Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 11:00 Kvöldið getur endað alla vegna fyrir lið ÍR og Njarðvíkur. Hér er ÍR-ingurinn Evan Singletary að reyna skot í síðasta leik en Njarðvíkingurinn Jón Arnór Sverrisson er til varnar. Vísir/Bára Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Það verður barist um heimvallarréttinn, síðustu sætin í úrslitakeppninni og um að sleppa við fallið þegar lokaumferð Domino´s deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Vísir hefur farið yfir mögulega sætaskipan liðanna tólf eftir þetta kvöld og hér á eftir má finna bestu og verstu úrslitin fyrir hvert og eitt lið sem eru að berjast um eitthvað í 22. umferðinni. Það er ljóst að Keflavík, Þór Þorlákshöfn og Stjarnan enda í þremur efstu sætunum og það breytist ekki neitt. Við þurfum því ekkert að velta fyrir okkur hvað gerist hjá þeim þótt þau geti öll haft áhrif á lokastöðu annarra liða. Yfirlit yfir liðin og sætin sem þau geta lent í: Keflavík - 1. sæti Þór Þorlákshöfn - 2. sæti Stjarnan - 3. sæti KR - 4. til 6. sæti Grindavík - 4. til 6. sæti Valur - 4. til 6. sæti Tindastóll - 7. til 10. sæti Þór Akureyri - 7. til 9. sæti Njarðvík - 7. til 11. sæti ÍR - 7. til 10. sæti Höttur - 10. til 11. sæti Haukar - 12. sæti Við skoðum fyrst baráttuna um fjórða sætið og þar sem heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Það eru lið KR, Grindavíkur og Vals sem eiga möguleika á því að ná því. - KR - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef KR vinnur ÍR og Grindvíkingar vinna Val. Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavíkur vinnur Val og KR tapar sínum leik á móti ÍR. + - Grindavík - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Grindavík vinnur Val og KR tapar á móti ÍR Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavík tapar á móti Val + - Valur - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Valur vinnur Grindavík Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Valur tapar á móti Grindavík og KR vinnur ÍR. Liðin hér að ofan eru öll örugg með sæti í úrslitakeppninni í ár en þegar er komið niður fyrir sjötta sætið þá er mikil barátta um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Fjögur lið eiga möguleika á að ná þeim en það eru Tindastóll, Þór Akureyri, Njarðvík og ÍR. - Tindastóll - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Stjörnunni þá tryggja Tindastólsmenn sér sjöunda sætið. Verstu úrslitin: 10. sæti Tindastólsmenn geta endað í 10. sæti og það eru ágætar líkur á því að þeir missi af úrslitakeppninni ef þeir ná ekki að vinna Stjörnuna. Ef Tindastóll, Þór Ak., Njarðvík og ÍR enda öll jöfn þá endar Tindastóll í 10. sæti. Þeir lenda líka í 10. sætinu ef Þór vinnur sinn leik á móti Haukum og Stólarnir verða jafnir Njarðvík og ÍR. Tindastóll myndi líka missa af úrslitakeppninni en þeir verða jafnir Þór Akureyri og ÍR í sætum sjö, átta og níu. + - Þór Akureyri - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Haukum á sama tíma og Tindastóll tapar á móti Stjörnunni. Þórsarar kæmust hins vegar líka inn í úrslitakeppni (8. sæti) þó þeir tapi sínum leik ef Njarðvík og Tindastóll myndu tapa líka. Þórsarar yrðu þá jafnir ÍR og Tindastól í 7. til 9. sæti en yrðu þá í áttunda sæti á eftir ÍR og á undan Tindastól sem yrða að sætta sig við 10. sætið. Verstu úrslitin: 9. sæti Þórsarar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Haukum og þeir verða jafnir ÍR og Njarðvík að stigum. Þá skiptir ekki máli hvort Tindastóll verði með í pakkanum eða ekki. + - Njarðvík - Bestu úrslitin: 7. sæti Ef Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn, ÍR vinnur KR og Tindastóll og Þór Akureyri tapa sínum leikjum. Njarðvík stendur best ef þessi fjögur lið enda jöfn. Njarðvík kæmist líka inn í úrslitakeppnina (8. sæti) með sigri ef bara annað hvort Tindastóll og Þór Akureyri vinna sinn leik. Verstu úrslitin: 11. sæti Njarðvík fellur ef liðið tapar á móti Þór Þorlákshöfn á sama tíma og Höttur vinnur Keflavík. Þá yrðu Höttur og Njarðvík jöfn í 10. og 11. sæti en Höttur endaði ofar á innbyrðis leikjum. + - ÍR - Bestu úrslitin: 7. sæti ÍR vinnur KR á sama tíma og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri tapa öll. ÍR, Þór Akureyri og Tindastóll yrðu þá jöfn í 7. til 9. sæti en ÍR-ingar væru bestir innbyrðis. ÍR næði áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina ef þeir enda með jafnmörg stig og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri. Verstu úrslitin: 10. sæti ÍR-ingar enda í 10. sæti ef þeir tapa en þeir gætu líka endað þar þrátt fyrir sigur. Ef ÍR endar með jafnmörg stig og Þór Ak. og Njarðvík þá verða Breiðhyltingar neðstir. Þannig gæti ÍR unnið KR en ef Tindastóll vinnur sinn leik, Njarðvík vinnur sinn leik og Þór Akureyri tapar þá kæmust ÍR-ingar ekki upp úr 10. sætinu. Að lokum er það fallbaráttan. Haukarnir eru fallnir en bæði Höttur og Njarðvík geta farið niður með þeim. Höttur er samt í mun verri stöðu en Njarðvík. - Höttur - Bestu úrslitin: 10. sæti Ef Höttur vinnur Keflavík á sama tíma og Njarðvík tapar Verstu úrslitin: 11. sæti Ef Höttur tapar á móti Keflavík Leikur Vals og Grindavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þá verða einnig Domino´s Tilþrifin á vaktinni á Stöð 2 Sport þar sem skipt verður á milli valla þar sem spennan er mest. Dominos Körfuboltakvöld mun síðan gera upp lokaumferðina annað kvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Það verður barist um heimvallarréttinn, síðustu sætin í úrslitakeppninni og um að sleppa við fallið þegar lokaumferð Domino´s deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Vísir hefur farið yfir mögulega sætaskipan liðanna tólf eftir þetta kvöld og hér á eftir má finna bestu og verstu úrslitin fyrir hvert og eitt lið sem eru að berjast um eitthvað í 22. umferðinni. Það er ljóst að Keflavík, Þór Þorlákshöfn og Stjarnan enda í þremur efstu sætunum og það breytist ekki neitt. Við þurfum því ekkert að velta fyrir okkur hvað gerist hjá þeim þótt þau geti öll haft áhrif á lokastöðu annarra liða. Yfirlit yfir liðin og sætin sem þau geta lent í: Keflavík - 1. sæti Þór Þorlákshöfn - 2. sæti Stjarnan - 3. sæti KR - 4. til 6. sæti Grindavík - 4. til 6. sæti Valur - 4. til 6. sæti Tindastóll - 7. til 10. sæti Þór Akureyri - 7. til 9. sæti Njarðvík - 7. til 11. sæti ÍR - 7. til 10. sæti Höttur - 10. til 11. sæti Haukar - 12. sæti Við skoðum fyrst baráttuna um fjórða sætið og þar sem heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Það eru lið KR, Grindavíkur og Vals sem eiga möguleika á því að ná því. - KR - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef KR vinnur ÍR og Grindvíkingar vinna Val. Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavíkur vinnur Val og KR tapar sínum leik á móti ÍR. + - Grindavík - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Grindavík vinnur Val og KR tapar á móti ÍR Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavík tapar á móti Val + - Valur - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Valur vinnur Grindavík Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Valur tapar á móti Grindavík og KR vinnur ÍR. Liðin hér að ofan eru öll örugg með sæti í úrslitakeppninni í ár en þegar er komið niður fyrir sjötta sætið þá er mikil barátta um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Fjögur lið eiga möguleika á að ná þeim en það eru Tindastóll, Þór Akureyri, Njarðvík og ÍR. - Tindastóll - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Stjörnunni þá tryggja Tindastólsmenn sér sjöunda sætið. Verstu úrslitin: 10. sæti Tindastólsmenn geta endað í 10. sæti og það eru ágætar líkur á því að þeir missi af úrslitakeppninni ef þeir ná ekki að vinna Stjörnuna. Ef Tindastóll, Þór Ak., Njarðvík og ÍR enda öll jöfn þá endar Tindastóll í 10. sæti. Þeir lenda líka í 10. sætinu ef Þór vinnur sinn leik á móti Haukum og Stólarnir verða jafnir Njarðvík og ÍR. Tindastóll myndi líka missa af úrslitakeppninni en þeir verða jafnir Þór Akureyri og ÍR í sætum sjö, átta og níu. + - Þór Akureyri - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Haukum á sama tíma og Tindastóll tapar á móti Stjörnunni. Þórsarar kæmust hins vegar líka inn í úrslitakeppni (8. sæti) þó þeir tapi sínum leik ef Njarðvík og Tindastóll myndu tapa líka. Þórsarar yrðu þá jafnir ÍR og Tindastól í 7. til 9. sæti en yrðu þá í áttunda sæti á eftir ÍR og á undan Tindastól sem yrða að sætta sig við 10. sætið. Verstu úrslitin: 9. sæti Þórsarar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Haukum og þeir verða jafnir ÍR og Njarðvík að stigum. Þá skiptir ekki máli hvort Tindastóll verði með í pakkanum eða ekki. + - Njarðvík - Bestu úrslitin: 7. sæti Ef Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn, ÍR vinnur KR og Tindastóll og Þór Akureyri tapa sínum leikjum. Njarðvík stendur best ef þessi fjögur lið enda jöfn. Njarðvík kæmist líka inn í úrslitakeppnina (8. sæti) með sigri ef bara annað hvort Tindastóll og Þór Akureyri vinna sinn leik. Verstu úrslitin: 11. sæti Njarðvík fellur ef liðið tapar á móti Þór Þorlákshöfn á sama tíma og Höttur vinnur Keflavík. Þá yrðu Höttur og Njarðvík jöfn í 10. og 11. sæti en Höttur endaði ofar á innbyrðis leikjum. + - ÍR - Bestu úrslitin: 7. sæti ÍR vinnur KR á sama tíma og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri tapa öll. ÍR, Þór Akureyri og Tindastóll yrðu þá jöfn í 7. til 9. sæti en ÍR-ingar væru bestir innbyrðis. ÍR næði áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina ef þeir enda með jafnmörg stig og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri. Verstu úrslitin: 10. sæti ÍR-ingar enda í 10. sæti ef þeir tapa en þeir gætu líka endað þar þrátt fyrir sigur. Ef ÍR endar með jafnmörg stig og Þór Ak. og Njarðvík þá verða Breiðhyltingar neðstir. Þannig gæti ÍR unnið KR en ef Tindastóll vinnur sinn leik, Njarðvík vinnur sinn leik og Þór Akureyri tapar þá kæmust ÍR-ingar ekki upp úr 10. sætinu. Að lokum er það fallbaráttan. Haukarnir eru fallnir en bæði Höttur og Njarðvík geta farið niður með þeim. Höttur er samt í mun verri stöðu en Njarðvík. - Höttur - Bestu úrslitin: 10. sæti Ef Höttur vinnur Keflavík á sama tíma og Njarðvík tapar Verstu úrslitin: 11. sæti Ef Höttur tapar á móti Keflavík Leikur Vals og Grindavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þá verða einnig Domino´s Tilþrifin á vaktinni á Stöð 2 Sport þar sem skipt verður á milli valla þar sem spennan er mest. Dominos Körfuboltakvöld mun síðan gera upp lokaumferðina annað kvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Yfirlit yfir liðin og sætin sem þau geta lent í: Keflavík - 1. sæti Þór Þorlákshöfn - 2. sæti Stjarnan - 3. sæti KR - 4. til 6. sæti Grindavík - 4. til 6. sæti Valur - 4. til 6. sæti Tindastóll - 7. til 10. sæti Þór Akureyri - 7. til 9. sæti Njarðvík - 7. til 11. sæti ÍR - 7. til 10. sæti Höttur - 10. til 11. sæti Haukar - 12. sæti
- KR - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef KR vinnur ÍR og Grindvíkingar vinna Val. Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavíkur vinnur Val og KR tapar sínum leik á móti ÍR. + - Grindavík - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Grindavík vinnur Val og KR tapar á móti ÍR Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavík tapar á móti Val + - Valur - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Valur vinnur Grindavík Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Valur tapar á móti Grindavík og KR vinnur ÍR.
- Tindastóll - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Stjörnunni þá tryggja Tindastólsmenn sér sjöunda sætið. Verstu úrslitin: 10. sæti Tindastólsmenn geta endað í 10. sæti og það eru ágætar líkur á því að þeir missi af úrslitakeppninni ef þeir ná ekki að vinna Stjörnuna. Ef Tindastóll, Þór Ak., Njarðvík og ÍR enda öll jöfn þá endar Tindastóll í 10. sæti. Þeir lenda líka í 10. sætinu ef Þór vinnur sinn leik á móti Haukum og Stólarnir verða jafnir Njarðvík og ÍR. Tindastóll myndi líka missa af úrslitakeppninni en þeir verða jafnir Þór Akureyri og ÍR í sætum sjö, átta og níu. + - Þór Akureyri - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Haukum á sama tíma og Tindastóll tapar á móti Stjörnunni. Þórsarar kæmust hins vegar líka inn í úrslitakeppni (8. sæti) þó þeir tapi sínum leik ef Njarðvík og Tindastóll myndu tapa líka. Þórsarar yrðu þá jafnir ÍR og Tindastól í 7. til 9. sæti en yrðu þá í áttunda sæti á eftir ÍR og á undan Tindastól sem yrða að sætta sig við 10. sætið. Verstu úrslitin: 9. sæti Þórsarar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Haukum og þeir verða jafnir ÍR og Njarðvík að stigum. Þá skiptir ekki máli hvort Tindastóll verði með í pakkanum eða ekki. + - Njarðvík - Bestu úrslitin: 7. sæti Ef Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn, ÍR vinnur KR og Tindastóll og Þór Akureyri tapa sínum leikjum. Njarðvík stendur best ef þessi fjögur lið enda jöfn. Njarðvík kæmist líka inn í úrslitakeppnina (8. sæti) með sigri ef bara annað hvort Tindastóll og Þór Akureyri vinna sinn leik. Verstu úrslitin: 11. sæti Njarðvík fellur ef liðið tapar á móti Þór Þorlákshöfn á sama tíma og Höttur vinnur Keflavík. Þá yrðu Höttur og Njarðvík jöfn í 10. og 11. sæti en Höttur endaði ofar á innbyrðis leikjum. + - ÍR - Bestu úrslitin: 7. sæti ÍR vinnur KR á sama tíma og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri tapa öll. ÍR, Þór Akureyri og Tindastóll yrðu þá jöfn í 7. til 9. sæti en ÍR-ingar væru bestir innbyrðis. ÍR næði áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina ef þeir enda með jafnmörg stig og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri. Verstu úrslitin: 10. sæti ÍR-ingar enda í 10. sæti ef þeir tapa en þeir gætu líka endað þar þrátt fyrir sigur. Ef ÍR endar með jafnmörg stig og Þór Ak. og Njarðvík þá verða Breiðhyltingar neðstir. Þannig gæti ÍR unnið KR en ef Tindastóll vinnur sinn leik, Njarðvík vinnur sinn leik og Þór Akureyri tapar þá kæmust ÍR-ingar ekki upp úr 10. sætinu.
- Höttur - Bestu úrslitin: 10. sæti Ef Höttur vinnur Keflavík á sama tíma og Njarðvík tapar Verstu úrslitin: 11. sæti Ef Höttur tapar á móti Keflavík
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira