Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með Freyju Mist sinni. Instagram/@anniethorisdottir Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. Morning Chalk Up fékk íþróttafólk til að opna sig um andlega þáttinn með það markmið að vekja athygli á vandamálum íþróttafólks sem leynast oft á bak við tjöldin. Anníe Mist hefur áður sagt frá reynslu sinni af fyrstu níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar en að þessu sinni opnaði hún sig alveg upp á gátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Eftir að ég eignaðist Freyju þá upplifði ég miklar hæðir og lægðir,“ skrifaði Anníe Mist og hélt áfram: „Já, ánægð, brosandi, fjörug, orkumikil, og ástfangin af lífinu Anníe sem var á sama tíma að glíma við fæðingarþunglyndi,“ skrifaði Anníe Mist. Instagram „Á meðan meðgöngunni stóð ég tók bumbunni fagnandi af því að það var eitthvað að vaxa inn í mér. Ég var stolt að sýna bumbuna og gat ekki beðið eftir því að hitta dóttur mína,“ skrifaði Anníe. „En eftir fæðinguna þá var hún þarna án nokkurrar ástæðu. Hún var ekki til neins. Hún var bara tóm,“ skrifaði Anníe. „Ég hef eytt öllu lífinu í að verða sterkari, hraustari og að vera tilbúin í öll þau líkamlegu próf ég gat ímyndað mér. Ég bjóst við því að fæðingin yrði eins og hver önnur æfing eða áskorun sem líkaminn minn myndi takast á við en svo var ekki,“ skrifaði Anníe. „Líkaminn brást mér,“ skrifaði Anníe hreinskilin. Anníe er sterk fyrirmynd og hún vill segja frá þessum vandamálum sínum til að hjálpa öðrum konum sem eru kannski að glíma við svipaða hluti. „Ég horfði í spegilinn en þekkti ekki það sem ég sá þar. Kannski þekkja einhverjar það sem ég er að tala um. Stór, mjúkur og holdugur belgur. Þetta var ekki minn líkami,“ skrifaði Anníe. Anníe Mist sagði líka frá mjög erfiðri fæðingu sem tók þrjá daga og reyndi gríðarlega mikið á hana. Það má lesa allt bréfið hennar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Morning Chalk Up fékk íþróttafólk til að opna sig um andlega þáttinn með það markmið að vekja athygli á vandamálum íþróttafólks sem leynast oft á bak við tjöldin. Anníe Mist hefur áður sagt frá reynslu sinni af fyrstu níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar en að þessu sinni opnaði hún sig alveg upp á gátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Eftir að ég eignaðist Freyju þá upplifði ég miklar hæðir og lægðir,“ skrifaði Anníe Mist og hélt áfram: „Já, ánægð, brosandi, fjörug, orkumikil, og ástfangin af lífinu Anníe sem var á sama tíma að glíma við fæðingarþunglyndi,“ skrifaði Anníe Mist. Instagram „Á meðan meðgöngunni stóð ég tók bumbunni fagnandi af því að það var eitthvað að vaxa inn í mér. Ég var stolt að sýna bumbuna og gat ekki beðið eftir því að hitta dóttur mína,“ skrifaði Anníe. „En eftir fæðinguna þá var hún þarna án nokkurrar ástæðu. Hún var ekki til neins. Hún var bara tóm,“ skrifaði Anníe. „Ég hef eytt öllu lífinu í að verða sterkari, hraustari og að vera tilbúin í öll þau líkamlegu próf ég gat ímyndað mér. Ég bjóst við því að fæðingin yrði eins og hver önnur æfing eða áskorun sem líkaminn minn myndi takast á við en svo var ekki,“ skrifaði Anníe. „Líkaminn brást mér,“ skrifaði Anníe hreinskilin. Anníe er sterk fyrirmynd og hún vill segja frá þessum vandamálum sínum til að hjálpa öðrum konum sem eru kannski að glíma við svipaða hluti. „Ég horfði í spegilinn en þekkti ekki það sem ég sá þar. Kannski þekkja einhverjar það sem ég er að tala um. Stór, mjúkur og holdugur belgur. Þetta var ekki minn líkami,“ skrifaði Anníe. Anníe Mist sagði líka frá mjög erfiðri fæðingu sem tók þrjá daga og reyndi gríðarlega mikið á hana. Það má lesa allt bréfið hennar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira