Finnur Freyr: Öll ferðalög byrja á einu skrefi Árni Jóhannsson skrifar 28. október 2021 22:21 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, gat leyft sér að brosa eftir að hans menn náðu að bera sigurorð af Vestra 74-67 í fjórðu umferð Subway deildarinnar í körfubolta á heimavelli fyrr í kvöld. Leikurinn varð spennandi en það var vegna þess að bæði lið áttu í miklum erfiðleikum með að skora á löngum köflum eins og stigaskorið ber með sér. Blaðamaður flækti ekki hlutina heldur spurði fyrst Finn hvar leikurinn hafi unnist í kvöld. Finnur flækti hlutina heldur ekki í svari sínu. „Það var bara eitt gott stopp hérna í lokin og á nokkrum góðum körfum.“ Finnur sagði eftir leik við Njarðvíkinga að hans menn þyrftu að bregðast betur við mótlæti þegar það gerir vart við sig og var því spurður að því hvort hann hafi séð það frá þeim í kvöld. Mótlætið gerði nokkrum sinnum vart við sig nefnilega. „Já mér fannst við gera það betur allan tímann. Takturinn kom og fór samt sem áður en mér fannst við allan leikinn vera að skapa fín skot en þetta verður náttúrlega alltaf erfiðara og erfiðara þegar skotin detta ekki.“ Í kjölfarið var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað við sína menn eða hvort þeir þyrftu sjálfir að finna taktinn hjá sér til að hlutirnir færu að ganga betur. „Ég treysti þessum gæjum 100%. Það er ferli í gangi sem við erum að vinna í og við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera og eigum langt í land en öll ferðalög byrja á einu skrefi, við erum búin að taka nokkur og þurfum að halda áfram að taka stór skref áfram. Við þurfum að vera þolinmóðir og treysta því sem við erum að gera og treysta hvorum öðrum.“ „Sigur er sigur og þeir eru dýrmætir í þessari deild. Nú er bara að koma bikarleikur á móti sterku liði Blika og við þurfum að vera klárir í það.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 74-67 | Nýliðarnir reyndust Valsmönnum erfiðir Valur tók á móti nýliðum Vestra í Subway-deild karla að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn áttu erfitt með að hrista nýliðana af sér, en unnu að lokum góðan sjö stiga sigur, 74-67. 28. október 2021 21:51 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Blaðamaður flækti ekki hlutina heldur spurði fyrst Finn hvar leikurinn hafi unnist í kvöld. Finnur flækti hlutina heldur ekki í svari sínu. „Það var bara eitt gott stopp hérna í lokin og á nokkrum góðum körfum.“ Finnur sagði eftir leik við Njarðvíkinga að hans menn þyrftu að bregðast betur við mótlæti þegar það gerir vart við sig og var því spurður að því hvort hann hafi séð það frá þeim í kvöld. Mótlætið gerði nokkrum sinnum vart við sig nefnilega. „Já mér fannst við gera það betur allan tímann. Takturinn kom og fór samt sem áður en mér fannst við allan leikinn vera að skapa fín skot en þetta verður náttúrlega alltaf erfiðara og erfiðara þegar skotin detta ekki.“ Í kjölfarið var Finnur spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað við sína menn eða hvort þeir þyrftu sjálfir að finna taktinn hjá sér til að hlutirnir færu að ganga betur. „Ég treysti þessum gæjum 100%. Það er ferli í gangi sem við erum að vinna í og við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera og eigum langt í land en öll ferðalög byrja á einu skrefi, við erum búin að taka nokkur og þurfum að halda áfram að taka stór skref áfram. Við þurfum að vera þolinmóðir og treysta því sem við erum að gera og treysta hvorum öðrum.“ „Sigur er sigur og þeir eru dýrmætir í þessari deild. Nú er bara að koma bikarleikur á móti sterku liði Blika og við þurfum að vera klárir í það.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 74-67 | Nýliðarnir reyndust Valsmönnum erfiðir Valur tók á móti nýliðum Vestra í Subway-deild karla að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn áttu erfitt með að hrista nýliðana af sér, en unnu að lokum góðan sjö stiga sigur, 74-67. 28. október 2021 21:51 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Leik lokið: Valur - Vestri 74-67 | Nýliðarnir reyndust Valsmönnum erfiðir Valur tók á móti nýliðum Vestra í Subway-deild karla að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn áttu erfitt með að hrista nýliðana af sér, en unnu að lokum góðan sjö stiga sigur, 74-67. 28. október 2021 21:51