Spánverjar bólusettir örfáum dögum fyrir EM Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2021 09:01 Sergio Busquets í baráttu við Renato Sanches í vináttulandsleik gegn Portúgal á föstudaginn. Tveimur og hálfum sólarhring síðar var greint frá því að Busquets væri með kórónuveiruna. Getty/Jose Breton Eftir að fyrirliðinn Sergio Busquets greindist með kórónuveiruna hafa spænsk yfirvöld nú gefið leyfi fyrir því að allir 24 leikmenn spænska landsliðsins í fótbolta verði bólusettir. Aðeins sex dagar eru í fyrsta leik Spánar á EM. Spánn mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM og er enn áætlað að sá leikur fari fram næsta mánudagskvöld, í Sevilla. Ljóst er að Busquets missir af fyrsta leik en spænskir miðlar segja að mögulega geti hann verið með gegn Póllandi 19. júní. Allir 23 liðsfélagar Busquets í spænska hópnum, sem og þjálfarar og annað starfslið, fóru í nýtt smitpróf eftir að hann greindist með veiruna. Prófin reyndust öll neikvæð. Samkvæmt AS verður gefið leyfi fyrir því á ráðherrafundi í dag að spænski landsliðshópurinn fái undanþágu til að fara í bólusetningu, líkt og spænskir ólympíufarar. Spænska knattspyrnusambandið mun hafa kallað eftir þessu síðustu tvo mánuði í gegnum heilbrigðisráðherra en hjólin fóru að snúast á föstudag, þegar mennta- og menningarmálaráðherra óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra að undanþágan yrði veitt. Gætu lent í því sama og íslenski Eurovision-hópurinn Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna í gær, um svipað leyti og fregnir bárust af því að Busquets væri smitaður, og undanþágan verður staðfest á ráðherrafundi í dag. Spænsku landsliðsmennirnir verða sprautaðir með Janssen bóluefninu þar sem að það er eina bóluefnið sem ekki kallar á aðra sprautu, á miðju Evrópumóti. Efnið nær þó ekki fullri virkni fyrr en eftir þrjár vikur og spænska liðið gæti því hæglega lent í því sama og Eurovision-hópur Íslands sem fékk bóluefnið rétt fyrir förina til Amsterdam í maí en þrjú úr hópnum greindust með veiruna í ferðinni. Enrique bað fimm leikmenn um að vera til taks Spánverjar ná ekki að spila vináttulandsleik í aðdraganda EM til að slípa sig saman fyrir mótið, vegna smits Busquets. Þeir áttu að mæta Litáen í kvöld en það kemur í hlut U21-landsliðsins að spila þann leik. Luis Enrique segir leikmönnum sínum til í vináttulandsleik gegn Portúgal í síðustu viku.Getty Luis Enrique er eini landsliðsþjálfarinn sem ekki nýtti sér það að geta valið 26 manna landsliðshóp, en hóparnir eru stærri einmitt til að bregðast við vandræðum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Enrique valdi bara 24 leikmenn. Hann hefur hins vegar núna kallað á fimm leikmenn til að vera til taks ef skipta þarf öðrum út, en skipta má út leikmönnum í sérstökum neyðartilvikum eins og vegna kórónuveirusmits, allt að 48 klukkustundum fyrir leik. Enrique kallaði á þá Rodrigo Moreno úr Leeds, Pablo Fornals úr West Ham, Carlos Soler úr Valencia, Brais Méndez úr Celta Vigo og Raúl Albiol úr Villarreal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira
Spánn mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM og er enn áætlað að sá leikur fari fram næsta mánudagskvöld, í Sevilla. Ljóst er að Busquets missir af fyrsta leik en spænskir miðlar segja að mögulega geti hann verið með gegn Póllandi 19. júní. Allir 23 liðsfélagar Busquets í spænska hópnum, sem og þjálfarar og annað starfslið, fóru í nýtt smitpróf eftir að hann greindist með veiruna. Prófin reyndust öll neikvæð. Samkvæmt AS verður gefið leyfi fyrir því á ráðherrafundi í dag að spænski landsliðshópurinn fái undanþágu til að fara í bólusetningu, líkt og spænskir ólympíufarar. Spænska knattspyrnusambandið mun hafa kallað eftir þessu síðustu tvo mánuði í gegnum heilbrigðisráðherra en hjólin fóru að snúast á föstudag, þegar mennta- og menningarmálaráðherra óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra að undanþágan yrði veitt. Gætu lent í því sama og íslenski Eurovision-hópurinn Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna í gær, um svipað leyti og fregnir bárust af því að Busquets væri smitaður, og undanþágan verður staðfest á ráðherrafundi í dag. Spænsku landsliðsmennirnir verða sprautaðir með Janssen bóluefninu þar sem að það er eina bóluefnið sem ekki kallar á aðra sprautu, á miðju Evrópumóti. Efnið nær þó ekki fullri virkni fyrr en eftir þrjár vikur og spænska liðið gæti því hæglega lent í því sama og Eurovision-hópur Íslands sem fékk bóluefnið rétt fyrir förina til Amsterdam í maí en þrjú úr hópnum greindust með veiruna í ferðinni. Enrique bað fimm leikmenn um að vera til taks Spánverjar ná ekki að spila vináttulandsleik í aðdraganda EM til að slípa sig saman fyrir mótið, vegna smits Busquets. Þeir áttu að mæta Litáen í kvöld en það kemur í hlut U21-landsliðsins að spila þann leik. Luis Enrique segir leikmönnum sínum til í vináttulandsleik gegn Portúgal í síðustu viku.Getty Luis Enrique er eini landsliðsþjálfarinn sem ekki nýtti sér það að geta valið 26 manna landsliðshóp, en hóparnir eru stærri einmitt til að bregðast við vandræðum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Enrique valdi bara 24 leikmenn. Hann hefur hins vegar núna kallað á fimm leikmenn til að vera til taks ef skipta þarf öðrum út, en skipta má út leikmönnum í sérstökum neyðartilvikum eins og vegna kórónuveirusmits, allt að 48 klukkustundum fyrir leik. Enrique kallaði á þá Rodrigo Moreno úr Leeds, Pablo Fornals úr West Ham, Carlos Soler úr Valencia, Brais Méndez úr Celta Vigo og Raúl Albiol úr Villarreal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira