Boston í úrslitakeppnina þökk sé 50 stiga leik Tatums Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2021 07:30 Jayson Tatum keyrir að körfu Washington Wizards í sigrinum í nótt. AP/Charles Krupa Eftir afar slæmt gengi síðasta mánuðinn af deildarkeppni NBA-deildarinnar náðu Boston Celtics að rífa sig í gang í nótt og koma sér í úrslitakeppnina. Hið nýja umspil NBA-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Liðin í 7. og 8. sæti austurdeildar mættust og þar vann Boston 118-100 sigur á Washington Wizards. Washington fær annað tækifæri til að komast í úrslitakeppnina – hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers sem unnu Charlotte Hornets 144-117, í uppgjöri liðanna í 9. og 10. sæti. Boston getur þakkað Jayson Tatum það að liðið skuli komið í úrslitakeppnina, þar sem Boston mætir Brooklyn Nets. Indiana eða Washington mun mæta Philadelphia 76ers. Tatum skoraði 50 stig í nótt eða hátt í helming stiga Boston. Hann skoraði 32 af stigunum í seinni hálfleik en Boston hóf hann af miklum krafti með 22-4 spretti. Þannig komst liðið í 74-58 og þó að Washington hafi náð að minnka muninn í sjö stig þá komst liðið ekki nær. Tatum hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa of hægt um sig sem leiðtogi Boston en það var annað uppi á teningnum í nótt: „Ég veit að ég hef öðlast virðingu liðsfélaga mína. Ég hef öðlast virðingu strákanna sem ég spila á móti. Ég hef trú á sjálfum mér og það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Tatum. „Mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg“ Í Indianapolis var aldrei spurning hvernig færi. Domantas Sabonis skoraði 14 stig, tók 21 frákast og gaf níu stoðsendingar í öruggum sigri Pacers. „Þegar að maður tapar með þrjátíu stiga mun þá hefur ekkert gengið upp. Þeir mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg. Þeir voru grimmara liðið og léku fullir af orku,“ sagði Cody Zeller, leikmaður Charlotte og fyrrverandi stjarna Indiana háskólaliðsins. Umspilið heldur áfram í kvöld í vesturdeildinni þegar meistarar LA Lakers mæta Golden State Warriors í leik sem mun færa öðru liðinu sæti í úrslitakeppninni. Tapliðið mun þurfa að mæta Memphis Grizzlies eða San Antonio Spurs sem mætast einnig í kvöld. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Hið nýja umspil NBA-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Liðin í 7. og 8. sæti austurdeildar mættust og þar vann Boston 118-100 sigur á Washington Wizards. Washington fær annað tækifæri til að komast í úrslitakeppnina – hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers sem unnu Charlotte Hornets 144-117, í uppgjöri liðanna í 9. og 10. sæti. Boston getur þakkað Jayson Tatum það að liðið skuli komið í úrslitakeppnina, þar sem Boston mætir Brooklyn Nets. Indiana eða Washington mun mæta Philadelphia 76ers. Tatum skoraði 50 stig í nótt eða hátt í helming stiga Boston. Hann skoraði 32 af stigunum í seinni hálfleik en Boston hóf hann af miklum krafti með 22-4 spretti. Þannig komst liðið í 74-58 og þó að Washington hafi náð að minnka muninn í sjö stig þá komst liðið ekki nær. Tatum hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa of hægt um sig sem leiðtogi Boston en það var annað uppi á teningnum í nótt: „Ég veit að ég hef öðlast virðingu liðsfélaga mína. Ég hef öðlast virðingu strákanna sem ég spila á móti. Ég hef trú á sjálfum mér og það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Tatum. „Mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg“ Í Indianapolis var aldrei spurning hvernig færi. Domantas Sabonis skoraði 14 stig, tók 21 frákast og gaf níu stoðsendingar í öruggum sigri Pacers. „Þegar að maður tapar með þrjátíu stiga mun þá hefur ekkert gengið upp. Þeir mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg. Þeir voru grimmara liðið og léku fullir af orku,“ sagði Cody Zeller, leikmaður Charlotte og fyrrverandi stjarna Indiana háskólaliðsins. Umspilið heldur áfram í kvöld í vesturdeildinni þegar meistarar LA Lakers mæta Golden State Warriors í leik sem mun færa öðru liðinu sæti í úrslitakeppninni. Tapliðið mun þurfa að mæta Memphis Grizzlies eða San Antonio Spurs sem mætast einnig í kvöld.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira