Hoppaði upp á gamlan liðsfélaga í stríðni en fékk rauða spjaldið að launum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 10:30 Luiz Felipe hoppar upp á axlir Joaquin Correa eftir að lokaflautið gall. Hann hefði betur sleppt því. Getty/Matteo Ciambelli Leikurinn er ekki búinn fyrr en það er flautað af en þá er samt ennþá tími til að fá rauða spjaldið. Því kynntist Lazio maðurinn Luiz Felipe á eigin skinni í Seríu A deildinni í fótbolta um helgina. Brasilíski miðvörðurinn fékk þá rauða spjaldið eftir lokaflautið í sigurleik Lazio á móti Internazionale. Það var engin ástæða til að skapa vandræði enda hans lið nýbúinn að landa flottum sigri en stundum taka menn upp á ótrúlegustu hlutum eins og sást í þessu tilfelli. Lazio s Luiz Felipe jumped on his friend and former team-mate Joaquin Correa after Lazio beat Inter 3-1 yesterday.It started a brawl, Felipe was shown a red card, and left the field in tears. pic.twitter.com/XvXKXgnhhr— B/R Football (@brfootball) October 17, 2021 Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir Luiz Felipe og Joaquín Correa liðsfélagar hjá Lazio og að auki góðir vinir. Í ágúst fór Correa á láni til Inter. Það gekk vel hjá Correa og félögum í byrjun því þeir komust 1-0 yfir. Lazio tryggði sér hins vegar sigurinn með þremur mörkum frá þeim Ciro Immobile, Felipe Anderson og Sergej Milinkovic-Savic. Eftir að leiknum lauk þá ætlaði Luiz Felipe greinilega að stríða aðeins gamla liðsfélaganum með því að hoppa upp á axlir hans eins og að þær væru enn samherjar. Correa tók þessu illa og dómarinn enn verr því hann sýndi Luiz Felipe rauða spjaldið. Luiz Felipe reyndi að útskýra hegðun sína eftir leikinn. Joaquin Correa left Lazio to join Inter Milan on loan in the summer.Inter lost 3-1 to Lazio on Saturday and this is how his former teammate Luiz Felipe celebrated.It got him sent off pic.twitter.com/yxYi8q2vzF— ESPN FC (@ESPNFC) October 17, 2021 „Í lok leiksins þá hoppaði ég upp á axlir Tucu því hann er einn af bestu vinunum sem fótboltinn hefur gefið mér. Fjölskyldur okkar eru vinir og við höfum alltaf verið mjög nánir. Ég vildi faðma hann og grínast með úrslitin eins og vinskapur okkar leyfði. Ég varð bara of æstur,“ skrifaði Luiz Felipe á Instagram. „Eftir á að hyggja var þetta hvorki besti tíminn né rétti staðurinn til slíks. Ég vil biðja alla afsökunar sem ég móðgaði með þessu háttalagi mínu en ég ætlaði aldrei að sína neinum vanvirðingu, ekki honum, ekki öðrum leikmönnum, ekki Internazionale og ekki þeirra ástríðufullu stuðningsmönnum. Þetta var saklaust grín hjá manni sem þykir mjög vænt um Tucu,“ skrifaði Luiz Felipe. Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Brasilíski miðvörðurinn fékk þá rauða spjaldið eftir lokaflautið í sigurleik Lazio á móti Internazionale. Það var engin ástæða til að skapa vandræði enda hans lið nýbúinn að landa flottum sigri en stundum taka menn upp á ótrúlegustu hlutum eins og sást í þessu tilfelli. Lazio s Luiz Felipe jumped on his friend and former team-mate Joaquin Correa after Lazio beat Inter 3-1 yesterday.It started a brawl, Felipe was shown a red card, and left the field in tears. pic.twitter.com/XvXKXgnhhr— B/R Football (@brfootball) October 17, 2021 Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir Luiz Felipe og Joaquín Correa liðsfélagar hjá Lazio og að auki góðir vinir. Í ágúst fór Correa á láni til Inter. Það gekk vel hjá Correa og félögum í byrjun því þeir komust 1-0 yfir. Lazio tryggði sér hins vegar sigurinn með þremur mörkum frá þeim Ciro Immobile, Felipe Anderson og Sergej Milinkovic-Savic. Eftir að leiknum lauk þá ætlaði Luiz Felipe greinilega að stríða aðeins gamla liðsfélaganum með því að hoppa upp á axlir hans eins og að þær væru enn samherjar. Correa tók þessu illa og dómarinn enn verr því hann sýndi Luiz Felipe rauða spjaldið. Luiz Felipe reyndi að útskýra hegðun sína eftir leikinn. Joaquin Correa left Lazio to join Inter Milan on loan in the summer.Inter lost 3-1 to Lazio on Saturday and this is how his former teammate Luiz Felipe celebrated.It got him sent off pic.twitter.com/yxYi8q2vzF— ESPN FC (@ESPNFC) October 17, 2021 „Í lok leiksins þá hoppaði ég upp á axlir Tucu því hann er einn af bestu vinunum sem fótboltinn hefur gefið mér. Fjölskyldur okkar eru vinir og við höfum alltaf verið mjög nánir. Ég vildi faðma hann og grínast með úrslitin eins og vinskapur okkar leyfði. Ég varð bara of æstur,“ skrifaði Luiz Felipe á Instagram. „Eftir á að hyggja var þetta hvorki besti tíminn né rétti staðurinn til slíks. Ég vil biðja alla afsökunar sem ég móðgaði með þessu háttalagi mínu en ég ætlaði aldrei að sína neinum vanvirðingu, ekki honum, ekki öðrum leikmönnum, ekki Internazionale og ekki þeirra ástríðufullu stuðningsmönnum. Þetta var saklaust grín hjá manni sem þykir mjög vænt um Tucu,“ skrifaði Luiz Felipe.
Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira