Carmelo Anthony einn af mörgum sem sömdu við Los Angeles Lakers í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 17:01 Carmelo Anthony og LeBron James eigast við í leik Los Angeles Lakers og Portland Trail Blazers og það virðist vera sem James hafi þarna laumað einum brandara í eyra Melo. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Carmelo Anthony ætlar að spila með vini sínum LeBron James í Los Angeles Lakers á komandi tímabili í NBA deildinni í körfubolta. Anthony er búinn að gera eins árs samning við Lakers en hann komst upp í tíunda sætið á síðasta tímabili yfir stigahæsta leikmann NBA deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony will join the Los Angeles Lakers, his manager tells @wojespn.Melo will join LeBron in LA pic.twitter.com/AGLvUw1eKl— ESPN (@espn) August 3, 2021 Anthony hefur aldrei unnið NBA titilinn og aldrei spilað í úrslitaeinvíginu. Hann kom inn í deildina á sama tíma og James og á að baki átján ár í NBA. Það leit út fyrir að NBA ferill Melo væri búinn þegar Portland Trail Blazers ákvað að veðja á hann. Anthony átti flott tímabil þar og var með 13,4 stig að meðaltali á 24,5 mínútum af bekknum og hitti yfir 40 prósent úr þriggja stiga skotum sínum. Nú fá vinirnir Anthony og James að spila saman en þeir þurfa hjálp og það var unnið mikið í þeim málum síðustu daga. Melo makes it official (via @carmeloanthony)pic.twitter.com/AQGBnPPAlL— SportsCenter (@SportsCenter) August 3, 2021 Það var nefnilega mikið í gangi í leikmannamálum Lakers í gær þar sem félagið var í yfirvinnu að bæta við aukaleikurum við leikmannahóp sinn. Lakers hafði áður sent frá sér þrjá öfluga leikmenn í skiptum fyrir Russel Westbrook (Montrezl Harrell, Kyle Kuzma og Kentavious Caldwell-Pope) og hafði líka misst menn eins og þá Markieff Morris til Miami Heat, Andre Drummond til Philadelphia 76ers og Alex Caruso til Chicago Bulls. Dennis Schröder hafnaði líka samningstilboði frá Lakers og er að leita annað. Dwight Howard, Wayne Ellington, Trevor Ariza og Kent Bazemore sömdu hins vegar allir við Lakers liðið í gær og það gerði einnig hinn efnilegi Talen Horton-Tucker. Horton-Tucker er enn bara tvítugur og þykir efnilegur skorari. Lakers rosterLeBron (36)Ariza (36)Melo (37)Gasol (36) Dwight turning (36) I m 36 pic.twitter.com/SIyBMShQuL— Complex Sports (@ComplexSports) August 3, 2021 Dwight Howard var með Lakers þegar liðið varð NBA meistari sumarið 2020 en samdi við Philadelphia 76ers fyrir síðasta tímabil. Ariza spilaði áður með Lakers frá 2007 til 2009 og varð meistari á lokaári sínu þar, Ellington var með Lakers á 2014-15 tímabilinu og Bazemore spilaði með Lakers árið 2014. Kendrick Nunn og Malik Monk eru líka búnir að semja við LA liðið. Monk var með 11,7 stig í leik og 40 prósent þriggja stiga nýtingu með Charlotte Hornets í vetur og Nunn var með 14,6 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali með Miami Heat. Lakers mætir því með mikið breytt lið á næstu leiktíð en það er ekkert nýtt þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá liðum LeBron James. Það þýðir alltaf eina allsherjar tiltekt. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Anthony er búinn að gera eins árs samning við Lakers en hann komst upp í tíunda sætið á síðasta tímabili yfir stigahæsta leikmann NBA deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony will join the Los Angeles Lakers, his manager tells @wojespn.Melo will join LeBron in LA pic.twitter.com/AGLvUw1eKl— ESPN (@espn) August 3, 2021 Anthony hefur aldrei unnið NBA titilinn og aldrei spilað í úrslitaeinvíginu. Hann kom inn í deildina á sama tíma og James og á að baki átján ár í NBA. Það leit út fyrir að NBA ferill Melo væri búinn þegar Portland Trail Blazers ákvað að veðja á hann. Anthony átti flott tímabil þar og var með 13,4 stig að meðaltali á 24,5 mínútum af bekknum og hitti yfir 40 prósent úr þriggja stiga skotum sínum. Nú fá vinirnir Anthony og James að spila saman en þeir þurfa hjálp og það var unnið mikið í þeim málum síðustu daga. Melo makes it official (via @carmeloanthony)pic.twitter.com/AQGBnPPAlL— SportsCenter (@SportsCenter) August 3, 2021 Það var nefnilega mikið í gangi í leikmannamálum Lakers í gær þar sem félagið var í yfirvinnu að bæta við aukaleikurum við leikmannahóp sinn. Lakers hafði áður sent frá sér þrjá öfluga leikmenn í skiptum fyrir Russel Westbrook (Montrezl Harrell, Kyle Kuzma og Kentavious Caldwell-Pope) og hafði líka misst menn eins og þá Markieff Morris til Miami Heat, Andre Drummond til Philadelphia 76ers og Alex Caruso til Chicago Bulls. Dennis Schröder hafnaði líka samningstilboði frá Lakers og er að leita annað. Dwight Howard, Wayne Ellington, Trevor Ariza og Kent Bazemore sömdu hins vegar allir við Lakers liðið í gær og það gerði einnig hinn efnilegi Talen Horton-Tucker. Horton-Tucker er enn bara tvítugur og þykir efnilegur skorari. Lakers rosterLeBron (36)Ariza (36)Melo (37)Gasol (36) Dwight turning (36) I m 36 pic.twitter.com/SIyBMShQuL— Complex Sports (@ComplexSports) August 3, 2021 Dwight Howard var með Lakers þegar liðið varð NBA meistari sumarið 2020 en samdi við Philadelphia 76ers fyrir síðasta tímabil. Ariza spilaði áður með Lakers frá 2007 til 2009 og varð meistari á lokaári sínu þar, Ellington var með Lakers á 2014-15 tímabilinu og Bazemore spilaði með Lakers árið 2014. Kendrick Nunn og Malik Monk eru líka búnir að semja við LA liðið. Monk var með 11,7 stig í leik og 40 prósent þriggja stiga nýtingu með Charlotte Hornets í vetur og Nunn var með 14,6 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali með Miami Heat. Lakers mætir því með mikið breytt lið á næstu leiktíð en það er ekkert nýtt þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá liðum LeBron James. Það þýðir alltaf eina allsherjar tiltekt.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira