Elías Rafn orðlaus eftir að halda hreinu á Parken og hjálpa Midtjylland á topp deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2021 18:01 Elías Rafn (t.v.) fagnar ótrúlegum sigri Midtjylland um helgina. @fcmidtjylland Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson var orðlaus er hann ræddi við fjölmiðla eftir magnaðan 1-0 útisigur á FC Kaupmannahöfn er liðin mættust á Parken um helgina. Þökk sé sigri helgarinnar eru Elías Rafn og félagar í Midtjylland komnir á topp deildarinnar. Elías Rafn hefur fengið traustið í upphafi tímabils og virðist ætla að ríghalda í stöðuna. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir félagið en leikur helgarinnar var eflaust hans besti til þessa. Að halda markinu hreinu gegn stórliði FCK eftir að fá rautt spjald um miðbik fyrri hálfleiks, og það á troðfullum Parken. Var Elías Rafn valinn maður leiksins að leik loknum. Følelserne ved slutfløjt #FCKFCM pic.twitter.com/f9GcmQwTjm— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) September 20, 2021 „Þetta var frábær frammistaða, við stóðum allir saman eftir að hafa lent manni undir á Parken. Þetta var án efa magnaðasta upplifun mín á ferlinum til þessa. Ég á engin orð til að lýsa þessu, ég er orðlaus. Stuðningsfólk okkar var frábært og ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ sagði Elías Rafn í viðtali að leik loknum. „Við verðum að sjá til. Ég og Jonas Lössl vinnum náið saman og ef hann spilar styð ég við bakið á honum en meðan ég spila reikna ég með að hann styðji við bakið á mér,“ sagði markvörðurinn ungi aðspurður hvort hann væri nýr aðalmarkvörður Midtjylland. Eftir að hafa verið á láni hjá FC Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíðinni er Elías Rafn mættur í úrvalsdeildina og virðist ætla að láta til sín taka í vetur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Þökk sé sigri helgarinnar eru Elías Rafn og félagar í Midtjylland komnir á topp deildarinnar. Elías Rafn hefur fengið traustið í upphafi tímabils og virðist ætla að ríghalda í stöðuna. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir félagið en leikur helgarinnar var eflaust hans besti til þessa. Að halda markinu hreinu gegn stórliði FCK eftir að fá rautt spjald um miðbik fyrri hálfleiks, og það á troðfullum Parken. Var Elías Rafn valinn maður leiksins að leik loknum. Følelserne ved slutfløjt #FCKFCM pic.twitter.com/f9GcmQwTjm— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) September 20, 2021 „Þetta var frábær frammistaða, við stóðum allir saman eftir að hafa lent manni undir á Parken. Þetta var án efa magnaðasta upplifun mín á ferlinum til þessa. Ég á engin orð til að lýsa þessu, ég er orðlaus. Stuðningsfólk okkar var frábært og ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ sagði Elías Rafn í viðtali að leik loknum. „Við verðum að sjá til. Ég og Jonas Lössl vinnum náið saman og ef hann spilar styð ég við bakið á honum en meðan ég spila reikna ég með að hann styðji við bakið á mér,“ sagði markvörðurinn ungi aðspurður hvort hann væri nýr aðalmarkvörður Midtjylland. Eftir að hafa verið á láni hjá FC Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíðinni er Elías Rafn mættur í úrvalsdeildina og virðist ætla að láta til sín taka í vetur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira