Dallas vann Brooklyn Nets og Luka Doncic ætlar að hætta að væla svona mikið í dómurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 07:30 Luka Doncic fer framhjá Kyrie Irving í sigri Dallas Mavericks á Brooklyn Nets í nótt. AP/Tony Gutierrez Luka Doncic lofar því að vera prúðari við dómarana nú þegar hann er aðeins einni tæknivillu frá því að leikbann. Hann brosti eftir leikinn við Brooklyn Nets í nótt. Luka Doncic og félagar unnu Brooklyn Nets þrátt fyrir 45 stig frá Kyrie Irving. Doncic var bara tveimur stoðsendingum frá þrennunni í 113-109 sigri en Slóveninn var með 24 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Tim Hardaway Jr. skoraði síðan 23 stig. Luka (24 PTS, 10 REB, 8 AST) helps ice it for the @dallasmavs! #MFFL pic.twitter.com/EWRYhpSiWb— NBA (@NBA) May 7, 2021 Dallas Mavericks þekkir það orðið vel að vinna Brooklyn Nets og liðið vann komst eitt upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni með þessum sigri sem er mikilvægt í baráttunni við að sleppa við umspilið. Brooklyn Nets tapaði fjórða leiknum í röð í fyrsta sinn á tímabilinu en liðið er áfram án James Harden. Kevin Durant skoraði 20 stig. Nets gæti dottið niður í þriðja sætið í Austurdeildinni þar sem Milwaukee Bucks er á miklu skriði. Luka Doncic lofaði betri hegðun í öllum viðtölum sínum eftir leik nú þegar hann má ekki fá eina tæknivillu í viðbót. Næsta þýðir leikbann og Dallas má alls ekki við því að missa hann í harðri baráttu sinni í að komast beint inn í úrslitakeppnina. „Ég átta mig á þessu og þetta er eitthvað sem ég á ekki að gera. Það er oft erfitt að ráða við tilfinningarnar í leikjunum en ég verð bara að hætta þessu. Ég þarf að vinna í þessu. Það er erfitt en ég þarf bara að verða miklu betri,“ sagði Luka Doncic eftir leik. 24 points for Paul George (@Yg_Trece) as the @LAClippers move back to 3rd place out West! pic.twitter.com/aQfxCT9GlD— NBA (@NBA) May 7, 2021 Paul George var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í öruggum 118-94 sigri á nágrönnunum í Los Angeles Lakers en Lakers liðið hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Kawhi Leonard var með 15 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar og Ivica Zubac skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Clippers vann annan leikinn í röð og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Lakers lék án LeBron James í nótt og missti Anthony Davis snemma af velli vegna bakmeiðsla. Kyle Kuzma var stigahæstur neð 25 stig en Davis skoraði 4 stig á 9 mínútum áður en hann yfirgaf völlinn. Davis var að glíma við kálfameiðsli en nú er bakið að hrjá hann. 2 TRIPLE-DOUBLES FROM THE RECORD! @russwest44 (13 PTS, 17 REB, 17 AST) tallies his 180th career triple-double in the @WashWizards win.. his next one ties Oscar Robertson for the most ever. pic.twitter.com/BbP6YMPKze— NBA (@NBA) May 7, 2021 Russell Westbrook og félagar í Washington Wizards halda áfram að safna sigrum en að þessu sinni unnu þeir 131-129 sigur á Toronto Raptors í framlengdum leik. Bradley Beal skoraði 14 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu og Westbrook bauð upp á 34. þrennu sína á tímabilinu. Westbrook endaði með 13 stig, 17 fráköst og 17 stoðsendingar. Westbrook er nú kominn með 180 þrennur á NBA-ferlinum eftir sex þrennur í síðustu sjö leikjum. Hann er nú aðeins einni þrennu frá því að jafna met Oscars Robertson. Steph's 5th straight 30-point game leads the @warriors to victory. 34 points7 assists6 threes pic.twitter.com/6A8HWiYZq8— NBA (@NBA) May 7, 2021 Stephen Curry skoraði 34 stig og gaf 7 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 118-97 sigur á Oklahoma City Thunder. Warriors er komið í áttunda sætið í Vesturdeildinni. Þar hjálpaði til að Memphis Grizzlies tapaði í nótt á móti Detroit Pistons. Þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur Curry í röð. Mychal Mulder skoraði 25 stig og sjö þrista og Andrew Wiggins var með 18 stig. Ty Jerome var með 23 stig fyrir Thunder og skoraði 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins og það nítjánda í síðustu tuttugu leikjum. Caris, Domas power @Pacers!@CarisLeVert: 31 PTS, 12 AST, 3 BLK@Dsabonis11: 30 PTS, 8 REB, 9 AST pic.twitter.com/Rmq7SBsEsP— NBA (@NBA) May 7, 2021 Pascal Siakam (@pskills43) ties his career-high with 44 PTS! #WeTheNorth pic.twitter.com/qTTu1msrcx— NBA (@NBA) May 7, 2021 The @LAClippers move up to #3 in the West!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/OPfjTqvlO2— NBA (@NBA) May 7, 2021 Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Dallas Mavericks - Brooklyn Nets 113-109 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 118-94 Toronto Raptors - Washington Wizards 129-131 (framl.) Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder 118-97 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 111-97 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 133-126 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 99-120 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Luka Doncic og félagar unnu Brooklyn Nets þrátt fyrir 45 stig frá Kyrie Irving. Doncic var bara tveimur stoðsendingum frá þrennunni í 113-109 sigri en Slóveninn var með 24 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Tim Hardaway Jr. skoraði síðan 23 stig. Luka (24 PTS, 10 REB, 8 AST) helps ice it for the @dallasmavs! #MFFL pic.twitter.com/EWRYhpSiWb— NBA (@NBA) May 7, 2021 Dallas Mavericks þekkir það orðið vel að vinna Brooklyn Nets og liðið vann komst eitt upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni með þessum sigri sem er mikilvægt í baráttunni við að sleppa við umspilið. Brooklyn Nets tapaði fjórða leiknum í röð í fyrsta sinn á tímabilinu en liðið er áfram án James Harden. Kevin Durant skoraði 20 stig. Nets gæti dottið niður í þriðja sætið í Austurdeildinni þar sem Milwaukee Bucks er á miklu skriði. Luka Doncic lofaði betri hegðun í öllum viðtölum sínum eftir leik nú þegar hann má ekki fá eina tæknivillu í viðbót. Næsta þýðir leikbann og Dallas má alls ekki við því að missa hann í harðri baráttu sinni í að komast beint inn í úrslitakeppnina. „Ég átta mig á þessu og þetta er eitthvað sem ég á ekki að gera. Það er oft erfitt að ráða við tilfinningarnar í leikjunum en ég verð bara að hætta þessu. Ég þarf að vinna í þessu. Það er erfitt en ég þarf bara að verða miklu betri,“ sagði Luka Doncic eftir leik. 24 points for Paul George (@Yg_Trece) as the @LAClippers move back to 3rd place out West! pic.twitter.com/aQfxCT9GlD— NBA (@NBA) May 7, 2021 Paul George var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í öruggum 118-94 sigri á nágrönnunum í Los Angeles Lakers en Lakers liðið hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Kawhi Leonard var með 15 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar og Ivica Zubac skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Clippers vann annan leikinn í röð og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Lakers lék án LeBron James í nótt og missti Anthony Davis snemma af velli vegna bakmeiðsla. Kyle Kuzma var stigahæstur neð 25 stig en Davis skoraði 4 stig á 9 mínútum áður en hann yfirgaf völlinn. Davis var að glíma við kálfameiðsli en nú er bakið að hrjá hann. 2 TRIPLE-DOUBLES FROM THE RECORD! @russwest44 (13 PTS, 17 REB, 17 AST) tallies his 180th career triple-double in the @WashWizards win.. his next one ties Oscar Robertson for the most ever. pic.twitter.com/BbP6YMPKze— NBA (@NBA) May 7, 2021 Russell Westbrook og félagar í Washington Wizards halda áfram að safna sigrum en að þessu sinni unnu þeir 131-129 sigur á Toronto Raptors í framlengdum leik. Bradley Beal skoraði 14 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu og Westbrook bauð upp á 34. þrennu sína á tímabilinu. Westbrook endaði með 13 stig, 17 fráköst og 17 stoðsendingar. Westbrook er nú kominn með 180 þrennur á NBA-ferlinum eftir sex þrennur í síðustu sjö leikjum. Hann er nú aðeins einni þrennu frá því að jafna met Oscars Robertson. Steph's 5th straight 30-point game leads the @warriors to victory. 34 points7 assists6 threes pic.twitter.com/6A8HWiYZq8— NBA (@NBA) May 7, 2021 Stephen Curry skoraði 34 stig og gaf 7 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 118-97 sigur á Oklahoma City Thunder. Warriors er komið í áttunda sætið í Vesturdeildinni. Þar hjálpaði til að Memphis Grizzlies tapaði í nótt á móti Detroit Pistons. Þetta var fimmti þrjátíu stiga leikur Curry í röð. Mychal Mulder skoraði 25 stig og sjö þrista og Andrew Wiggins var með 18 stig. Ty Jerome var með 23 stig fyrir Thunder og skoraði 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins og það nítjánda í síðustu tuttugu leikjum. Caris, Domas power @Pacers!@CarisLeVert: 31 PTS, 12 AST, 3 BLK@Dsabonis11: 30 PTS, 8 REB, 9 AST pic.twitter.com/Rmq7SBsEsP— NBA (@NBA) May 7, 2021 Pascal Siakam (@pskills43) ties his career-high with 44 PTS! #WeTheNorth pic.twitter.com/qTTu1msrcx— NBA (@NBA) May 7, 2021 The @LAClippers move up to #3 in the West!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/OPfjTqvlO2— NBA (@NBA) May 7, 2021 Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Dallas Mavericks - Brooklyn Nets 113-109 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 118-94 Toronto Raptors - Washington Wizards 129-131 (framl.) Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder 118-97 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 111-97 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 133-126 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 99-120 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Dallas Mavericks - Brooklyn Nets 113-109 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 118-94 Toronto Raptors - Washington Wizards 129-131 (framl.) Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder 118-97 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 111-97 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 133-126 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 99-120
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira