Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 13. maí 2021 21:05 Valur fagnaði 3-2 sigri í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. Það var hörkufín stemmning að Hlíðenda í kvöld þar sem Valsmenn fengu Kópavogspilta úr HK í heimsókn. Bæði liðin ætluðu sér sigur enda gerðu bæði liðin jafntefli í síðustu umferð. Heimir Guðjónsson þjálfari Vals gerði eina breytingu frá jafnteflinu við FH, Birkir Heimisson kom inn á miðjuna fyrir Hauk Pál Sigurðsson sem var í banni. HK gerðu tvær breytingar frá jafnteflinu við Fylki. Þeir Jón Arnar Barðdal og Valgeir Valgeirsson komu inn í byrjunarliðið. Eftir ágætlega fjörlega byrjun þar sem Valur fékk meðal annars einhverjar 6 hornspyrnur koma mynd á leikinn. Gestirnir drógu sig aðeins til baka en voru alveg til í að halda boltanum innan liðsins þegar þeir unnu hann. Það var sérlega skemmtilegt að fylgjast með baráttu Valgeirs Valgeirsson og Sigurðar Egils Lárussonar á kantinum en HK áttu oft á tíðum fullauðvelt með að finna sér svæði á vængjunum. Valur var þó í bílstjórasætinu mestallan fyrri hálfleikinn. Það var því talsvert högg fyrir liðið þegar þeir lentu undir á 35. mínútu. Valgeir Valgeirsson átti þá góðan sprett upp hægri kantinn og gaf fyrir þar sem Stefán Ljubicic var mættur á nærstöngina og skallaði boltann inn. Hannes Þór í markinu misreiknaði fyrirgjöfina og kom engum vörnum við. Valur tók þá öll völd á vellinum og það bar árangur eftir einungis fimm mínútur. Kristinn Freyr fékk boltann á miðjunni og var fljótur að finna Sigurð Egil úti á vinstri kantinum. Sigurður setti boltann strax fyrir meðfram jörðinni og fann þar hinn frábæra framherja Patrick Pedersen sem þakkaði kærlega fyrir sig með því að rölta framhjá Arnari í markinu og koma boltanum yfir línuna. Staðan 1-1 í hálfleik. Tempóið í leiknum var ekkert sérstakt í byrjun síðari hálfleik en bæði liðin sköpuðu sér ágætis stöður án þess að þó koma sér í góð færi. Birnir Snær var að reynast Val erfiður á þessum tímapunkti og var að opna vörn Valsmanna ágætlega. Á 71. mínútu vildu HK fá víti. Örvar Eggertsson komst inn í teiginn og datt eftir viðskipti við Johannes Vall bakvörð Vals. Erlendur dómari ekki á því þrátt fyrir mótmæli HK manna. Það var ekki fyrr en á 79. mínútu að dró til tíðinda í leiknum. Valsmenn fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan hægra teighornið. Upp stóð Christian Kohler sem smellti boltanum yfir vegginn og í hornið. Arnar Freyr steinrunninn í markinu og kom engum vörnum við. Valsmenn voru aðeins of ljúfir við gestina í kjölfar marksins og HK þakkaði kærlega fyrir sig einungis tveimur mínútum síðar. Arnþór Ari komst þá upp kantinn hægra megin og átti fyrirgjöf. Varnarmenn Vals voru í tómum vandræðum með að koma boltanum frá og boltinn barst til Jóns Arnar Barðdal sem átti gott skot í fjærhornið. Staðan 2-2 og níu mínútur eftir. Landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson leit vægast sagt illa út í þessu marki. Þá var komið að þætti Almarrs Ormarssonar. Almarr hafði verið aðgangsharður og átt nokkur skot að marki án árangurs. Á 91. mínútu leiksins kom svo sigurmarkið. Birkir Már átti fyrirgjöf frá hægri sem Hkingar áttu erfitt með að koma frá markinu. Patrick Pedersen skallaði hann aftur fyrir og eftir klafs barst boltinn út til Almarrs sem tók hann í fyrsta með vinstri og setti hann framhjá Arnari. 3-2 staðan og þrátt fyrir ágætis baráttu þá tókst HK ekki að skapa sér annað færi. Kannski ekki fallegasti sigur sem hefur unnist. En góður var hann. Af hverju vann Valur? Það var í rauninni mikið jafnræði með liðunum enda staðan jöfn eftir 81 mínútu. Valur var sterkari á síðustu 10 mínútunum og tókst að skapa sér þetta sigurmark. En það verður að segjast að það var ekki margt sem skildi á milli liðanna í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Almarr Ormarsson átti virkilega góða innkomu fyrir Val. Hann skoraði sigurmarkið en átti einnig önnur skot að marki og var að auki öflugur í því að brjóta niður sóknir HK. Þá var Birkir Már Sævarsson öflugur þrátt fyrir að hafa ekki litið vel út í öðru marki HK. Hjá gestunum var Birnir Snær virkilega flottur. Var að opna vörn Valsmanna talsvert en vantaði svolítið upp á smiðshöggið. Þá voru stóru strákarnir frammi hjá HK þeir Jón Arnar Barðdal og Stefán Ljubicic góðir. Valsvörninni þótti ekki skemmtilegt að eiga við þá. Hvað gekk illa? Johannes Vall átti á nokkrum vandræðum í vinstri bakvarðastöðunni hjá Val. HK herjuðu talsvert á hann og þeir Valgeir Valgeirsson og Arnþór Ari komust mjög oft í ákjósanlegar fyrirgjafastöður. Hjá HK voru framliggjandi leikmenn liðsins fyrir utan þessa alla fremstu heldur klaufskir að koma framherjunum í færi. En HK eru væntanlega ósáttir að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik því þetta var tækifæri fyrir liðið að ná í fleiri stig. Hvað næst? HK fær FH í heimsókn næstkomandi mánudag kl. 19:15. En Valur á heldur betur stórleik fyrir höndum. Valur smellir sér yfir flugvöllinn og mætir þar KR í alvöru Reykjavíkurslag á mánudaginn kl 19:15. Efast stórlega um að sigurinn hafi verið sanngjarn Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var að vonum létt eftir sigurinn á sprækum HK mönnum „Frábær sigur og við sýndum karakter að skoða sigurmarkið. En í sjálfu sér vorum við ekki öflugir í þessum leik. Sérstaklega ekki varnarlega. Vorum langt frá mönnunum okkar og unnum enga seinni bolta. Þeir voru að skipta þægilega á milli kanta og gerðu okkur erfitt fyrir. En sóknarlega þegar við náðum flæði í þetta þá gekk þetta ágætlega. En, var þetta sanngjarn sigur? Það efast ég stórlega um.“ Valsmenn skoruðu mark númer tvö og komust yfir en fengu strax mark á sig. „Við ætluðum að gera breytingu eftir að hafa skorað 2-1 en svo bara fær leikmaður þeirra að hlaupa með boltann í gegnum marga menn, gaf boltann út, fyrirgjöf og mark.“ Þetta er það sem sigurlið gera Almarr var hetja Vals í kvöld.Valur Almarr Ormarsson var hetja Vals í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. „Já þetta var mjög sætt. Það er alltaf gaman að skora og sérstaklega svona þannig að ég er nokkuð sáttur með þetta.” HK skoruðu strax í næstu sókn eftir að Valur komst í 2-1. Almarr var ánægður með fókusinn á liðinu eftir það. „Já það er alltaf pirrandi að komast yfir og fá þetta svo beint aftur, eins og þú segir í andlitið en mér fannst við tækla það ágætlega. Mér fannst HK sýna mjög flottan leik hérna í dag en þetta er það sem sigurlið gera. Það er að klára svona jafna leiki og við gerðum það í dag.“ Almarr var aðgangsharður í kvöld og átti nokkur skot að marki áður en hann skoraði í lokin, aðspurður sagði hann það ekki hafa verið neitt sérstakt markmið að skjóta mikið. „Ég bara átti að vera fyrir utan teig í föstum leikatriðum og boltinn datt nokkrum sinnum skemmtilega fyrir mig og sem betur fer hitti ég hann svona í síðasta skiptið en hin hefðu kannski mátt vera örlítið betri.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur HK Fótbolti Íslenski boltinn
Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. Það var hörkufín stemmning að Hlíðenda í kvöld þar sem Valsmenn fengu Kópavogspilta úr HK í heimsókn. Bæði liðin ætluðu sér sigur enda gerðu bæði liðin jafntefli í síðustu umferð. Heimir Guðjónsson þjálfari Vals gerði eina breytingu frá jafnteflinu við FH, Birkir Heimisson kom inn á miðjuna fyrir Hauk Pál Sigurðsson sem var í banni. HK gerðu tvær breytingar frá jafnteflinu við Fylki. Þeir Jón Arnar Barðdal og Valgeir Valgeirsson komu inn í byrjunarliðið. Eftir ágætlega fjörlega byrjun þar sem Valur fékk meðal annars einhverjar 6 hornspyrnur koma mynd á leikinn. Gestirnir drógu sig aðeins til baka en voru alveg til í að halda boltanum innan liðsins þegar þeir unnu hann. Það var sérlega skemmtilegt að fylgjast með baráttu Valgeirs Valgeirsson og Sigurðar Egils Lárussonar á kantinum en HK áttu oft á tíðum fullauðvelt með að finna sér svæði á vængjunum. Valur var þó í bílstjórasætinu mestallan fyrri hálfleikinn. Það var því talsvert högg fyrir liðið þegar þeir lentu undir á 35. mínútu. Valgeir Valgeirsson átti þá góðan sprett upp hægri kantinn og gaf fyrir þar sem Stefán Ljubicic var mættur á nærstöngina og skallaði boltann inn. Hannes Þór í markinu misreiknaði fyrirgjöfina og kom engum vörnum við. Valur tók þá öll völd á vellinum og það bar árangur eftir einungis fimm mínútur. Kristinn Freyr fékk boltann á miðjunni og var fljótur að finna Sigurð Egil úti á vinstri kantinum. Sigurður setti boltann strax fyrir meðfram jörðinni og fann þar hinn frábæra framherja Patrick Pedersen sem þakkaði kærlega fyrir sig með því að rölta framhjá Arnari í markinu og koma boltanum yfir línuna. Staðan 1-1 í hálfleik. Tempóið í leiknum var ekkert sérstakt í byrjun síðari hálfleik en bæði liðin sköpuðu sér ágætis stöður án þess að þó koma sér í góð færi. Birnir Snær var að reynast Val erfiður á þessum tímapunkti og var að opna vörn Valsmanna ágætlega. Á 71. mínútu vildu HK fá víti. Örvar Eggertsson komst inn í teiginn og datt eftir viðskipti við Johannes Vall bakvörð Vals. Erlendur dómari ekki á því þrátt fyrir mótmæli HK manna. Það var ekki fyrr en á 79. mínútu að dró til tíðinda í leiknum. Valsmenn fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan hægra teighornið. Upp stóð Christian Kohler sem smellti boltanum yfir vegginn og í hornið. Arnar Freyr steinrunninn í markinu og kom engum vörnum við. Valsmenn voru aðeins of ljúfir við gestina í kjölfar marksins og HK þakkaði kærlega fyrir sig einungis tveimur mínútum síðar. Arnþór Ari komst þá upp kantinn hægra megin og átti fyrirgjöf. Varnarmenn Vals voru í tómum vandræðum með að koma boltanum frá og boltinn barst til Jóns Arnar Barðdal sem átti gott skot í fjærhornið. Staðan 2-2 og níu mínútur eftir. Landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson leit vægast sagt illa út í þessu marki. Þá var komið að þætti Almarrs Ormarssonar. Almarr hafði verið aðgangsharður og átt nokkur skot að marki án árangurs. Á 91. mínútu leiksins kom svo sigurmarkið. Birkir Már átti fyrirgjöf frá hægri sem Hkingar áttu erfitt með að koma frá markinu. Patrick Pedersen skallaði hann aftur fyrir og eftir klafs barst boltinn út til Almarrs sem tók hann í fyrsta með vinstri og setti hann framhjá Arnari. 3-2 staðan og þrátt fyrir ágætis baráttu þá tókst HK ekki að skapa sér annað færi. Kannski ekki fallegasti sigur sem hefur unnist. En góður var hann. Af hverju vann Valur? Það var í rauninni mikið jafnræði með liðunum enda staðan jöfn eftir 81 mínútu. Valur var sterkari á síðustu 10 mínútunum og tókst að skapa sér þetta sigurmark. En það verður að segjast að það var ekki margt sem skildi á milli liðanna í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Almarr Ormarsson átti virkilega góða innkomu fyrir Val. Hann skoraði sigurmarkið en átti einnig önnur skot að marki og var að auki öflugur í því að brjóta niður sóknir HK. Þá var Birkir Már Sævarsson öflugur þrátt fyrir að hafa ekki litið vel út í öðru marki HK. Hjá gestunum var Birnir Snær virkilega flottur. Var að opna vörn Valsmanna talsvert en vantaði svolítið upp á smiðshöggið. Þá voru stóru strákarnir frammi hjá HK þeir Jón Arnar Barðdal og Stefán Ljubicic góðir. Valsvörninni þótti ekki skemmtilegt að eiga við þá. Hvað gekk illa? Johannes Vall átti á nokkrum vandræðum í vinstri bakvarðastöðunni hjá Val. HK herjuðu talsvert á hann og þeir Valgeir Valgeirsson og Arnþór Ari komust mjög oft í ákjósanlegar fyrirgjafastöður. Hjá HK voru framliggjandi leikmenn liðsins fyrir utan þessa alla fremstu heldur klaufskir að koma framherjunum í færi. En HK eru væntanlega ósáttir að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik því þetta var tækifæri fyrir liðið að ná í fleiri stig. Hvað næst? HK fær FH í heimsókn næstkomandi mánudag kl. 19:15. En Valur á heldur betur stórleik fyrir höndum. Valur smellir sér yfir flugvöllinn og mætir þar KR í alvöru Reykjavíkurslag á mánudaginn kl 19:15. Efast stórlega um að sigurinn hafi verið sanngjarn Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var að vonum létt eftir sigurinn á sprækum HK mönnum „Frábær sigur og við sýndum karakter að skoða sigurmarkið. En í sjálfu sér vorum við ekki öflugir í þessum leik. Sérstaklega ekki varnarlega. Vorum langt frá mönnunum okkar og unnum enga seinni bolta. Þeir voru að skipta þægilega á milli kanta og gerðu okkur erfitt fyrir. En sóknarlega þegar við náðum flæði í þetta þá gekk þetta ágætlega. En, var þetta sanngjarn sigur? Það efast ég stórlega um.“ Valsmenn skoruðu mark númer tvö og komust yfir en fengu strax mark á sig. „Við ætluðum að gera breytingu eftir að hafa skorað 2-1 en svo bara fær leikmaður þeirra að hlaupa með boltann í gegnum marga menn, gaf boltann út, fyrirgjöf og mark.“ Þetta er það sem sigurlið gera Almarr var hetja Vals í kvöld.Valur Almarr Ormarsson var hetja Vals í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. „Já þetta var mjög sætt. Það er alltaf gaman að skora og sérstaklega svona þannig að ég er nokkuð sáttur með þetta.” HK skoruðu strax í næstu sókn eftir að Valur komst í 2-1. Almarr var ánægður með fókusinn á liðinu eftir það. „Já það er alltaf pirrandi að komast yfir og fá þetta svo beint aftur, eins og þú segir í andlitið en mér fannst við tækla það ágætlega. Mér fannst HK sýna mjög flottan leik hérna í dag en þetta er það sem sigurlið gera. Það er að klára svona jafna leiki og við gerðum það í dag.“ Almarr var aðgangsharður í kvöld og átti nokkur skot að marki áður en hann skoraði í lokin, aðspurður sagði hann það ekki hafa verið neitt sérstakt markmið að skjóta mikið. „Ég bara átti að vera fyrir utan teig í föstum leikatriðum og boltinn datt nokkrum sinnum skemmtilega fyrir mig og sem betur fer hitti ég hann svona í síðasta skiptið en hin hefðu kannski mátt vera örlítið betri.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti