Vonir Denver dvína með meiðslum Murray Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 09:01 Murray féll til jarðar er hann keyrði að körfunni í leik Denver gegn Golden State. Getty Images Ekki nóg með að Denver Nuggets hafi tapað gegn Golden State Warriors á aðfaranótt þriðjudags heldur hefur liðið misst aðra af stjörnum sínum í meiðsli, og það til lengri tíma. Jamal Murray sleit krossband í hné í tapinu gegn Warriors og verður því ekki meira með á þessari leiktíð og missir eflaust af upphafi næstu leiktíðar. Denver hefur þó ekki enn gefið út hversu lengi hann verður frá en menn koma ekki svo glatt til baka eftir að slíta krossbönd. Murray var að keyra í átt að körfunni en um leið og hann ætlaði að lyfta sér upp var eins slitnaði annað af krossböndunum í vinstra hné. Hann féll til jarðar og þó hann hafi neitað því að fá hjólastól til að komast af vellinum var ljóst að verkurinn var mikill. Denver staðfesti svo í gær að Murray væri með slitið krossband og yrði ekki meira með á þessari leiktíð. The Nuggets announce that Jamal Murray has a torn ACL and will be out indefinitely. pic.twitter.com/ko3nvtdxw9— NBA TV (@NBATV) April 13, 2021 Þetta er áfall fyrir Denver en Murray er með 21.2 stig að meðaltali í leik ásamt 4.8 stoðsendingum. Hann er annar af lykilmönnum Denver en Jókerinn, Nikola Jokić, er hinn. Denver er sem stendur í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 34 sigra og 20 töp í 54 leikjum til þessa. Liðið sótti þá JaVale McGee og Aaron Gordon áður en félagaskiptaglugginn lokaði til að fjölga í hópnum í þeirri von um að fara langt í úrslitakeppninni. Nú er ljóst að enn meiri ábyrgð fellur á herðar Jokić en hann er af mörgum talinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Hvort það endist þegar komið er í úrslitakeppnina verður að koma í ljós. Josh Hart, leikmaður New Orleans Pelicans, vill meina að alltof stutt hafi verið frá enda síðustu leiktíðar til upphafs þessarar og þá séu liðin að spila alltof þétt. Það sé ástæðan fyrir gríðarlegum fjölda meiðsla í deildinni til þessa. Too many players getting hurt with this shortened season need to not do this one again— Josh Hart (@joshhart) April 13, 2021 Hart gæti haft eitthvað til síns máls en árið 2012 var tímabilið spilað hraðar en önnur ár og meiðslatíðni jókst til muna. Hvað sem því líður þá þarf Denver að finna lausnir við fjarveru Murray sem fyrst því liðið mætir ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og staðan er í dag. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32 Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30 Heillaráð Kobe möguleg ástæða þess að Knicks gæti komist í úrslitakeppnina New York Knicks vann frækinn sigur á meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Knicks gætu verið á leiðinni í úrslitakeppni deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2013 og er það Kobe Bryant heitnum að mörgu leyti að þakka. 13. apríl 2021 12:01 NBA dagsins: Curry með sýningu, Randle sýndi mátt sinn og galdramennirnir höfðu engan áhuga á djassinum Margir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Við á Vísi höldum áfram að færa ykkur allt það helsta sem gerist í þessari stórskemmtilegu deild. 13. apríl 2021 15:16 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Jamal Murray sleit krossband í hné í tapinu gegn Warriors og verður því ekki meira með á þessari leiktíð og missir eflaust af upphafi næstu leiktíðar. Denver hefur þó ekki enn gefið út hversu lengi hann verður frá en menn koma ekki svo glatt til baka eftir að slíta krossbönd. Murray var að keyra í átt að körfunni en um leið og hann ætlaði að lyfta sér upp var eins slitnaði annað af krossböndunum í vinstra hné. Hann féll til jarðar og þó hann hafi neitað því að fá hjólastól til að komast af vellinum var ljóst að verkurinn var mikill. Denver staðfesti svo í gær að Murray væri með slitið krossband og yrði ekki meira með á þessari leiktíð. The Nuggets announce that Jamal Murray has a torn ACL and will be out indefinitely. pic.twitter.com/ko3nvtdxw9— NBA TV (@NBATV) April 13, 2021 Þetta er áfall fyrir Denver en Murray er með 21.2 stig að meðaltali í leik ásamt 4.8 stoðsendingum. Hann er annar af lykilmönnum Denver en Jókerinn, Nikola Jokić, er hinn. Denver er sem stendur í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 34 sigra og 20 töp í 54 leikjum til þessa. Liðið sótti þá JaVale McGee og Aaron Gordon áður en félagaskiptaglugginn lokaði til að fjölga í hópnum í þeirri von um að fara langt í úrslitakeppninni. Nú er ljóst að enn meiri ábyrgð fellur á herðar Jokić en hann er af mörgum talinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Hvort það endist þegar komið er í úrslitakeppnina verður að koma í ljós. Josh Hart, leikmaður New Orleans Pelicans, vill meina að alltof stutt hafi verið frá enda síðustu leiktíðar til upphafs þessarar og þá séu liðin að spila alltof þétt. Það sé ástæðan fyrir gríðarlegum fjölda meiðsla í deildinni til þessa. Too many players getting hurt with this shortened season need to not do this one again— Josh Hart (@joshhart) April 13, 2021 Hart gæti haft eitthvað til síns máls en árið 2012 var tímabilið spilað hraðar en önnur ár og meiðslatíðni jókst til muna. Hvað sem því líður þá þarf Denver að finna lausnir við fjarveru Murray sem fyrst því liðið mætir ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og staðan er í dag. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32 Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30 Heillaráð Kobe möguleg ástæða þess að Knicks gæti komist í úrslitakeppnina New York Knicks vann frækinn sigur á meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Knicks gætu verið á leiðinni í úrslitakeppni deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2013 og er það Kobe Bryant heitnum að mörgu leyti að þakka. 13. apríl 2021 12:01 NBA dagsins: Curry með sýningu, Randle sýndi mátt sinn og galdramennirnir höfðu engan áhuga á djassinum Margir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Við á Vísi höldum áfram að færa ykkur allt það helsta sem gerist í þessari stórskemmtilegu deild. 13. apríl 2021 15:16 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32
Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30
Heillaráð Kobe möguleg ástæða þess að Knicks gæti komist í úrslitakeppnina New York Knicks vann frækinn sigur á meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Knicks gætu verið á leiðinni í úrslitakeppni deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2013 og er það Kobe Bryant heitnum að mörgu leyti að þakka. 13. apríl 2021 12:01
NBA dagsins: Curry með sýningu, Randle sýndi mátt sinn og galdramennirnir höfðu engan áhuga á djassinum Margir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Við á Vísi höldum áfram að færa ykkur allt það helsta sem gerist í þessari stórskemmtilegu deild. 13. apríl 2021 15:16