Luka skrifaði undir risasamning og verður áfram hjá Mavericks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 09:30 Luka verður áfram í Dallas. AP Photo/Marcio Jose Sanchez Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Dallas Mavericks í NBA-deildinni. Er samningurinn til fimm ára og skilar Luka 207 milljónum Bandaríkjadala í laun eða um 26 milljarða íslenskra króna. Ástæðan fyrir stærð samningsins er sú að Doncic hefur tvívegis verið valinn í úrvalslið deildarinnar (e. first-team All-NBA) bæði ár sín í deildinni. Um er að ræða fimm manna úvalslið deildarinnar. ESPN greindi fyrst frá en Bill Duffy, umboðsmaður leikmannsins, staðfesti fréttirnar í kjölfar þess að forráðamenn Mavericks, þar á meðal Mark Cuban – eigandi félagsins, flugu til Slóveníu til að vera viðstaddir er Doncic skrifaði undir. Leikmaðurinn er sem stendur í heimalandinu í fríi eftir að fara með Slóveníu í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Cuban veit fyrir víst að Doncic er ein skærasta stjarna deildarinnar og það er þess virði að halda honum hjá félaginu fyrir upphæðir sem hafa ekki sést áður þegar kemur að 22 ára gömlum leikmanni. pic.twitter.com/fpOprWEweP— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 „Í dag var draumur að rætast. Körfubolti hefur gefið mér svo mikið og tekið mig á marga magnaða áfangastaði. Ég er auðmjúkur og spenntur fyrir framtíð minni í Dallas sem hluti af Mavericks-liðinu og vil ég þakka öllu stuðningsfólki félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum,“ sagði Doncic við ESPN. Doncic er vanur að skrá nöfn sín í sögubækurnar og undirskrift samningsins er ekki í fyrsta sinn sem honum tekst eitthvað sem hefur áður verið talið ógerlegt. Eftir tímabilið 2017/2018 varð hann yngsti leikmaður í sögu EuroLeague til að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar er lið hans Real Madrid landaði titlinum eftirsótta. Þaðan fór hann í nýliðaval NBA-deildarinnar og hefur ekki litið til baka síðan. Dallas Mavericks superstar Luka Doncic has agreed to sign a landmark five-year, $207 million supermax rookie extension, his agent Bill Duffy of @BDA_Sports tells ESPN. https://t.co/vVj770OD8A— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 Hann var valinn nýliði ársins á sinni fyrstu leiktíð og stóð svo fyrir sínu er Dallas stóð sig með prýði á síðustu leiktíð. Bæði tímabil Doncic í NBA hafa Mavericks tapað fyrir Los Angeles Clippers í úrslitakeppninni. Doncic hefur skorað að meðaltali 25,7 stig í leik í NBA deildinni ásamt því að taka 8,4 fráköst og gefa 7,7 stoðsendingar. Ef horft á tölfræði hans aðeins í úrslitakeppninni þá er hún í raun enn merkilegri. Þar hefur hann skorað 33,5 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 9,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Ástæðan fyrir stærð samningsins er sú að Doncic hefur tvívegis verið valinn í úrvalslið deildarinnar (e. first-team All-NBA) bæði ár sín í deildinni. Um er að ræða fimm manna úvalslið deildarinnar. ESPN greindi fyrst frá en Bill Duffy, umboðsmaður leikmannsins, staðfesti fréttirnar í kjölfar þess að forráðamenn Mavericks, þar á meðal Mark Cuban – eigandi félagsins, flugu til Slóveníu til að vera viðstaddir er Doncic skrifaði undir. Leikmaðurinn er sem stendur í heimalandinu í fríi eftir að fara með Slóveníu í undanúrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Cuban veit fyrir víst að Doncic er ein skærasta stjarna deildarinnar og það er þess virði að halda honum hjá félaginu fyrir upphæðir sem hafa ekki sést áður þegar kemur að 22 ára gömlum leikmanni. pic.twitter.com/fpOprWEweP— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 „Í dag var draumur að rætast. Körfubolti hefur gefið mér svo mikið og tekið mig á marga magnaða áfangastaði. Ég er auðmjúkur og spenntur fyrir framtíð minni í Dallas sem hluti af Mavericks-liðinu og vil ég þakka öllu stuðningsfólki félagsins fyrir að taka mér með opnum örmum,“ sagði Doncic við ESPN. Doncic er vanur að skrá nöfn sín í sögubækurnar og undirskrift samningsins er ekki í fyrsta sinn sem honum tekst eitthvað sem hefur áður verið talið ógerlegt. Eftir tímabilið 2017/2018 varð hann yngsti leikmaður í sögu EuroLeague til að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar er lið hans Real Madrid landaði titlinum eftirsótta. Þaðan fór hann í nýliðaval NBA-deildarinnar og hefur ekki litið til baka síðan. Dallas Mavericks superstar Luka Doncic has agreed to sign a landmark five-year, $207 million supermax rookie extension, his agent Bill Duffy of @BDA_Sports tells ESPN. https://t.co/vVj770OD8A— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 9, 2021 Hann var valinn nýliði ársins á sinni fyrstu leiktíð og stóð svo fyrir sínu er Dallas stóð sig með prýði á síðustu leiktíð. Bæði tímabil Doncic í NBA hafa Mavericks tapað fyrir Los Angeles Clippers í úrslitakeppninni. Doncic hefur skorað að meðaltali 25,7 stig í leik í NBA deildinni ásamt því að taka 8,4 fráköst og gefa 7,7 stoðsendingar. Ef horft á tölfræði hans aðeins í úrslitakeppninni þá er hún í raun enn merkilegri. Þar hefur hann skorað 33,5 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 9,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira