Tatum frábær í naumum sigri Boston og toppliðin unnu öll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 07:31 Tatum var frábær í liði Celtics í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 116-115, en annars var allt eftir bókinni. Boston Celtics virðast vera að hitna nú þegar styttist í úrslitakeppnina og höfðu unnið þrjá í röð fyrir leik næturinnar á meðan Portland hefur hikstað. Leikurinn var frábær skemmtun og nokkuð jafn nær allan tímann þó Dame Lillard og félagar hafi verið yfirhöndina framan af fyrri hálfleik. Munurinn var aldrei meira en nokkur stig fram í fjórða leikhluta þegar Celtics náðu átta stiga forystu, 99-91. Lillard jafnaði metin fyrir Portland í 109-109 með frábæru þriggja stiga skoti úr horninu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Portland var svo komið stigi yfir þegar mínúta var eftir, 112-111. Fljótt skipast veður í lofti en Boston nýtti tvær næstu sóknir og var 116-112 yfir áður en Norman Powell minnkaði muninn í 116-115 sem reyndust lokatölur leiksins. Damian Lillard var stigahæstur hjá Portland með 28 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Carmelo Anthony með 25 stig. Jayson Tatum skoraði 32 stig í liði Celtics ásamt því að taka níu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig. @jaytatum0 drops 25 of his 32 PTS in the 2nd half... @celtics win their 4th in a row! #BleedGreen pic.twitter.com/nG4UGDsNhe— NBA (@NBA) April 14, 2021 Kyle Kuzma skorðai 24 stig er Los Angeles Lakers vann Charlotte Hornets, 101-93. Bojan Bogdanović skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz er liðið vann Oklahoma City Thunder með tíu stiga mun, 106-96. Kevin Durant skoraði 31 stig þegar Brooklyn Nets valtaði yfir Minnesota Timberwolves, 127-97. Paul George skoraði 36 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 126-115. Var þetta sjötti sigurleikur Clippers í röð. Paul George sparks the @LAClippers 6th win in a row! #ClipperNation 36 PTS, 7 REB, 8 AST 4th straight 30-point game pic.twitter.com/o8FhXo3XYQ— NBA (@NBA) April 14, 2021 Bogdan Bogdanović skoraði jafn mörg og nafni sinn Bojan er Atlanta Hawks vann Toronto Raptors 108-103.Clint Capela skoraði 19 stig og tók 21 frákast í liði Atlanta á meðan Pascal Siakam skoraði 30 stig í liði Raptors. Að lokum valtaði Phoenix Suns yfir Miami Heat, 106-86, þar sem sex leikmenn Suns skoruðu 12 stig eða meira. Deandre Ayton þeirra stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 13 fráköst. Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Boston Celtics virðast vera að hitna nú þegar styttist í úrslitakeppnina og höfðu unnið þrjá í röð fyrir leik næturinnar á meðan Portland hefur hikstað. Leikurinn var frábær skemmtun og nokkuð jafn nær allan tímann þó Dame Lillard og félagar hafi verið yfirhöndina framan af fyrri hálfleik. Munurinn var aldrei meira en nokkur stig fram í fjórða leikhluta þegar Celtics náðu átta stiga forystu, 99-91. Lillard jafnaði metin fyrir Portland í 109-109 með frábæru þriggja stiga skoti úr horninu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Portland var svo komið stigi yfir þegar mínúta var eftir, 112-111. Fljótt skipast veður í lofti en Boston nýtti tvær næstu sóknir og var 116-112 yfir áður en Norman Powell minnkaði muninn í 116-115 sem reyndust lokatölur leiksins. Damian Lillard var stigahæstur hjá Portland með 28 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Carmelo Anthony með 25 stig. Jayson Tatum skoraði 32 stig í liði Celtics ásamt því að taka níu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig. @jaytatum0 drops 25 of his 32 PTS in the 2nd half... @celtics win their 4th in a row! #BleedGreen pic.twitter.com/nG4UGDsNhe— NBA (@NBA) April 14, 2021 Kyle Kuzma skorðai 24 stig er Los Angeles Lakers vann Charlotte Hornets, 101-93. Bojan Bogdanović skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz er liðið vann Oklahoma City Thunder með tíu stiga mun, 106-96. Kevin Durant skoraði 31 stig þegar Brooklyn Nets valtaði yfir Minnesota Timberwolves, 127-97. Paul George skoraði 36 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 126-115. Var þetta sjötti sigurleikur Clippers í röð. Paul George sparks the @LAClippers 6th win in a row! #ClipperNation 36 PTS, 7 REB, 8 AST 4th straight 30-point game pic.twitter.com/o8FhXo3XYQ— NBA (@NBA) April 14, 2021 Bogdan Bogdanović skoraði jafn mörg og nafni sinn Bojan er Atlanta Hawks vann Toronto Raptors 108-103.Clint Capela skoraði 19 stig og tók 21 frákast í liði Atlanta á meðan Pascal Siakam skoraði 30 stig í liði Raptors. Að lokum valtaði Phoenix Suns yfir Miami Heat, 106-86, þar sem sex leikmenn Suns skoruðu 12 stig eða meira. Deandre Ayton þeirra stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 13 fráköst. Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira