KA getur komist í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sextán ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 14:45 KA-mennirnir Jóhann Geir Sævarsson og Ragnar Snær Njálsson fagna. Ragnar lék með síðasta KA-liðinu sem komst í úrslitakeppnina, tímabilið 2004-05, sem og faðir Jóhanns, Sævar Árnason. vísir/hulda margrét KA fær í kvöld tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá tímabilinu 2004-05. KA fær FH í heimsókn í eina leik dagsins í Olís-deild karla en hann hefst klukkan 18:00. Ef KA-menn fá stig í leiknum eru þeir öruggir með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn eftir að þeir komust aftur upp í efstu deild 2018 og í fyrsta sinn undir merkjum KA síðan 2005. KA-menn komust þá í átta liða úrslit en féllu úr leik fyrir ÍR-ingum, 2-0. Tveir leikmenn í KA-liðinu í dag léku með því fyrir sextán árum, reynsluboltarnir Andri Snær Stefánsson og Ragnar Snær Njálsson. Þá var þjálfari KA, Jónatan Magnússon, ein af burðarásum KA-liðsins á þeim tíma. Lið KA í síðasta leik þess í úrslitakeppni, gegn ÍR í KA-heimilinu 7. apríl 2005. ÍR-ingar unnu leikinn, 30-35.hsí KA er í 8. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram sem er í 9. sætinu. Frammarar geta bara náð KA-mönnum að stigum en af það gerist verður Fram alltaf fyrir ofan vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Með sigri í kvöld jafnar KA Selfoss að stigum í 3. sæti deildarinnar. Báðir leikir liðanna enduðu 24-24 og því er eins jafnt á með þeim komið í innbyrðis viðureignum og hægt er. Selfoss er með 22 mörk í plús en KA nítján svo KA-menn þyrftu að vinna fjögurra marka sigur á FH-ingum til að skjótast upp fyrir Selfyssinga. Dramatíkin í aðalhlutverki Ef KA vinnur í kvöld verður liðið aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í 2. sæti og ætti þá betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Fimleikafélaginu. Fyrri leikur FH og KA var dramatískur í meira lagi. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA-manna úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Aukakastið var hins vegar ekki tekið á réttum stað og því hefði KA ekki átt að fá vítið. Eftir leikinn í kvöld verða öll lið Olís-deildarinnar búin að spila tuttugu leiki. Næstsíðasta umferðin fer fram á mánudaginn, öðrum í Hvítasunnu, og lokaumferðin á fimmtudaginn eftir viku. KA sækir Val heim í næstsíðustu umferðinni og mætir svo Þór í Akureyrarslag í KA-heimilinu í lokaumferðinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla KA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
KA fær FH í heimsókn í eina leik dagsins í Olís-deild karla en hann hefst klukkan 18:00. Ef KA-menn fá stig í leiknum eru þeir öruggir með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn eftir að þeir komust aftur upp í efstu deild 2018 og í fyrsta sinn undir merkjum KA síðan 2005. KA-menn komust þá í átta liða úrslit en féllu úr leik fyrir ÍR-ingum, 2-0. Tveir leikmenn í KA-liðinu í dag léku með því fyrir sextán árum, reynsluboltarnir Andri Snær Stefánsson og Ragnar Snær Njálsson. Þá var þjálfari KA, Jónatan Magnússon, ein af burðarásum KA-liðsins á þeim tíma. Lið KA í síðasta leik þess í úrslitakeppni, gegn ÍR í KA-heimilinu 7. apríl 2005. ÍR-ingar unnu leikinn, 30-35.hsí KA er í 8. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram sem er í 9. sætinu. Frammarar geta bara náð KA-mönnum að stigum en af það gerist verður Fram alltaf fyrir ofan vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Með sigri í kvöld jafnar KA Selfoss að stigum í 3. sæti deildarinnar. Báðir leikir liðanna enduðu 24-24 og því er eins jafnt á með þeim komið í innbyrðis viðureignum og hægt er. Selfoss er með 22 mörk í plús en KA nítján svo KA-menn þyrftu að vinna fjögurra marka sigur á FH-ingum til að skjótast upp fyrir Selfyssinga. Dramatíkin í aðalhlutverki Ef KA vinnur í kvöld verður liðið aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í 2. sæti og ætti þá betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Fimleikafélaginu. Fyrri leikur FH og KA var dramatískur í meira lagi. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA-manna úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Aukakastið var hins vegar ekki tekið á réttum stað og því hefði KA ekki átt að fá vítið. Eftir leikinn í kvöld verða öll lið Olís-deildarinnar búin að spila tuttugu leiki. Næstsíðasta umferðin fer fram á mánudaginn, öðrum í Hvítasunnu, og lokaumferðin á fimmtudaginn eftir viku. KA sækir Val heim í næstsíðustu umferðinni og mætir svo Þór í Akureyrarslag í KA-heimilinu í lokaumferðinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla KA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira