Þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2021 18:00 Halldór Jóhann var ekki sáttur með sína menn í dag. Vísir/Bára Dröfn Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfyssinga var gríðarlega ósáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið tók á móti Haukum í Olísdeild karla í dag. Lokatölur 24-35 í mikilvægum leik fyrir hans menn sem eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Lokatölur 24-35 í mikilvægum leik fyrir hans menn sem eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15