Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Breiðablik 120-117 | Stólarnir unnu þriðja leikinn í röð í háspennuleik Ísak Óli Traustason skrifar 21. október 2021 23:10 Tindastóll hefur farið vel af stað í Subway-deild karla. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll vann sinn þriðja leik í röð í Subway-deildinni þegar þeir mættu Breiðablik í Síkinu á Sauðárkróki í æsispennandi leik. Ekki vantaði stigin á töfluna, en lokatölur urðu 120-117, Tindastól í vil. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og staðan eftir fyrsta leikhluta var 33-31 heimamönnum í vil. Það var mjög mikill hraði í leiknum í upphafi og voru liðin að skiptast á að setja þriggja stiga skot ofan í. Árni Elmar kom af bekknum og setti 3 í röð fyrir gestina en Viðar mátaði Árna með því að setja líka 3 í röð. Skotsýningin hélt áfram í öðrum leikhluta og náðu heimamenn að skapa góða forustu þegar að flautað var til hálfleiks, staðan 75-54 og 14 heppnuð þriggja stiga skot hjá Tindastól. Já 75 stig í fyrri hálfleik. Það hægðist aðeins á leiknum í þriðja leikhluta og komu Blikarnir virikilega sterkir inn í seinni hálfleikinn, þegar að leikhlutanum lauk var staðan 91-82. Sinisa Bilic og Danero Thomas voru að spila vel en stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna hjá gestunum þar sem 7 leikmenn skora 10 stig eða meira í leiknum. Samuel Prescott Jr. setti niður tvö þriggja stiga skot í röð í fjórða leikhluta og kom gestunum nær. En alltaf náðu heimamenn að svara með Sigtrygg Arnar og Taiwo Badmus fremsta í flokki á þessum tímapunkti. Blikarnir sýndu góðan karakter og komu alltaf til baka. Danero Thomas átti gott þriggja stiga skot sem var mjög nálgæt því að fara ofan í til þess að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og leikurinn kláraðist á vítalínunni þar sem að heimamenn settu sín víti ofan í, fyrir utan eitt klikk hjá Javon Bess sem hafði hægt um sig sóknarlega í leiknum. Af hverju vann Tindastóll? Þeir leiddu leikinn með 21 í stigi í hálfleik og það hefur eflaust tekið mikla orku úr gestunum að elta allan seinni hálfleikinn. Tindastóll var að láta boltann ganga vel á milli manna og liðið endar leikinn með 29 stoðsendingar, þar voru Pétur Rúnar og Thomas Massamba fremstir í flokki með 7 stoðsendingar hvor. Tindastóll stal 17 boltum í leiknum og skora 25 stig eftir tapaða bolta hjá Breiðablik. Hverjir stóðu upp úr? Pétur Rúnar Birgisson og Taiwo Badmus stóðu upp úr hjá heimamönnum. Pétur Rúnar kemur af bekknum og skilar 26 stigum, 2 fráköstum, 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum, Taiwo endar leikinn með 23 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Thomas Massamba var einnig að spila glimrandi vel og stýrði sigrinum í hús fyrir rest. Danero Thomas var stigahæstur gestana með 21 stig, 7 fráköst og 4 stolna bolta. Everage Lee Richardson var að fylla tölfræðiblaðið en hann endar leikinn með 20 stig, 13 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Árni Elmar kom öflugur inn af bekknum og setti 5 þriggja stiga skot ofan í. Hvað gekk illa? Það má með sanni segja að varnarleikurinn hafi gengið brösulega hér í kvöld. Bæði lið fengu galopin skot trekk í leiknum. Blikarnir tapa 22 boltum í leiknum sem verður að teljast of mikið. Hvað gerist næst? Tindastóll fær Grindavík í heimsókn á meðan að Breiðblik spilar við Keflavík í Smáranum. „Með smá heppni hefðum við geta verið búnir að vinna þrjá leiki“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, segir að sínir menn hefðu getað stolið sigrinum í lokin.Vísir/Daníel Þór „Við vorum svekktir að vinna þetta ekki í lokin,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik. „Ég held að tempóið hafi haldist ágætlega en við vorum að spila betri vörn í seinni hálfleik.“ „Við vorum með ákveðna varnartaktík í byrjun sem að klárlega gekk ekki upp. Þeir skora á okkur 75 stig í hálfleik og við ákváðum að breyta því í hálfleik og niðurstaðan var sú að við hefðum getað unnið þetta hérna í lokin.“ „Við erum að reyna að hlaupa hratt og hlaupa mikið og spila hraðan leik. Ég verð að hafa leikmenn á bekknum sem eru tilbúnir til þess að aðstoða í því, þannig að þeir eiga að standa sig vel,“ sagði Pétur þegar að hann var spurður um framlagði af bekknum og bætir við að ,,það er planið, ef að það er einn að skora öll stigin þá þarf ekki nema einn góðan Subway-deild karla Breiðablik Tindastóll
Tindastóll vann sinn þriðja leik í röð í Subway-deildinni þegar þeir mættu Breiðablik í Síkinu á Sauðárkróki í æsispennandi leik. Ekki vantaði stigin á töfluna, en lokatölur urðu 120-117, Tindastól í vil. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og staðan eftir fyrsta leikhluta var 33-31 heimamönnum í vil. Það var mjög mikill hraði í leiknum í upphafi og voru liðin að skiptast á að setja þriggja stiga skot ofan í. Árni Elmar kom af bekknum og setti 3 í röð fyrir gestina en Viðar mátaði Árna með því að setja líka 3 í röð. Skotsýningin hélt áfram í öðrum leikhluta og náðu heimamenn að skapa góða forustu þegar að flautað var til hálfleiks, staðan 75-54 og 14 heppnuð þriggja stiga skot hjá Tindastól. Já 75 stig í fyrri hálfleik. Það hægðist aðeins á leiknum í þriðja leikhluta og komu Blikarnir virikilega sterkir inn í seinni hálfleikinn, þegar að leikhlutanum lauk var staðan 91-82. Sinisa Bilic og Danero Thomas voru að spila vel en stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna hjá gestunum þar sem 7 leikmenn skora 10 stig eða meira í leiknum. Samuel Prescott Jr. setti niður tvö þriggja stiga skot í röð í fjórða leikhluta og kom gestunum nær. En alltaf náðu heimamenn að svara með Sigtrygg Arnar og Taiwo Badmus fremsta í flokki á þessum tímapunkti. Blikarnir sýndu góðan karakter og komu alltaf til baka. Danero Thomas átti gott þriggja stiga skot sem var mjög nálgæt því að fara ofan í til þess að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og leikurinn kláraðist á vítalínunni þar sem að heimamenn settu sín víti ofan í, fyrir utan eitt klikk hjá Javon Bess sem hafði hægt um sig sóknarlega í leiknum. Af hverju vann Tindastóll? Þeir leiddu leikinn með 21 í stigi í hálfleik og það hefur eflaust tekið mikla orku úr gestunum að elta allan seinni hálfleikinn. Tindastóll var að láta boltann ganga vel á milli manna og liðið endar leikinn með 29 stoðsendingar, þar voru Pétur Rúnar og Thomas Massamba fremstir í flokki með 7 stoðsendingar hvor. Tindastóll stal 17 boltum í leiknum og skora 25 stig eftir tapaða bolta hjá Breiðablik. Hverjir stóðu upp úr? Pétur Rúnar Birgisson og Taiwo Badmus stóðu upp úr hjá heimamönnum. Pétur Rúnar kemur af bekknum og skilar 26 stigum, 2 fráköstum, 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum, Taiwo endar leikinn með 23 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Thomas Massamba var einnig að spila glimrandi vel og stýrði sigrinum í hús fyrir rest. Danero Thomas var stigahæstur gestana með 21 stig, 7 fráköst og 4 stolna bolta. Everage Lee Richardson var að fylla tölfræðiblaðið en hann endar leikinn með 20 stig, 13 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Árni Elmar kom öflugur inn af bekknum og setti 5 þriggja stiga skot ofan í. Hvað gekk illa? Það má með sanni segja að varnarleikurinn hafi gengið brösulega hér í kvöld. Bæði lið fengu galopin skot trekk í leiknum. Blikarnir tapa 22 boltum í leiknum sem verður að teljast of mikið. Hvað gerist næst? Tindastóll fær Grindavík í heimsókn á meðan að Breiðblik spilar við Keflavík í Smáranum. „Með smá heppni hefðum við geta verið búnir að vinna þrjá leiki“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, segir að sínir menn hefðu getað stolið sigrinum í lokin.Vísir/Daníel Þór „Við vorum svekktir að vinna þetta ekki í lokin,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik. „Ég held að tempóið hafi haldist ágætlega en við vorum að spila betri vörn í seinni hálfleik.“ „Við vorum með ákveðna varnartaktík í byrjun sem að klárlega gekk ekki upp. Þeir skora á okkur 75 stig í hálfleik og við ákváðum að breyta því í hálfleik og niðurstaðan var sú að við hefðum getað unnið þetta hérna í lokin.“ „Við erum að reyna að hlaupa hratt og hlaupa mikið og spila hraðan leik. Ég verð að hafa leikmenn á bekknum sem eru tilbúnir til þess að aðstoða í því, þannig að þeir eiga að standa sig vel,“ sagði Pétur þegar að hann var spurður um framlagði af bekknum og bætir við að ,,það er planið, ef að það er einn að skora öll stigin þá þarf ekki nema einn góðan