Ísland án lykilmanna í mikilvægum leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 12:00 Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Vísir/Bára Dröfn Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023. Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina. Ásamt þeim tveimur er Haukur Helgi Pálsson frá vegna meiðsla og Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson er einnig fjarverandi. Martin gat ekki gefið kost á sér þar sem hann þarf að vera mættur til æfinga með spænska stórliðinu Valencia í vikunni. Það stefnir í að Valencia spili allt að 80 leiki á tímabilinu og álagið því mikið. Jón Axel er í sömu stöðu en hann er um þessar mundir staddur í Las Vegas þar sem hann spilar með Phoenix Suns í sumardeild NBA. Jón Axel virðist hins vegar vera á leið til Ítalíu að sumardeildinni lokinni en samkvæmt frétt Vísis styttist í að hann verði leikmaður Bologna sem spilar í efstu deild þar í landi. Ísland mætir heimamönnum í Svartfjallalandi í dag og mætir svo Dönum á morgun. Um er að ræða þriggja liða forkeppni sem fram fer í Svartfjallalandi. Síðari leikirnir fara svo fram eftir helgi. Það vantar nokkra sterka leikmenn í hóp Svartfjallalands á meðan Danmörk ætti að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Tvö lið fara áfram upp úr forkeppninni í hefðbundna undankeppni. Fari svo að Ísland komist ekki áfram gæti liðið farið næstum tvö ár án þess að leika alvöru landsleik. Ef liðið endar í neðsta sæti forkeppninnar er ljóst að liðið mun vera í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður í næstu forkeppni. Það er því mikið undir er Ísland hefur leik klukkan 18.00. Baldur Ragnarsson, annar af aðstoðarþjálfurum íslenska landsliðsins, fór yfir mótherja Íslands á Twitter-síðu KKÍ. Hann segir íslenska liðið vera á leiðinni í tvo mjög misjafna leiki. Baldur Ragnarsson aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins fór aðeins yfir stöðuna í bubblunni í Podgorica Fyrsti leikur af fjórum hér í Svartfjallalandi á næsta fimmtudag kl.18.00 að íslenskum tíma í beinni á RÚV2#korfubolti #fibawc #fibawc2023 pic.twitter.com/VkuHH3TrAk— KKÍ (@kkikarfa) August 10, 2021 Þó mikið vanti í leikmannahóp Íslands eru fjölmargir sterkir leikmenn í hópnum en hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan. Alls eru 14 leikmenn í hópnum en aðeins 12 mega vera á skýrslu hverju sinni. Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir) Hópur Íslands fyrir leik kvöldsins hefur verið valinn. Þeir Ragnar Örn Bragason og Þórir Gumundur Þorbjarnarson þurfa að verma varamannabekkinn að þessu sinni. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Ásamt þeim tveimur er Haukur Helgi Pálsson frá vegna meiðsla og Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson er einnig fjarverandi. Martin gat ekki gefið kost á sér þar sem hann þarf að vera mættur til æfinga með spænska stórliðinu Valencia í vikunni. Það stefnir í að Valencia spili allt að 80 leiki á tímabilinu og álagið því mikið. Jón Axel er í sömu stöðu en hann er um þessar mundir staddur í Las Vegas þar sem hann spilar með Phoenix Suns í sumardeild NBA. Jón Axel virðist hins vegar vera á leið til Ítalíu að sumardeildinni lokinni en samkvæmt frétt Vísis styttist í að hann verði leikmaður Bologna sem spilar í efstu deild þar í landi. Ísland mætir heimamönnum í Svartfjallalandi í dag og mætir svo Dönum á morgun. Um er að ræða þriggja liða forkeppni sem fram fer í Svartfjallalandi. Síðari leikirnir fara svo fram eftir helgi. Það vantar nokkra sterka leikmenn í hóp Svartfjallalands á meðan Danmörk ætti að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Tvö lið fara áfram upp úr forkeppninni í hefðbundna undankeppni. Fari svo að Ísland komist ekki áfram gæti liðið farið næstum tvö ár án þess að leika alvöru landsleik. Ef liðið endar í neðsta sæti forkeppninnar er ljóst að liðið mun vera í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður í næstu forkeppni. Það er því mikið undir er Ísland hefur leik klukkan 18.00. Baldur Ragnarsson, annar af aðstoðarþjálfurum íslenska landsliðsins, fór yfir mótherja Íslands á Twitter-síðu KKÍ. Hann segir íslenska liðið vera á leiðinni í tvo mjög misjafna leiki. Baldur Ragnarsson aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins fór aðeins yfir stöðuna í bubblunni í Podgorica Fyrsti leikur af fjórum hér í Svartfjallalandi á næsta fimmtudag kl.18.00 að íslenskum tíma í beinni á RÚV2#korfubolti #fibawc #fibawc2023 pic.twitter.com/VkuHH3TrAk— KKÍ (@kkikarfa) August 10, 2021 Þó mikið vanti í leikmannahóp Íslands eru fjölmargir sterkir leikmenn í hópnum en hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan. Alls eru 14 leikmenn í hópnum en aðeins 12 mega vera á skýrslu hverju sinni. Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir) Hópur Íslands fyrir leik kvöldsins hefur verið valinn. Þeir Ragnar Örn Bragason og Þórir Gumundur Þorbjarnarson þurfa að verma varamannabekkinn að þessu sinni. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir)
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira