Adidas og Ye sættast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. október 2024 20:32 Adidas og Ye hafa náð sáttasamkomulagi um að ljúka málaferlum sem staðið hafa yfir þeirra á milli í tvö ár. Yeezy skórnir voru ein vinsælasta vara þýska fatarisans þegar þeir slitu samstarfi við rapparann. Getty Þýski íþróttavoruframleiðandinn Adidas og rapparinn Ye, áður Kanye West, hafa náð sáttum eftir að hafa staðið í málaferlum síðan Adidas sleit samstarfi við rapparann árið 2022. Adidas sleit samstarfinu vegna endurtekinnar særandi hegðunar og furðulegra ummæla Ye. Rapparinn hafði þá farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, þar sem hann lét allt flakka og spúði gyðingahatri. Fyrr á árinu hafði Ye einnig verið iðinn við að viðra umdeildar og ögrandi skoðanir eins og honum einum er lagið. Hann sætti mikilli gagnrýni þegar hann klæddist bol með áletruninni „White lives matter“ á tískusýningu í París. Rapparinn fullyrti að Black lives matter hreyfingin hefði verið svik og svaraði gagnrýninni á sig með þeim hætti að verið væri að rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun. Engar greiðslur í sáttasamkomulaginu Bjorn Gulden forstjóri Adidas neitaði að tjá sig um samkomulagið að öðru leyti en að engir peningar væru í spilinu. „Báðir aðilar halda bara áfram,“ sagði hann. Yeezy skórnir sem Ye gerði með Adidas höfðu notið gífurlegra vinsælda, og kostaði parið af þeim marga tugi þúsunda íslenskra króna. Adidas hætti að selja skóna á sínum tíma en seldi hluta af lagernum á síðasta ári á afsláttarverði. Fyrir rúmum mánuði síðan hélt Ye tónleika í Seul í Kóreu, og þá fékk hann tónleikagesti til að öskra með sér „Fuck Adidas!“ aftur og aftur. @censored_vidz #Ye starts a "fuck adidas" chant with his audience in #Korea. #fy #fypage #fypシ゚viral #trending #worldstar #ye #kanyewest #adidas #yeezy ♬ original sound - DAILY CLIPS📲 Mál Kanye West Tíska og hönnun Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58 Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Adidas sleit samstarfinu vegna endurtekinnar særandi hegðunar og furðulegra ummæla Ye. Rapparinn hafði þá farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, þar sem hann lét allt flakka og spúði gyðingahatri. Fyrr á árinu hafði Ye einnig verið iðinn við að viðra umdeildar og ögrandi skoðanir eins og honum einum er lagið. Hann sætti mikilli gagnrýni þegar hann klæddist bol með áletruninni „White lives matter“ á tískusýningu í París. Rapparinn fullyrti að Black lives matter hreyfingin hefði verið svik og svaraði gagnrýninni á sig með þeim hætti að verið væri að rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun. Engar greiðslur í sáttasamkomulaginu Bjorn Gulden forstjóri Adidas neitaði að tjá sig um samkomulagið að öðru leyti en að engir peningar væru í spilinu. „Báðir aðilar halda bara áfram,“ sagði hann. Yeezy skórnir sem Ye gerði með Adidas höfðu notið gífurlegra vinsælda, og kostaði parið af þeim marga tugi þúsunda íslenskra króna. Adidas hætti að selja skóna á sínum tíma en seldi hluta af lagernum á síðasta ári á afsláttarverði. Fyrir rúmum mánuði síðan hélt Ye tónleika í Seul í Kóreu, og þá fékk hann tónleikagesti til að öskra með sér „Fuck Adidas!“ aftur og aftur. @censored_vidz #Ye starts a "fuck adidas" chant with his audience in #Korea. #fy #fypage #fypシ゚viral #trending #worldstar #ye #kanyewest #adidas #yeezy ♬ original sound - DAILY CLIPS📲
Mál Kanye West Tíska og hönnun Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58 Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. 9. október 2022 22:58
Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18. október 2022 21:01
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58