Heillaráð Kobe möguleg ástæða þess að Knicks gæti komist í úrslitakeppnina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 12:01 Julius Randle hefur verið frábær það sem af er leiktíð. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO New York Knicks vann frækinn sigur á meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Knicks gætu verið á leiðinni í úrslitakeppni deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2013 og er það Kobe Bryant heitnum að mörgu leyti að þakka. New York Knicks vann Los Angeles Lakers með 15 stiga mun í nótt, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, fór að venju fyrir sínum mönnum en hinn 26 ára gamli Randle hefur átt frábært tímabil fyrir Knicks. Það er að miklu leyti reynslu hans í deildinni að þakka sem og heillaráð sem hann fékk frá Kobe á sínum tíma. Randle var í herbúðum Lakers frá því hann kom í deildina árið 2014 og allt til ársins 2018. Þaðan fór hann til New Orleans Pelicans og svo til Knicks árið 2019. Hann er nú að eiga sitt besta tímabil til þessa. Í þeim 54 leikjum sem Randle hefur spilað í vetur hefur hann skorað 23 stig að meðaltali í leik, tekið 10.7 fráköst og gefið sex stoðsendingar. Frammistaða sem skilaði honum í Stjörnuleik deildarinnar. Í nótt bætti hann um betur og skorað 34 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Enginn á vellinum skoraði meira og enginn tók fleiri fráköst. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Í leik næturinnar sagði einn lýsandi leiksins frá þeirri lífslexíu sem Kobe gaf ungum Randle á sínum tíma. Randle sjálfur skrifaði um þetta á vefnum Players Tribune í síðasta mánuði. Kobe sagði Randle að alltaf þegar liðið lenti í nýrri borg fyrir næsta leik þá væri mikilvægt að finna íþróttasal og ná nokkrum – eða allmörgum – skotum áður en haldið væri á hótelið. Það skipti engu máli hvað klukkan væri eða hversu óhentugt það gæti verið. Þetta er leikurinn og vinnan er alltaf í fyrsta sæti. Skömmu eftir að Kobe féll frá síðasta vor átti Knicks leik í Detroit. Klukkan var orðin margt en liðið fann samt sem áður skóla í grennd við hótelið sem samþykkti að hafa íþróttasalinn opinn lengur. Þegar Randle mætti beið yfirmaður íþróttasviðs skólans við hurðina. Sá sagði að það væri langt síðan skólinn hefði fengið beiðni sem þessa og leikmenn virtust ekki nenna að leggja þessa auka vinnu á sig. Sá síðasti til að mæta í skólann og ná skotum um miðja nótt, að sjálfsögðu Kobe Bryant. Randle sagði að hann hefði fengið gæsahúð og verið hálfpartinn í uppnámi eftir á enda stutt síðan Kobe féll frá. This story about the advice Kobe gave to Julius Randle is amazing.Made his work ethic what it is today pic.twitter.com/mkGBxLdJzs— Bleacher Report (@BleacherReport) April 13, 2021 Það sem Randle er þó stoltastur af er að ungu leikmennirnir í herbúðum New York Knicks hafa ákveðið að feta í fótspor Randle. Mæta þeir með honum um miðja nótt til þess eins að halda sér við efnið og bæta sig. Randle virðist því vera að kenna ungum leikmönnum liðsins það sem Kobe kenndi honum á sínum tíma. Það þarf að leggja mikið á sig til að ná árangri og vinnan er alltaf í fyrsta sæti. Kobe Bryant og Julius Randle léku saman hjá Los Angeles Lakers árin 2014 til 2016.Rob Carr/Getty Images NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32 Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
New York Knicks vann Los Angeles Lakers með 15 stiga mun í nótt, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, fór að venju fyrir sínum mönnum en hinn 26 ára gamli Randle hefur átt frábært tímabil fyrir Knicks. Það er að miklu leyti reynslu hans í deildinni að þakka sem og heillaráð sem hann fékk frá Kobe á sínum tíma. Randle var í herbúðum Lakers frá því hann kom í deildina árið 2014 og allt til ársins 2018. Þaðan fór hann til New Orleans Pelicans og svo til Knicks árið 2019. Hann er nú að eiga sitt besta tímabil til þessa. Í þeim 54 leikjum sem Randle hefur spilað í vetur hefur hann skorað 23 stig að meðaltali í leik, tekið 10.7 fráköst og gefið sex stoðsendingar. Frammistaða sem skilaði honum í Stjörnuleik deildarinnar. Í nótt bætti hann um betur og skorað 34 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Enginn á vellinum skoraði meira og enginn tók fleiri fráköst. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Í leik næturinnar sagði einn lýsandi leiksins frá þeirri lífslexíu sem Kobe gaf ungum Randle á sínum tíma. Randle sjálfur skrifaði um þetta á vefnum Players Tribune í síðasta mánuði. Kobe sagði Randle að alltaf þegar liðið lenti í nýrri borg fyrir næsta leik þá væri mikilvægt að finna íþróttasal og ná nokkrum – eða allmörgum – skotum áður en haldið væri á hótelið. Það skipti engu máli hvað klukkan væri eða hversu óhentugt það gæti verið. Þetta er leikurinn og vinnan er alltaf í fyrsta sæti. Skömmu eftir að Kobe féll frá síðasta vor átti Knicks leik í Detroit. Klukkan var orðin margt en liðið fann samt sem áður skóla í grennd við hótelið sem samþykkti að hafa íþróttasalinn opinn lengur. Þegar Randle mætti beið yfirmaður íþróttasviðs skólans við hurðina. Sá sagði að það væri langt síðan skólinn hefði fengið beiðni sem þessa og leikmenn virtust ekki nenna að leggja þessa auka vinnu á sig. Sá síðasti til að mæta í skólann og ná skotum um miðja nótt, að sjálfsögðu Kobe Bryant. Randle sagði að hann hefði fengið gæsahúð og verið hálfpartinn í uppnámi eftir á enda stutt síðan Kobe féll frá. This story about the advice Kobe gave to Julius Randle is amazing.Made his work ethic what it is today pic.twitter.com/mkGBxLdJzs— Bleacher Report (@BleacherReport) April 13, 2021 Það sem Randle er þó stoltastur af er að ungu leikmennirnir í herbúðum New York Knicks hafa ákveðið að feta í fótspor Randle. Mæta þeir með honum um miðja nótt til þess eins að halda sér við efnið og bæta sig. Randle virðist því vera að kenna ungum leikmönnum liðsins það sem Kobe kenndi honum á sínum tíma. Það þarf að leggja mikið á sig til að ná árangri og vinnan er alltaf í fyrsta sæti. Kobe Bryant og Julius Randle léku saman hjá Los Angeles Lakers árin 2014 til 2016.Rob Carr/Getty Images NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32 Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. 13. apríl 2021 07:32
Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. 13. apríl 2021 08:30