Chicago borg á körfuboltameistara á nýjan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 11:01 Candace Parker hleypur með boltann eftir lokaflautið og lið hennar Chicago Sky var orðið WNBA meistari. Getty/Stacy Revere Chicago hefur ekki eignast bandaríska meistara í körfuboltanum síðan að Michael Jordan yfirgaf Chicago Bulls í lok síðustu aldar. Það breyttist í nótt. Candace Parker ólst upp sem mikill aðdáandi Jordan og Bulls liðsins og snéri aftur „heim“ og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Chicago Sky liðið tryggði sér WNBA titilinn í gær, þann fyrsta í sögu félagsins, með sex stiga sigri í fjórða leiknum á móti Phoenix Mercury, 80-74. Sky vann einvígið 3-1. CHAMPIONS For the first time in franchise history, the @chicagosky are #WNBA champs!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/XxHAGlnW4D— WNBA (@WNBA) October 17, 2021 Phoenix Mercury var ellefu stigum yfir um tíma í leiknum og það leit út fyrir að Phoenix konur ætluðu að tryggja sér annan leik. Sky liðið var á öðru máli, vann síðustu fimm mínútur leiksins 15-2 og tryggði sér titilinn. Sky liðið vann bara helminginn af deildarleikjum sínum og var langt frá því að vera sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni. Liðið endaði í sjötta sæti í deildinni og hefur lið svo neðarlega í deildinni aldrei orðið áður WNBA meistari. Í úrslitakeppninni small allt saman og liðið sló bæði Dallas Wings og Minnesota Lynx þar sem spilaður var bara einn leikur og vann síðan 3-1 sigur á Connecticut Sun í undanúrslitunum. We did it. IN CHICAGO. FOR CHICAGO. pic.twitter.com/NhOHcgFND6— Chicago Sky (@chicagosky) October 17, 2021 Kahleah Copper var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna en hún fór fyrir liðinu í baráttu og var með 17,0 stig og 5,5 fráköst að meðaltali í lokaúrslitunum. Framlag leikstjórnandans, Courtney Vandersloot, var líka mikið en hún var með 10 stig, 15 stoðsendingar og 9 fráköst í síðasta leiknum. Tvær af bestu leikmönnum liðsins eru báðar frá Illinois en voru búnar að vera mislengi með Sky liðinu. Allie Quigley, sem spilaði um tíma með Helenu Sverrisdóttur í Evrópu, hefur verið með liðinu frá 2013 og skoraði 26 stig og fimm þrista í leiknum. Candace Parker and her daughter Lailaa pic.twitter.com/QbGWiDgAk2— ESPN (@espn) October 17, 2021 Hinn leikmaðurinn er Candace Parker, sem varð meistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Parker var með 16 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða og síðasta leiknum. Parker var mikill Chicago Bulls og Michael Jordan aðdáandi þegar hún var yngri. Þetta var fyrsti WNBA titilinn Chicago Sky og fyrsti körfuboltatitilinn í borginni síðan að Chicago Bulls vann sinn sjötta titil á átta tímabilum sumarið 1998. Parker er 35 ára gömul og hafði áður unnið titilinn með liði Los Angeles Sparks sem hún lék með í tólf ár. Hún hefur tvisvar sinnum verið valin mikilvægasti leikmaður deildarinnar og fékk þau verðlaun líka í úrslitaeinvíginu 2016. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Chicago Sky liðið tryggði sér WNBA titilinn í gær, þann fyrsta í sögu félagsins, með sex stiga sigri í fjórða leiknum á móti Phoenix Mercury, 80-74. Sky vann einvígið 3-1. CHAMPIONS For the first time in franchise history, the @chicagosky are #WNBA champs!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/XxHAGlnW4D— WNBA (@WNBA) October 17, 2021 Phoenix Mercury var ellefu stigum yfir um tíma í leiknum og það leit út fyrir að Phoenix konur ætluðu að tryggja sér annan leik. Sky liðið var á öðru máli, vann síðustu fimm mínútur leiksins 15-2 og tryggði sér titilinn. Sky liðið vann bara helminginn af deildarleikjum sínum og var langt frá því að vera sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni. Liðið endaði í sjötta sæti í deildinni og hefur lið svo neðarlega í deildinni aldrei orðið áður WNBA meistari. Í úrslitakeppninni small allt saman og liðið sló bæði Dallas Wings og Minnesota Lynx þar sem spilaður var bara einn leikur og vann síðan 3-1 sigur á Connecticut Sun í undanúrslitunum. We did it. IN CHICAGO. FOR CHICAGO. pic.twitter.com/NhOHcgFND6— Chicago Sky (@chicagosky) October 17, 2021 Kahleah Copper var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna en hún fór fyrir liðinu í baráttu og var með 17,0 stig og 5,5 fráköst að meðaltali í lokaúrslitunum. Framlag leikstjórnandans, Courtney Vandersloot, var líka mikið en hún var með 10 stig, 15 stoðsendingar og 9 fráköst í síðasta leiknum. Tvær af bestu leikmönnum liðsins eru báðar frá Illinois en voru búnar að vera mislengi með Sky liðinu. Allie Quigley, sem spilaði um tíma með Helenu Sverrisdóttur í Evrópu, hefur verið með liðinu frá 2013 og skoraði 26 stig og fimm þrista í leiknum. Candace Parker and her daughter Lailaa pic.twitter.com/QbGWiDgAk2— ESPN (@espn) October 17, 2021 Hinn leikmaðurinn er Candace Parker, sem varð meistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Parker var með 16 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða og síðasta leiknum. Parker var mikill Chicago Bulls og Michael Jordan aðdáandi þegar hún var yngri. Þetta var fyrsti WNBA titilinn Chicago Sky og fyrsti körfuboltatitilinn í borginni síðan að Chicago Bulls vann sinn sjötta titil á átta tímabilum sumarið 1998. Parker er 35 ára gömul og hafði áður unnið titilinn með liði Los Angeles Sparks sem hún lék með í tólf ár. Hún hefur tvisvar sinnum verið valin mikilvægasti leikmaður deildarinnar og fékk þau verðlaun líka í úrslitaeinvíginu 2016.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira