Sældarlífinu lauk í New York og toppliðið tapaði aftur fyrir einu lakasta liðinu Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 07:31 Devin Booker fórnar höndum í leiknum gegn New York Knicks í gærkvöld þar sem Phoenix Suns höfðu þó að lokum betur. AP/Elsa Devin Booker undi sér ekki hvíldar fyrr en hann hafði séð til þess að magnaðri níu leikja sigurgöngu New York Knicks lyki í nótt. Booker lék allan lokaleikhlutann og endaði með 33 stig í 118-110 sigri Phoenix Suns á Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Chris Paul skoraði sjö síðustu stig Phoenix í leiknum og gerði út um leikinn með þristi af löngu færi. Chris Paul puts the game away from deep at MSG! pic.twitter.com/x288QBb1nn— NBA (@NBA) April 27, 2021 Þetta var fimmti og síðasti leikur Phoenix á ferð um Bandaríkin þar sem liðið mætti fjórum efstu liðum austurdeildarinnar. Phoenix er nú einum leik á eftir Utah Jazz á toppi vesturdeildarinnar því Utah tapaði aftur fyrir Minnesota Timberwolves, 105-104. Minnesota er með næstfæsta sigra í NBA-deildinni í vetur, á ekki einu sinni fræðilega möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en hefur nú unnið topplið Utah tvisvar á þremur dögum. Minnesota hefur raunar fagnað sigri í öllum þremur innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni. Mike Conley kom Utah í 104-103 þegar 6,4 sekúndur voru eftir en sá tími dugði Ricky Rubio til að koma boltanum á D'Angelo Russell sem kórónaði 27 stiga leik sinn með sigurkörfu. Úrslitin í nótt: Detroit 100-86 Atlanta Orlando 103-114 LA Lakers Philadelphia 121-90 Oklahoma Washington 143-146 San Antonio (e. framl.) New York 110-118 Phoenix Toronto 112-96 Cleveland Miami 102-110 Chicago Minnesota 105-104 Utah New Orleans 120-103 LA Clippers Denver 120-96 Memphis Sacramento 113-106 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Booker lék allan lokaleikhlutann og endaði með 33 stig í 118-110 sigri Phoenix Suns á Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Chris Paul skoraði sjö síðustu stig Phoenix í leiknum og gerði út um leikinn með þristi af löngu færi. Chris Paul puts the game away from deep at MSG! pic.twitter.com/x288QBb1nn— NBA (@NBA) April 27, 2021 Þetta var fimmti og síðasti leikur Phoenix á ferð um Bandaríkin þar sem liðið mætti fjórum efstu liðum austurdeildarinnar. Phoenix er nú einum leik á eftir Utah Jazz á toppi vesturdeildarinnar því Utah tapaði aftur fyrir Minnesota Timberwolves, 105-104. Minnesota er með næstfæsta sigra í NBA-deildinni í vetur, á ekki einu sinni fræðilega möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en hefur nú unnið topplið Utah tvisvar á þremur dögum. Minnesota hefur raunar fagnað sigri í öllum þremur innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni. Mike Conley kom Utah í 104-103 þegar 6,4 sekúndur voru eftir en sá tími dugði Ricky Rubio til að koma boltanum á D'Angelo Russell sem kórónaði 27 stiga leik sinn með sigurkörfu. Úrslitin í nótt: Detroit 100-86 Atlanta Orlando 103-114 LA Lakers Philadelphia 121-90 Oklahoma Washington 143-146 San Antonio (e. framl.) New York 110-118 Phoenix Toronto 112-96 Cleveland Miami 102-110 Chicago Minnesota 105-104 Utah New Orleans 120-103 LA Clippers Denver 120-96 Memphis Sacramento 113-106 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Detroit 100-86 Atlanta Orlando 103-114 LA Lakers Philadelphia 121-90 Oklahoma Washington 143-146 San Antonio (e. framl.) New York 110-118 Phoenix Toronto 112-96 Cleveland Miami 102-110 Chicago Minnesota 105-104 Utah New Orleans 120-103 LA Clippers Denver 120-96 Memphis Sacramento 113-106 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira