Patrekur: Ég elska handbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. júní 2021 20:16 Patrekur Jóhannesson var gríðarlega sáttur í leikslok. Vísir/Elín Björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna á Selfossi í kvöld. Lokatölur 28-30 og Stjörnumenn eru því komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Hvað á maður að segja eftir svona leik? Selfossliðið er hörkulið sem ég þekki mjög vel og þetta var bara ótrúlega flott hjá strákunum,“ sagði Patti eftir leikinn. „Við vorum í mjög góðu jafnvægi fyrir leikinn og fórum vel yfir það sem við gerðum vitlaust í fyrri leiknum. Vð vorum líka andlega sterkir þegar við lendum undir.“ „Þetta er abra magnað. Þetta er besti árangur liðsins í deildarkeppni í einhver 15 ár og núna erum við í fyrsta skipti komnir þetta langt.“ Ég auðvitað finn aðeins til með Selfyssingum en þetta var hörkuleikur og ég er hrikalega ánægður.“ Stjarnan lennti fjórum mörkum undir um miðjan seinni hálfleik og þurfti því að vinna upp sex mörk til að komast áfram. Patti þurfti að bregðast við snemma í seinni hálfleik, og þegar aðeins tólf mínútur voru liðnar af honum var hann búinn með leikhléin sín. „Ég er bara þannig þjálfari að ég sæki alltaf. Menn mega hafa sína skoðun á því, ef ég sé hlutina ekki ganga þá reyni ég alltaf að sækja til sigurs. Ég er mjög grimmur á því að breyta vörnum ef ég er með leikmenn sem hafa trú á mér og eru skipulagðir.“ „Auðvitað var sjö á sex ákveðinn þáttur í þessu. Við fengum ágætis færi og vorum líka klókir. Brynjar Darri kemur svo líka inn í markið og ver mjög mikilvæga bolta. Eins og ég segi var þetta bara jafn leikur á móti hörkuliði.“ Selfyssingar voru mjög óánægðir með lokasókn gestanna þar sem að þeir fengu að hanga nokkuð lengi á boltanum. Stjörnumenn voru klókir og sóttu aukaköst og létu klukkuna vinna með sér. „Varðandi þetta síðasta þá held ég að það séu fjórar sendingar eftir og Bjöggi fer á vörnina og það er brotið á honum. Er þá ekki bara dæmt aukakast? Af hverju á að vera að rífa kjaft yfir því?“ „En ég skil þá svo sem alveg vel. Maður er svekktur og sár og ég get fundið fullt af punktum sjálfur. Líka úr síðasta leik. Til dæmis þegar Ragnar leggur boltann ekki niður og fær ekki tvær mínútur. Það er hægt að finna endalaust af þessu. Ég skil það alveg. Ég myndi örugglega gera það sjálfur ef við hefðum tapað. Þetta var bara vel gert hjá Bjögga. Reynsla.“ Stjarnan fær ekki auðvelt verkefni í undanúrslitum þar sem að þeir mæta Haukum. Patti segist ekki hafa verið farinn að hugsa út í næstu viðureign en Haukarnir hafa verið óstöðvandi í seinustu leikjum. „Ég viðurkenni það að ég var ekki byrjaður að hugsa út í það. Ég vildi nú bara að mínir menn gæfu allt í þennan leik og að maður gæti farið inn í klefa og litið í spegilinn eftir að hafa gefið allt í þetta.“ „Jú, jú, það eru Haukar og það vita allir hvað þeir geta en allir leikir leggjast vel í mig. Það er alveg sama á móti hvaða liði ég spila, ég hlakka alltaf til. Ég elska handbolta og ég elska að þjálfa. Eins og ég elskaði að þjálfa á Selfossi þá þykir mér alveg jafn vænt um strákana mína í Garðabænum svo að ég hlakka bara til.“ Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
„Hvað á maður að segja eftir svona leik? Selfossliðið er hörkulið sem ég þekki mjög vel og þetta var bara ótrúlega flott hjá strákunum,“ sagði Patti eftir leikinn. „Við vorum í mjög góðu jafnvægi fyrir leikinn og fórum vel yfir það sem við gerðum vitlaust í fyrri leiknum. Vð vorum líka andlega sterkir þegar við lendum undir.“ „Þetta er abra magnað. Þetta er besti árangur liðsins í deildarkeppni í einhver 15 ár og núna erum við í fyrsta skipti komnir þetta langt.“ Ég auðvitað finn aðeins til með Selfyssingum en þetta var hörkuleikur og ég er hrikalega ánægður.“ Stjarnan lennti fjórum mörkum undir um miðjan seinni hálfleik og þurfti því að vinna upp sex mörk til að komast áfram. Patti þurfti að bregðast við snemma í seinni hálfleik, og þegar aðeins tólf mínútur voru liðnar af honum var hann búinn með leikhléin sín. „Ég er bara þannig þjálfari að ég sæki alltaf. Menn mega hafa sína skoðun á því, ef ég sé hlutina ekki ganga þá reyni ég alltaf að sækja til sigurs. Ég er mjög grimmur á því að breyta vörnum ef ég er með leikmenn sem hafa trú á mér og eru skipulagðir.“ „Auðvitað var sjö á sex ákveðinn þáttur í þessu. Við fengum ágætis færi og vorum líka klókir. Brynjar Darri kemur svo líka inn í markið og ver mjög mikilvæga bolta. Eins og ég segi var þetta bara jafn leikur á móti hörkuliði.“ Selfyssingar voru mjög óánægðir með lokasókn gestanna þar sem að þeir fengu að hanga nokkuð lengi á boltanum. Stjörnumenn voru klókir og sóttu aukaköst og létu klukkuna vinna með sér. „Varðandi þetta síðasta þá held ég að það séu fjórar sendingar eftir og Bjöggi fer á vörnina og það er brotið á honum. Er þá ekki bara dæmt aukakast? Af hverju á að vera að rífa kjaft yfir því?“ „En ég skil þá svo sem alveg vel. Maður er svekktur og sár og ég get fundið fullt af punktum sjálfur. Líka úr síðasta leik. Til dæmis þegar Ragnar leggur boltann ekki niður og fær ekki tvær mínútur. Það er hægt að finna endalaust af þessu. Ég skil það alveg. Ég myndi örugglega gera það sjálfur ef við hefðum tapað. Þetta var bara vel gert hjá Bjögga. Reynsla.“ Stjarnan fær ekki auðvelt verkefni í undanúrslitum þar sem að þeir mæta Haukum. Patti segist ekki hafa verið farinn að hugsa út í næstu viðureign en Haukarnir hafa verið óstöðvandi í seinustu leikjum. „Ég viðurkenni það að ég var ekki byrjaður að hugsa út í það. Ég vildi nú bara að mínir menn gæfu allt í þennan leik og að maður gæti farið inn í klefa og litið í spegilinn eftir að hafa gefið allt í þetta.“ „Jú, jú, það eru Haukar og það vita allir hvað þeir geta en allir leikir leggjast vel í mig. Það er alveg sama á móti hvaða liði ég spila, ég hlakka alltaf til. Ég elska handbolta og ég elska að þjálfa. Eins og ég elskaði að þjálfa á Selfossi þá þykir mér alveg jafn vænt um strákana mína í Garðabænum svo að ég hlakka bara til.“
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00