Höfuðverkurinn varðandi íslenska markið: Seinni hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 23:00 Cecilía Rán í vináttulandsleik gegn Ítalíu. Gabriele Maltinti/Getty Images Svo gæti verið að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, fái sama höfuðverk og kollegi sinn Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, þegar kemur að því að velja aðalmarkvörð fyrir komandi verkefni. Fyrr í dag var farið yfir hversu erfitt Arnar Þór gæti átt með að velja aðalmarkvörð fyrir komandi landsleiki í haust. Þorsteinn gæti nú átt við sama vandamál að glíma. Staða markvarðar íslenska kvennalandsliðsins hefur vanalega verið neglt niður í stein. Frá árunum 2009 til 2019 var Guðbjörg Gunnarsdóttir aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Þá þurfti hún frá að hverfa tímabundið sökum barnsburðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir með tvíburana sína, Oliviu og William.Instagram/@guggag Hin 36 ára gamla Guðbjörg á að baki 64 A-landsleiki og er komin aftur af stað eftir að hafa eignast tvíbura. Hún leikur með Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Þorsteinn hefur ekki enn valið þennan þaulreynda markvörð í verkefni landsliðsins en hún er tilbúin ef kallið kemur og ljóst að verður erfitt að horfa framhjá henni ef hún spilar vel í vetur. Guðbjörgu til halds og trausts voru undanfarin ár þær Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks. Sandra tók við stöðunni er Guðbjörg fór í barneignarleyfi og stóð til að mynda í marki liðsins í undankeppni EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Sonný Lára, sem spilaði alls sjö A-landsleiki, lagði skóna á hilluna síðasta vetur og því ljóst að strax yrðu einhverjar sviptingar í málum íslensku landsliðsmarkvarðanna. Sandra grípur inn í gegn Írlandi á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Sandra er hins vegar orðin 34 ára gömul. Þar með er ljóst að hún og Guðbjörg eru ekki að fara standa í marki Íslands næstu árin. Það gæti hins vegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir gert. Cecilía Rán er þrátt fyrir ungan aldur með mikla reynslu en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún á að baki tvö tímabil með Fylki í efstu deild og er nú í herbúðum Örebro í Svíþjóð. Eftir yfirstandandi tímabil mun hún svo ganga til liðs við Everton á Englandi. Cecilía var þrátt fyrir ungan aldur einn besti markvörður Pepsi Max deildarinnar og ef hún fær nægilega mikinn spilatíma í Svíþjóð gæti verið að hún hrifsi stöðuna til sín og fagni 18 ára afmæli sínu með því að spila á EM. Hún hefur verið hluti af báðum landsliðsverkefnum A-landsliðsins undir stjórn Þorsteins. Spilaði hún til að mynda í 2-0 sigrinum á Írlandi á Laugardalsvelli nýverið. Hún á þó enn eftir að spila alvöru mótsleik fyrir Ísland. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var í síðasta landsliðshópi Íslands. Auður er sem stendur á láni hjá ÍBV í Pepsi Max deildinni en hún er samningsbundin Val. Hún er ekki orðin tvítug svo hún gæti verið hluti af landsliðinu næstu árin. Auður á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en hún á að baki 21 landsleik fyrir yngri lið Íslands. Þá var Telma Ívarsdóttir hluti af fyrsta landsliðsverkefni Þorsteins sem og hún hefur fyllt skarðið sem Sonný Lára skildi eftir sig hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Telma verður 22 ára á þessu ári og hefur ekki enn spilað A-landsleik. Hún á hins vegar að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét Sama hvaða Þorsteinn ákveður að gera er ljóst að hann hefur úr fjölda markvarða að velja úr, bæði mjög reynslumiklum sem og mjög efnilegum. Það er alveg ljóst að Ísland er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að markvörðum næstu árin. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Fyrr í dag var farið yfir hversu erfitt Arnar Þór gæti átt með að velja aðalmarkvörð fyrir komandi landsleiki í haust. Þorsteinn gæti nú átt við sama vandamál að glíma. Staða markvarðar íslenska kvennalandsliðsins hefur vanalega verið neglt niður í stein. Frá árunum 2009 til 2019 var Guðbjörg Gunnarsdóttir aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Þá þurfti hún frá að hverfa tímabundið sökum barnsburðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir með tvíburana sína, Oliviu og William.Instagram/@guggag Hin 36 ára gamla Guðbjörg á að baki 64 A-landsleiki og er komin aftur af stað eftir að hafa eignast tvíbura. Hún leikur með Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Þorsteinn hefur ekki enn valið þennan þaulreynda markvörð í verkefni landsliðsins en hún er tilbúin ef kallið kemur og ljóst að verður erfitt að horfa framhjá henni ef hún spilar vel í vetur. Guðbjörgu til halds og trausts voru undanfarin ár þær Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks. Sandra tók við stöðunni er Guðbjörg fór í barneignarleyfi og stóð til að mynda í marki liðsins í undankeppni EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Sonný Lára, sem spilaði alls sjö A-landsleiki, lagði skóna á hilluna síðasta vetur og því ljóst að strax yrðu einhverjar sviptingar í málum íslensku landsliðsmarkvarðanna. Sandra grípur inn í gegn Írlandi á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Sandra er hins vegar orðin 34 ára gömul. Þar með er ljóst að hún og Guðbjörg eru ekki að fara standa í marki Íslands næstu árin. Það gæti hins vegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir gert. Cecilía Rán er þrátt fyrir ungan aldur með mikla reynslu en hún er aðeins 17 ára gömul. Hún á að baki tvö tímabil með Fylki í efstu deild og er nú í herbúðum Örebro í Svíþjóð. Eftir yfirstandandi tímabil mun hún svo ganga til liðs við Everton á Englandi. Cecilía var þrátt fyrir ungan aldur einn besti markvörður Pepsi Max deildarinnar og ef hún fær nægilega mikinn spilatíma í Svíþjóð gæti verið að hún hrifsi stöðuna til sín og fagni 18 ára afmæli sínu með því að spila á EM. Hún hefur verið hluti af báðum landsliðsverkefnum A-landsliðsins undir stjórn Þorsteins. Spilaði hún til að mynda í 2-0 sigrinum á Írlandi á Laugardalsvelli nýverið. Hún á þó enn eftir að spila alvöru mótsleik fyrir Ísland. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var í síðasta landsliðshópi Íslands. Auður er sem stendur á láni hjá ÍBV í Pepsi Max deildinni en hún er samningsbundin Val. Hún er ekki orðin tvítug svo hún gæti verið hluti af landsliðinu næstu árin. Auður á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en hún á að baki 21 landsleik fyrir yngri lið Íslands. Þá var Telma Ívarsdóttir hluti af fyrsta landsliðsverkefni Þorsteins sem og hún hefur fyllt skarðið sem Sonný Lára skildi eftir sig hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Telma verður 22 ára á þessu ári og hefur ekki enn spilað A-landsleik. Hún á hins vegar að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét Sama hvaða Þorsteinn ákveður að gera er ljóst að hann hefur úr fjölda markvarða að velja úr, bæði mjög reynslumiklum sem og mjög efnilegum. Það er alveg ljóst að Ísland er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að markvörðum næstu árin. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira