BBC biðst afsökunar á umdeildu Díönu-viðtali frá 1995 Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2021 14:06 Díana prinsessa, sem lést árið 1997, lýsti því eftirminnilega í viðtalinu að þau hafi verið þrjú í þessu hjónabandi og vísaði þar í samband Karls og Camillu Parker-Bowles. Breska ríkisútvarpið hefur í fyrsta sinn beðist afsökunar á umdeildu viðtali sjónvarpsmannsins Martins Bashir við Díönu prinsessu frá 1995. Það er gert eftir óháða rannsókn á aðdraganda og framkvæmd viðtalsins, niðurstöður hverrar voru birtar í dag. Rannsóknin leiddi í ljós að ráðskast hafi verið með Díönu á óeðlilegan hátt, í þeim tilgangi að fá hana til að veita samþykki sitt fyrir að mæta í viðtal. Gagnrýni hefur lengi beinst að BBC vegna viðtalsins, sér í lagi frá fjölskyldu Díönu, þar sem fullyrt hefur verið að starfsmenn BBC hafi náð samkomulagi um viðtalið á fölskum forsendum. Viðtalið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem prinsessan ræddi meðal annars vandamálin í hjónabandi sínu og Karls Bretaprins. Í viðtalinu sagði Díana eftirminnilega: „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi. Það var fremur fjölmennt.“ Vísaði hún þar í samband eiginmanns síns og Camillu Parker-Bowles. Núna, aldarfjórðungi síðar, hefur BBC í fyrsta skipti beðist afsökunar á viðtalinu sem sýnt var í þættinum Panorama 20. nóvember 1995. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem dómarinn fyrrverandi Lord Dyson leiddi, kemur fram að Bashir hafi notast við óheiðarlegar aðferðir til að fá Díönu til að greina frá vandamálunum í hjónabandi þeirra Karls. Sömuleiðis hafi BBC hylmt yfir vinnubrögð Bashirs og þannig ekki staðið undir þeim kröfum sem BBC geri til sjálfs sín. Svo virðist sem að Bashir hafi sýnt Earl Spencer, bróður Díönu, fölsuð skjöl í þeim tilgangi að koma á trausti þeirra í millum, til að Spencer myndi kynna Bashir fyrir Díönu. Bashir hefur sagt að hann sjái eftir því hvernig að viðtalinu var staðið, en að hann sé þó enn gríðarlega stoltur af viðtalinu sjálfu. Fjölmiðlar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33 Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Rannsóknin leiddi í ljós að ráðskast hafi verið með Díönu á óeðlilegan hátt, í þeim tilgangi að fá hana til að veita samþykki sitt fyrir að mæta í viðtal. Gagnrýni hefur lengi beinst að BBC vegna viðtalsins, sér í lagi frá fjölskyldu Díönu, þar sem fullyrt hefur verið að starfsmenn BBC hafi náð samkomulagi um viðtalið á fölskum forsendum. Viðtalið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem prinsessan ræddi meðal annars vandamálin í hjónabandi sínu og Karls Bretaprins. Í viðtalinu sagði Díana eftirminnilega: „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi. Það var fremur fjölmennt.“ Vísaði hún þar í samband eiginmanns síns og Camillu Parker-Bowles. Núna, aldarfjórðungi síðar, hefur BBC í fyrsta skipti beðist afsökunar á viðtalinu sem sýnt var í þættinum Panorama 20. nóvember 1995. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem dómarinn fyrrverandi Lord Dyson leiddi, kemur fram að Bashir hafi notast við óheiðarlegar aðferðir til að fá Díönu til að greina frá vandamálunum í hjónabandi þeirra Karls. Sömuleiðis hafi BBC hylmt yfir vinnubrögð Bashirs og þannig ekki staðið undir þeim kröfum sem BBC geri til sjálfs sín. Svo virðist sem að Bashir hafi sýnt Earl Spencer, bróður Díönu, fölsuð skjöl í þeim tilgangi að koma á trausti þeirra í millum, til að Spencer myndi kynna Bashir fyrir Díönu. Bashir hefur sagt að hann sjái eftir því hvernig að viðtalinu var staðið, en að hann sé þó enn gríðarlega stoltur af viðtalinu sjálfu.
Fjölmiðlar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33 Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33
Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06