar, fjögur sem leikmaður og tvö sem þjálfari. Þó svo að franski vængmaðurinn Ousmane Dembélé hafi fengið mikið hrós frá verðandi þjálfara sínum í dag virðist sem enginn leikmaður muni eiga öruggt sæti í leikmannahóp Börsunga. Xavi quickly laying out his cards on Dembele. Urges Laporta to renew his contract and says, if coached well, he will be one of the best in the world in his position. 'Un crack mundial'— Samuel Marsden (@samuelmarsden) November 8, 2021 Samkvæmt frétt El Nacional þá stefnir Xavi á að leyfa fjórum af reynslumestu leikmönnum liðsins að hverfa á braut í sumar. Um er að ræða miðvörðinn Gerard Piqué, vinstri bakvörðinn Jordi Alba, hægri bakvörðinn Sergi Roberto og miðjumanninn Sergio Busquets. Það gæti þó reynst þrautin þyngri en samningur hins 34 ára gamla Pique rennur ekki út fyrr en sumarið 2024. Sömu sögu er að segja af hinum 32 ára gamla Alba á meðan samningur hins 33 ára gamla Busquets rennur út sumarið 2023. Hinn 29 ára gamli Roberto verður hins vegar samningslaus næsta sumar. Ef marka má þessar fréttir er ljóst að Xavi vill yngri leikmenn þar sem hann vill spila af miklum ákafa frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Meira um leikstíl Xavi má lesa í viðtali Bjarka Má Ólafssonar við Sky Sports er ljóst var að Xavi yrði nýr þjálfari Börsunga.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira