NBA dagsins: Sá besti var rekinn snemma í sturtu á meðan sá „gamli“ var óstöðvandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 16:00 Chris Paul fór fyrir liði Phoenix Suns í nótt en liðið hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni. AP/David Zalubowski Það þarf að fara 32 ár aftur í tímann til að finna mikilvægasta leikmann NBA deildarinnar í sömu stöðu og Nikola Jokic lenti í þegar tímabilið hans endaði í nótt. Jokic og félagar í Denver Nuggets var sópað í sumarfrí af Phoenix Suns en Suns vann fjórða leikinn með sjö stiga mun í nótt, 125-118. Milwaukee Bucks jafnaði aftur á móti einvígið á móti Brooklyn Nets með öðrum sigri sínum í röð. Nikola Jokic is the 5th MVP to be swept in a playoff series, and 1st since Magic Johnson in the 1989 Finals vs the Pistons.Jokic is also the 2nd MVP to be ejected in the last 25 postseasons (Steph Curry in 2016). h/t @EliasSports pic.twitter.com/rQVOHhvCI4— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Denver fékk enga hjálp frá mikilvægasta leikmanni deildarinnar síðustu fimmtán mínútur leiksins eftir að Jokic var rekinn í sturtu fyrir of harkalegt brot að mati dómara. Það voru reyndar ekki allir sáttir við þann dóm og kannski kom þar í bakið á honum að vera ekki bandarískur. Fram að brottrekstrinum var Jokic með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum. Hann var með 29,8 stig, 11,6 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en hafði verið með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni. Jokic er fyrsti mikilvægasti leikmaðurinn sem sópað út úr úrslitakeppninni síðan að Magic Johnson og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu 4-0 á móti Detroit Pistons í úrslitaeinvíginu 1989. Chris Paul became the oldest player with 25 PPG and 10 APG in a playoff series, all-time. pic.twitter.com/85PC3VSNnm— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Chris Paul hélt áfram að spila frábærlega en þessi 36 ára gamli bakvörður nýtti 14 af 19 skotum sínum í nótt og endaði með 37 stig og 7 stoðsendingar. Hann var með 25,5 stig, 10,3 stoðsendingar, 62 prósent skotnýtingu og 100 prósent vítanýtingu í einvíginu á móti Denver. Brooklyn Nets er búið að missa niður 2-0 forystu á móti Milwaukee Bucks en liðið er líka búið að missa tvær stórstjörnu í meiðsli. James Harden tognaði á fyrstu mínútunni i í fyrsta leiknum og Kyrie Irving meiddist illa á ökkla í gær. Nú stendur Kevin Durant einn eftir. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjunum tveimur í gær og nótt. Þar eru einnig viðtöl við þá Chris Paul og Giannis Antetokounmpo sem báðir voru í sigurliði í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 13. júní 2021) NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Jokic og félagar í Denver Nuggets var sópað í sumarfrí af Phoenix Suns en Suns vann fjórða leikinn með sjö stiga mun í nótt, 125-118. Milwaukee Bucks jafnaði aftur á móti einvígið á móti Brooklyn Nets með öðrum sigri sínum í röð. Nikola Jokic is the 5th MVP to be swept in a playoff series, and 1st since Magic Johnson in the 1989 Finals vs the Pistons.Jokic is also the 2nd MVP to be ejected in the last 25 postseasons (Steph Curry in 2016). h/t @EliasSports pic.twitter.com/rQVOHhvCI4— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Denver fékk enga hjálp frá mikilvægasta leikmanni deildarinnar síðustu fimmtán mínútur leiksins eftir að Jokic var rekinn í sturtu fyrir of harkalegt brot að mati dómara. Það voru reyndar ekki allir sáttir við þann dóm og kannski kom þar í bakið á honum að vera ekki bandarískur. Fram að brottrekstrinum var Jokic með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum. Hann var með 29,8 stig, 11,6 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en hafði verið með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni. Jokic er fyrsti mikilvægasti leikmaðurinn sem sópað út úr úrslitakeppninni síðan að Magic Johnson og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu 4-0 á móti Detroit Pistons í úrslitaeinvíginu 1989. Chris Paul became the oldest player with 25 PPG and 10 APG in a playoff series, all-time. pic.twitter.com/85PC3VSNnm— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Chris Paul hélt áfram að spila frábærlega en þessi 36 ára gamli bakvörður nýtti 14 af 19 skotum sínum í nótt og endaði með 37 stig og 7 stoðsendingar. Hann var með 25,5 stig, 10,3 stoðsendingar, 62 prósent skotnýtingu og 100 prósent vítanýtingu í einvíginu á móti Denver. Brooklyn Nets er búið að missa niður 2-0 forystu á móti Milwaukee Bucks en liðið er líka búið að missa tvær stórstjörnu í meiðsli. James Harden tognaði á fyrstu mínútunni i í fyrsta leiknum og Kyrie Irving meiddist illa á ökkla í gær. Nú stendur Kevin Durant einn eftir. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjunum tveimur í gær og nótt. Þar eru einnig viðtöl við þá Chris Paul og Giannis Antetokounmpo sem báðir voru í sigurliði í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 13. júní 2021)
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira