Reykjavíkurrisarnir mætast í átta liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 12:32 Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox gengu báðir til liðs við Val frá KR. Valur og KR mætast í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í Origo höllinni í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í deildinni og þá unnu liðin sinn leikinn hvor innbyrgðis. Valsmenn unnu þó innbyrgðisviðureignirnar samtals með einu stigi og þetta eina stig tryggði þeim heimaleikjaréttinn. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir þessa viðureign í Körfuboltakvöldi í vikunni og hvers væri að vænta þegar þessi tvö stórveldi mætast. Ef helstu tölfræðiþættir eru skoðaðir má sjá að KR-ingar standa betur að vígi í sóknarleiknum í vetur, en Valsmenn eru með betri varnartölfræði. Bæði lið eru að fá mikið af stigum af bekknum sem sýnir mikla breidd þessara tveggja liða en erfitt er að sjá að annað liðið sé með augljóst forskot í helstu tölfræðiþáttum vetrarins. Jordan Roland er lykilmaður í liði Vals. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum“ Valsmenn eru með vel skipað lið, og stór hluti leikmanna þeirra hefur komið frá KR. Einn af betri leikmönnum Vals í vetur hefur verið Jordan Roland. „Þetta er bara ofboðslegur skorari og hann er alltaf til í að taka skotið en hann er aldrei að þröngva neinum fáránlegum skotum,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum þannig að ekki láta blekkjast með það.“ „Bara það að Roland og Ty Sabin séu að fara að mætast er næg ástæða fyrir því að það er enginn að fara að missa af einum einast leik í þessari seríu. Það að Valur og KR séu að fara að mætast þýðir að nú eiga allir að fá sér áskrift af Stöð 2 Sport. Ekki missa af þessu.“ Klippa: Valur - KR „Ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería“ Teitur Örlygsson var sammála Benedikt og sagði að þetta væri ein mest spennandi viðureign síðari ára. „Þetta eru sjöfaldir meistarar sem byggðu upp eitthvað stóð af „homegrown“ leikmönnum og unnu titilinn sjö sinnum í röð og eru ríkjandi meistarar.“ „Svo kemur bara liðið við hliðina nánast með óútfylltan tékka og tekur Kristófer, Pavel, Jón Arnór og Finn. Er ég að gleyma einhverjum?“ Hvorki Benedikt né Teitur treystu sér í að spá fyrir um hvort liðið myndi vinna þetta einvígi. „Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería,“ bætti Benedikt við. „Valur er með heimavallarréttinn, er það gott eða slæmt? KR er búið að vinna alla útileikina og tapa öllum heimaleikjunum, svona nánast. Er þá ekki bara gott fyrir þá að Valur eigi heimavallarréttinn?“ “Ég held að það sé mikilvægt fyrir KR að reyna að ná inn mikið af hröðum stigum. Valsmenn eru líkamlega sterkari og munu reyna að stoppa það,“ sagði Teitur. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir KR að gera vel á opnum velli og reyna að vinna frákastabaráttuna.“ Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20:10 í kvöld, en upphitun hefst klukkan 19:45. Umræðu strákana í Körfuboltakvöldi um þessa viðureign má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir þessa viðureign í Körfuboltakvöldi í vikunni og hvers væri að vænta þegar þessi tvö stórveldi mætast. Ef helstu tölfræðiþættir eru skoðaðir má sjá að KR-ingar standa betur að vígi í sóknarleiknum í vetur, en Valsmenn eru með betri varnartölfræði. Bæði lið eru að fá mikið af stigum af bekknum sem sýnir mikla breidd þessara tveggja liða en erfitt er að sjá að annað liðið sé með augljóst forskot í helstu tölfræðiþáttum vetrarins. Jordan Roland er lykilmaður í liði Vals. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum“ Valsmenn eru með vel skipað lið, og stór hluti leikmanna þeirra hefur komið frá KR. Einn af betri leikmönnum Vals í vetur hefur verið Jordan Roland. „Þetta er bara ofboðslegur skorari og hann er alltaf til í að taka skotið en hann er aldrei að þröngva neinum fáránlegum skotum,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum þannig að ekki láta blekkjast með það.“ „Bara það að Roland og Ty Sabin séu að fara að mætast er næg ástæða fyrir því að það er enginn að fara að missa af einum einast leik í þessari seríu. Það að Valur og KR séu að fara að mætast þýðir að nú eiga allir að fá sér áskrift af Stöð 2 Sport. Ekki missa af þessu.“ Klippa: Valur - KR „Ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería“ Teitur Örlygsson var sammála Benedikt og sagði að þetta væri ein mest spennandi viðureign síðari ára. „Þetta eru sjöfaldir meistarar sem byggðu upp eitthvað stóð af „homegrown“ leikmönnum og unnu titilinn sjö sinnum í röð og eru ríkjandi meistarar.“ „Svo kemur bara liðið við hliðina nánast með óútfylltan tékka og tekur Kristófer, Pavel, Jón Arnór og Finn. Er ég að gleyma einhverjum?“ Hvorki Benedikt né Teitur treystu sér í að spá fyrir um hvort liðið myndi vinna þetta einvígi. „Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería,“ bætti Benedikt við. „Valur er með heimavallarréttinn, er það gott eða slæmt? KR er búið að vinna alla útileikina og tapa öllum heimaleikjunum, svona nánast. Er þá ekki bara gott fyrir þá að Valur eigi heimavallarréttinn?“ “Ég held að það sé mikilvægt fyrir KR að reyna að ná inn mikið af hröðum stigum. Valsmenn eru líkamlega sterkari og munu reyna að stoppa það,“ sagði Teitur. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir KR að gera vel á opnum velli og reyna að vinna frákastabaráttuna.“ Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20:10 í kvöld, en upphitun hefst klukkan 19:45. Umræðu strákana í Körfuboltakvöldi um þessa viðureign má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira