Kristján fékk sig fullsaddan og sparkaði í keilu Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2021 21:54 Rúnar Kristinsson stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld og KR getur enn náð Evrópusæti ef að úrslit falla með liðinu á lokasprettinum. Vísir/Hulda Margrét „Framlagið var geggjað og það sýndi sig að ef að menn leggjast á eitt um að hlaupa og berjast, og spila fyrir KR-merkið sitt, þá geta þeir spilað góðan leik og náð í þrjú stig,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-0 sigurinn gegn HK í Kórnum í kvöld. Með sigrinum er Evrópudraumur KR á lífi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en tap hefði komið liðinu í nær ómögulega stöðu. Sigurinn var ansi magnaður í ljósi þess að KR-ingar voru manni færri í 80 mínútur, eða frá því að Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Ég er mjög ánægður með framlag leikmannanna í dag. Allir að hlaupa fyrir hvern annan, vorum agressívir og spiluðum góðan fótbolta þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn,“ sagði Rúnar. Hann hafði lítið um rauða spjaldið sem Arnþór fékk á sig að segja: „Ég get ekki dæmt um þessi atriði, hvorugt þeirra. Dómararnir meta þetta svona og við verðum að sætta okkur við það þó að það sé súrt,“ sagði Rúnar. Talsverður hiti var í mönnum innan sem utan vallar í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk Arnþórs fékk Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, rautt spjald og fimm leikmenn til viðbótar fengu áminningu í fyrri hálfleik: „Þegar það kemur rautt spjald svona á fyrstu mínútunum þá hitnar undir mönnum á bekknum; þjálfurum, aðstoðarþjálfurum og varamönnum beggja liða. Þá fara allir að tjá sína skoðun og það var dálítill hiti hérna, ekki á milli bekkjanna kannski en því var beint dálítið að fjórða dómaranum. Hann róaði okkur alltaf og þetta leystist alltaf. Auðvitað eru menn ósáttir þegar þeim finnst á sig hallað. Við vorum ósáttir og Brynjar og Viktor hinu megin, en dómararnir eru að reyna að gera sitt besta,“ sagði Rúnar, en hvað gerði Kristján af sér? „Hann sá einhverja keilu þarna sem var notuð til að afmarka boðvanginn, sem við þjálfarateymið megum vera inni í, og hann var orðinn eitthvað pirraður, búinn að fá sig fullsaddan, og sparkaði henni inn á völlinn. Hann fékk réttilega rautt spjald fyrir það.“ Oft erfiðara að vera einum fleiri Þrátt fyrir að gengi KR hafi verið undir væntingum í sumar þá er þetta í annað sinn sem að liðið fagnar sigri eftir að hafa misst mann af velli snemma leiks. Liðið vann einnig KA fyrr í sumar með svipuðum hætti og í kvöld: „Það er ekki eins og að við óskum okkur þess að missa menn út af – það er aldrei gott. En það er erfitt að spila gegn 10 leikmönnum. HK lenti í því í dag, KA fyrr í sumar, og við lentum sjálfir í því á móti FH um daginn þar sem við náðum ekki að skora. Það er oft erfiðara að vera einum fleiri þó að það eigi að vera auðveldara. En við náðum að skora þetta eina mark og héldum HK nokkuð langt frá markinu okkar þar til síðustu tíu mínúturnar. Það voru kannski ekki teljandi stór færi frá þeim. Þeir áttu sláarskot en það vantaði nokkuð marga sentímetra upp á að boltinn færi undir slána, og jú eitthvað stangarskot. En ég var aldrei sérstaklega stressaður,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Með sigrinum er Evrópudraumur KR á lífi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en tap hefði komið liðinu í nær ómögulega stöðu. Sigurinn var ansi magnaður í ljósi þess að KR-ingar voru manni færri í 80 mínútur, eða frá því að Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Ég er mjög ánægður með framlag leikmannanna í dag. Allir að hlaupa fyrir hvern annan, vorum agressívir og spiluðum góðan fótbolta þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn,“ sagði Rúnar. Hann hafði lítið um rauða spjaldið sem Arnþór fékk á sig að segja: „Ég get ekki dæmt um þessi atriði, hvorugt þeirra. Dómararnir meta þetta svona og við verðum að sætta okkur við það þó að það sé súrt,“ sagði Rúnar. Talsverður hiti var í mönnum innan sem utan vallar í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk Arnþórs fékk Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, rautt spjald og fimm leikmenn til viðbótar fengu áminningu í fyrri hálfleik: „Þegar það kemur rautt spjald svona á fyrstu mínútunum þá hitnar undir mönnum á bekknum; þjálfurum, aðstoðarþjálfurum og varamönnum beggja liða. Þá fara allir að tjá sína skoðun og það var dálítill hiti hérna, ekki á milli bekkjanna kannski en því var beint dálítið að fjórða dómaranum. Hann róaði okkur alltaf og þetta leystist alltaf. Auðvitað eru menn ósáttir þegar þeim finnst á sig hallað. Við vorum ósáttir og Brynjar og Viktor hinu megin, en dómararnir eru að reyna að gera sitt besta,“ sagði Rúnar, en hvað gerði Kristján af sér? „Hann sá einhverja keilu þarna sem var notuð til að afmarka boðvanginn, sem við þjálfarateymið megum vera inni í, og hann var orðinn eitthvað pirraður, búinn að fá sig fullsaddan, og sparkaði henni inn á völlinn. Hann fékk réttilega rautt spjald fyrir það.“ Oft erfiðara að vera einum fleiri Þrátt fyrir að gengi KR hafi verið undir væntingum í sumar þá er þetta í annað sinn sem að liðið fagnar sigri eftir að hafa misst mann af velli snemma leiks. Liðið vann einnig KA fyrr í sumar með svipuðum hætti og í kvöld: „Það er ekki eins og að við óskum okkur þess að missa menn út af – það er aldrei gott. En það er erfitt að spila gegn 10 leikmönnum. HK lenti í því í dag, KA fyrr í sumar, og við lentum sjálfir í því á móti FH um daginn þar sem við náðum ekki að skora. Það er oft erfiðara að vera einum fleiri þó að það eigi að vera auðveldara. En við náðum að skora þetta eina mark og héldum HK nokkuð langt frá markinu okkar þar til síðustu tíu mínúturnar. Það voru kannski ekki teljandi stór færi frá þeim. Þeir áttu sláarskot en það vantaði nokkuð marga sentímetra upp á að boltinn færi undir slána, og jú eitthvað stangarskot. En ég var aldrei sérstaklega stressaður,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira