Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0 | Markalaust í Breiðholti Andri Már Eggertsson skrifar 23. ágúst 2021 21:12 HK þarf á sigri að halda í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum. Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka. Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. Upphafs mínútur leiksins voru hinar allra rólegustu. Færi leiksins fyrstu tuttugu mínúturnar voru af skornum skammti. Jón Arnar Barðdal fékk tækifæri til að koma marki í leikinn eftir góða fyrirgjöf frá Birki Val en Jón Arnar tæklaði boltann fram hjá markinu. Það lifnaði síðan yfir leiknum eftir tæplega tuttugu mínútur. Leiknir skoraði þegar Daníel Finns Matthíasson tók hornspyrnu sem Bjarki Aðalsteinsson skallaði í markið en rangstaða dæmd. Tæplega tíu mínútum síðar varði Arnar Freyr Ólafsson frábærlega skalla frá Sóloni Breka eftir góða fyrirgjöf frá Hjalta Sigurðssyni. Skömmu síðar fékk Jón Arnar Barðdal dauðafæri til að koma HK yfir eftir góða fyrirgjöf frá Arnþóri Ara en Jón Arnar hitti ekki boltann. HK byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og fengu dauðafæri til að gera fyrsta mark leiksins. Birnir Snær átti skot í varnarmann og boltinn datt þar fyrir Ívar Örn sem átti þrumu skot uppi í nærhornið en þar varði Guy Smit frábærlega. Leikurinn datt síðan talsvert niður eftir ágætis ákefð í upphafi síðari hálfleiks. Bæði lið ógnuðu lítið sem ekkert á löngum kafla um miðjan seinni hálfleik. Því lengra sem leið á leikinn fóru HK ingar að sparka boltanum langt fram völlinn, heimamenn gripu þá í sama streng og spörkuðu alltaf boltanum í burtu aftur á vallarhelming HK. Úr varð hinn mesti borðtennis leikur á neikvæðan hátt og endaði leikurinn með 0-0 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Þingmaðurinn Willum Þór Þórsson sagði á Twitter síðu sinni í dag að það væri fátt skemmtilegra en taktískir 0-0 leikir. Það er fátt skemmtilegra en taktískir 0-0 leikir. Takk fyrir mig.BkvWillum— Willum Þór Þórsson (@WillumThor) August 23, 2021 Það er matsatriði hvort leikur kvöldsins falli í þann flokk en hvorugt liðið gerði nóg til að vinna leikinn. HK reyndu að sækja sigurmarkið í seinni hálfleik en heimamenn gerðu vel í að verjast því sem HK reyndi að gera og niðurstaðan því markalaust jafntefli. Hverjir stóðu upp úr? Bjarki Aðalsteinsson var besti maður vallarins í kvöld. Bjarki var kletturinn í vörn Leiknis og gerði hann vel í að leysa úr því þegar gestirnir ógnuðu á síðasta þriðjungi. Markmenn beggja liða áttu góðan leik og buðu þeir upp á sitthvora spari markvörslu. Fyrst var það Arnar Freyr Ólafsson sem varði frábærlega skalla frá Sólon Breka. Guy Smit varði síðan þrumuskot frá Ívar Erni Jónssyni í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Leikmenn Leiknis virtust hafa engan áhuga á því að sækja að marki HK í seinni hálfleik. Þeir gerðu nánast enga tilraun til að ógna marki HK og fóru þeir að negla boltanum fram skipti eftir skipti. Jón Arnar Barðdal átti ekki sinn besta dag sem fremsti maður HK í kvöld. Jón Arnar fékk nokkur tækifæri til að setja mark sitt á leikinn en fór þar illa að ráði sínu. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag fer Leiknir á Meistaravelli þar sem þeir mæta KR klukkan 17:00. HK mætir Keflavík í Kórnum á sunnudaginn klukkan 19:15. Sigurður: Seinni hálfleikurinn var afhroð Sigurður Höskuldsson var afar ósáttur með seinni hálfleik liðsins Sigurður Höskuldsson var afar ósáttur með hvernig hans menn spiluðu seinni hálfleikinn. „Mér fannst ótrúlegt að HK hafi ekki skorað í seinni hálfleik þar sem við vorum gjörsamlega sofandi," sagði Sigurður svekktur út í sína menn. Það var umdeilt atvik í fyrri hálfleik þar sem Leiknir skorar eftir hornspyrnu en markið var tekið af þeim vegna rangstöðu. „Ég held að þeir hafi dæmt á það að Sólon Breki hafi hindrað markmann HK en ég sá þetta ekki." Sigurður var ánægður með fyrri hálfleik liðsins en hann var afar ósáttur með seinni hálfleikinn. „Við vorum alveg við það að vera mjög góðir í fyrri hálfleik en það vantaði smá neista. Við gerðum breytingu og mikið af tilfærslum í fyrri hálfleik sem ég náði ekki að koma til skila því var seinni hálfleikurinn afhroð frá A-Ö. „Það var allt lélegt í seinni hálfleik. Allar pressur, allar sendingar, ég verð bara að taka þetta á mig." Leiknir hafa aðeins skorað eitt mark frá því Sævar Atli Magnússon fór til Lyngby og var Sigurður vel meðvitaður um þá tölfræði „Þetta er ekkert vandamál, við erum að komast í fínar stöður til að búa til mark en við verðum bara að vera aðeins graðari á að skora." „Ég veit ekki hvort þetta er farið að leggjast andlega á mína leikmenn, ég er með fullt af mönnum til að skora mörk. Sólon Breki er til að mynda einn besti markaskorari Leiknis frá upphafi, ég var að vonast til þess að hann myndi skora en hann tognaði sem er áhyggjuefni," sagði Sigurður að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Leiknir Reykjavík
Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum. Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka. Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. Upphafs mínútur leiksins voru hinar allra rólegustu. Færi leiksins fyrstu tuttugu mínúturnar voru af skornum skammti. Jón Arnar Barðdal fékk tækifæri til að koma marki í leikinn eftir góða fyrirgjöf frá Birki Val en Jón Arnar tæklaði boltann fram hjá markinu. Það lifnaði síðan yfir leiknum eftir tæplega tuttugu mínútur. Leiknir skoraði þegar Daníel Finns Matthíasson tók hornspyrnu sem Bjarki Aðalsteinsson skallaði í markið en rangstaða dæmd. Tæplega tíu mínútum síðar varði Arnar Freyr Ólafsson frábærlega skalla frá Sóloni Breka eftir góða fyrirgjöf frá Hjalta Sigurðssyni. Skömmu síðar fékk Jón Arnar Barðdal dauðafæri til að koma HK yfir eftir góða fyrirgjöf frá Arnþóri Ara en Jón Arnar hitti ekki boltann. HK byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og fengu dauðafæri til að gera fyrsta mark leiksins. Birnir Snær átti skot í varnarmann og boltinn datt þar fyrir Ívar Örn sem átti þrumu skot uppi í nærhornið en þar varði Guy Smit frábærlega. Leikurinn datt síðan talsvert niður eftir ágætis ákefð í upphafi síðari hálfleiks. Bæði lið ógnuðu lítið sem ekkert á löngum kafla um miðjan seinni hálfleik. Því lengra sem leið á leikinn fóru HK ingar að sparka boltanum langt fram völlinn, heimamenn gripu þá í sama streng og spörkuðu alltaf boltanum í burtu aftur á vallarhelming HK. Úr varð hinn mesti borðtennis leikur á neikvæðan hátt og endaði leikurinn með 0-0 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Þingmaðurinn Willum Þór Þórsson sagði á Twitter síðu sinni í dag að það væri fátt skemmtilegra en taktískir 0-0 leikir. Það er fátt skemmtilegra en taktískir 0-0 leikir. Takk fyrir mig.BkvWillum— Willum Þór Þórsson (@WillumThor) August 23, 2021 Það er matsatriði hvort leikur kvöldsins falli í þann flokk en hvorugt liðið gerði nóg til að vinna leikinn. HK reyndu að sækja sigurmarkið í seinni hálfleik en heimamenn gerðu vel í að verjast því sem HK reyndi að gera og niðurstaðan því markalaust jafntefli. Hverjir stóðu upp úr? Bjarki Aðalsteinsson var besti maður vallarins í kvöld. Bjarki var kletturinn í vörn Leiknis og gerði hann vel í að leysa úr því þegar gestirnir ógnuðu á síðasta þriðjungi. Markmenn beggja liða áttu góðan leik og buðu þeir upp á sitthvora spari markvörslu. Fyrst var það Arnar Freyr Ólafsson sem varði frábærlega skalla frá Sólon Breka. Guy Smit varði síðan þrumuskot frá Ívar Erni Jónssyni í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Leikmenn Leiknis virtust hafa engan áhuga á því að sækja að marki HK í seinni hálfleik. Þeir gerðu nánast enga tilraun til að ógna marki HK og fóru þeir að negla boltanum fram skipti eftir skipti. Jón Arnar Barðdal átti ekki sinn besta dag sem fremsti maður HK í kvöld. Jón Arnar fékk nokkur tækifæri til að setja mark sitt á leikinn en fór þar illa að ráði sínu. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag fer Leiknir á Meistaravelli þar sem þeir mæta KR klukkan 17:00. HK mætir Keflavík í Kórnum á sunnudaginn klukkan 19:15. Sigurður: Seinni hálfleikurinn var afhroð Sigurður Höskuldsson var afar ósáttur með seinni hálfleik liðsins Sigurður Höskuldsson var afar ósáttur með hvernig hans menn spiluðu seinni hálfleikinn. „Mér fannst ótrúlegt að HK hafi ekki skorað í seinni hálfleik þar sem við vorum gjörsamlega sofandi," sagði Sigurður svekktur út í sína menn. Það var umdeilt atvik í fyrri hálfleik þar sem Leiknir skorar eftir hornspyrnu en markið var tekið af þeim vegna rangstöðu. „Ég held að þeir hafi dæmt á það að Sólon Breki hafi hindrað markmann HK en ég sá þetta ekki." Sigurður var ánægður með fyrri hálfleik liðsins en hann var afar ósáttur með seinni hálfleikinn. „Við vorum alveg við það að vera mjög góðir í fyrri hálfleik en það vantaði smá neista. Við gerðum breytingu og mikið af tilfærslum í fyrri hálfleik sem ég náði ekki að koma til skila því var seinni hálfleikurinn afhroð frá A-Ö. „Það var allt lélegt í seinni hálfleik. Allar pressur, allar sendingar, ég verð bara að taka þetta á mig." Leiknir hafa aðeins skorað eitt mark frá því Sævar Atli Magnússon fór til Lyngby og var Sigurður vel meðvitaður um þá tölfræði „Þetta er ekkert vandamál, við erum að komast í fínar stöður til að búa til mark en við verðum bara að vera aðeins graðari á að skora." „Ég veit ekki hvort þetta er farið að leggjast andlega á mína leikmenn, ég er með fullt af mönnum til að skora mörk. Sólon Breki er til að mynda einn besti markaskorari Leiknis frá upphafi, ég var að vonast til þess að hann myndi skora en hann tognaði sem er áhyggjuefni," sagði Sigurður að lokum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti