Umdeild fjölmiðlasamsteypa semur við Facebook Snorri Másson skrifar 18. maí 2021 22:00 Axel Springer er stærsti útgefandi í Þýskalandi og hefur nú samið við sölu á efni til Facebook News. Getty/Kay Nietfeld Þýska fjölmiðlasamsteypan Axel Springer Verlag tilkynnti í gær um umfangsmikinn dreifingarsamning við samfélagsmiðilinn Facebook, nokkru eftir að aðrir þýskir fjölmiðlar gerðu áþekka samninga við miðilinn. Samningurinn felur í sér að Facebook fái að dreifa fréttum útgefandans, sem koma m.a. frá stærsta miðli Þýskalands, BILD, og einu stærri dagblaða landsins, Die Welt. Efnið mun Facebook birta undir merkjum Facebook News, sem er tilraun þeirra til stofnunar allsherjarfréttaveitu. Sú er enn ekki aðgengileg öllum Íslendingum. Umræðan undanfarin ár hefur almennt verið á þá leið að Facebook sölsi sífellt til sín meiri völd á kostnað hefðbundinnar fjölmiðlaútgáfu en ekki er ljóst að umræddur samningur sé dæmi um slíka þróun. Fjárhagsleg atriði samningsins eru ekki opinber en að sögn fréttaskýranda Frankfurter Allgemeine Zeitung má lesa það úr tilkynningu útgefandans að um sé að ræða nýja, trausta tekjulind fyrir fjölmiðlana. Þannig séu blöðin farin að græða á dreifingu frétta sem voru þegar í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Það breytist ekki að öðru leyti en að nú fá menn borgað fyrir efnið. Ísraelski fáninn var dreginn að húni hjá Axel Springer á sunnudaginn til stuðnings Ísraelsmönnum í átökum þeirra við Palestínumenn.Getty/Fabian Sommer Fréttaskýrandi FAZ telur að Axel Springer hafi gert góðan samning og jafnvel betri en hinir þýsku miðlarnir, sem flestir hafa einnig gert samning við Facebook. Töf var á samningi Springer vegna sérstöðu miðilsins, sem er risi á þýskum fjölmiðlamarkaði. Um leið er Axel Springer Verlag harla umdeildur útgefandi meðal almennings, enda boðberi íhaldssamra gilda en um leið þekktur fyrir frjálslega meðferð á staðreyndum á miðlum BILD, sem er þó útbreiddasta dagblað Þýskalands. Skemmst er frá því að segja að Facebook gerði svipaða samninga við ástralska fjölmiðla fyrr á þessu ári. Þar komst fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch í áskrift að tekjum frá samfélagsmiðlinum en Murdoch á því sem nemur 70% af áströlskum miðlum. Hann á einnig Fox News í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar Þýskaland Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samningurinn felur í sér að Facebook fái að dreifa fréttum útgefandans, sem koma m.a. frá stærsta miðli Þýskalands, BILD, og einu stærri dagblaða landsins, Die Welt. Efnið mun Facebook birta undir merkjum Facebook News, sem er tilraun þeirra til stofnunar allsherjarfréttaveitu. Sú er enn ekki aðgengileg öllum Íslendingum. Umræðan undanfarin ár hefur almennt verið á þá leið að Facebook sölsi sífellt til sín meiri völd á kostnað hefðbundinnar fjölmiðlaútgáfu en ekki er ljóst að umræddur samningur sé dæmi um slíka þróun. Fjárhagsleg atriði samningsins eru ekki opinber en að sögn fréttaskýranda Frankfurter Allgemeine Zeitung má lesa það úr tilkynningu útgefandans að um sé að ræða nýja, trausta tekjulind fyrir fjölmiðlana. Þannig séu blöðin farin að græða á dreifingu frétta sem voru þegar í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Það breytist ekki að öðru leyti en að nú fá menn borgað fyrir efnið. Ísraelski fáninn var dreginn að húni hjá Axel Springer á sunnudaginn til stuðnings Ísraelsmönnum í átökum þeirra við Palestínumenn.Getty/Fabian Sommer Fréttaskýrandi FAZ telur að Axel Springer hafi gert góðan samning og jafnvel betri en hinir þýsku miðlarnir, sem flestir hafa einnig gert samning við Facebook. Töf var á samningi Springer vegna sérstöðu miðilsins, sem er risi á þýskum fjölmiðlamarkaði. Um leið er Axel Springer Verlag harla umdeildur útgefandi meðal almennings, enda boðberi íhaldssamra gilda en um leið þekktur fyrir frjálslega meðferð á staðreyndum á miðlum BILD, sem er þó útbreiddasta dagblað Þýskalands. Skemmst er frá því að segja að Facebook gerði svipaða samninga við ástralska fjölmiðla fyrr á þessu ári. Þar komst fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch í áskrift að tekjum frá samfélagsmiðlinum en Murdoch á því sem nemur 70% af áströlskum miðlum. Hann á einnig Fox News í Bandaríkjunum.
Fjölmiðlar Þýskaland Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira