Raiola og Alf-Inge Håland í Barcelona að ræða framtíð Håland yngri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 12:00 Håland hefur dregið Dortmund á herðum sér það sem af er leiktíð en gæti nú verið á förum til Barcelona. Nico Vereecken/Getty Norski framherjinn Erling Braut Håland gæti verið á leið til Barcelona ef marka má nýjustu fréttir. Umboðsmaður hans, Mino Raiola, sem og Alf Inge Håland, faðir hans, eru staddir í Barcelona er þetta er skrifað. Það er blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Hann segir að Raiola hafi flogið til Barcelona eftir að hafa fundað með Borussia Dortmund um framtíð leikmannsins. Håland er sem stendur leikmaður Dortmund en það virðist sem hann fari frá félaginu í sumar. Mino Raiola is in Barcelona today together with Haaland s father.Meeting ongoing *right now* with Laporta, who dreams of Erling as new star.There s nothing agreed yet. Barça are one of the many clubs interested in signing Haaland. More details: https://t.co/eLOpkLu1Na https://t.co/9BT7yiw6qM— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 1, 2021 Joan Laporta var nýverið kosinn forseti Barcelona í annað skipti á ævinni. Hann vill ólmur fá Håland í raðir félagsins þó svo að allar fréttir bendi til þess að hirslur þess séu tómar. Hinn tvítugi Håland hefur átt frábært tímabil með Dortmund sem keypti hann frá Red Bull Salzburg sumarið 2020. Hefur hann skorað 21 mark í 21 leik í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp fimm mörk til viðbótar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann svo skorað tíu mörk í aðeins sex leikjum. Raiola viðurkenndi í viðtali á dögunum að leikmaðurinn væri enn betri en hann hefði haldið og mögulega hefðu það verið mistök að selja hann fyrst til Dortmund þar sem framherjinn hefði þá þegar verið tilbúinn að spila fyrir stærstu félög heims. Romano tekur fram að ekkert sé ákveðið er varðar framtíð Håland og Barcelona sé aðeins eitt af fjölmörgum félögum sem eru að fylgjast með gangi mála. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nær öll stórlið Evrópu og verður forvitnilegt að sjá hvar hann endar og hversu dýr hann verður. Fótbolti Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira
Það er blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Hann segir að Raiola hafi flogið til Barcelona eftir að hafa fundað með Borussia Dortmund um framtíð leikmannsins. Håland er sem stendur leikmaður Dortmund en það virðist sem hann fari frá félaginu í sumar. Mino Raiola is in Barcelona today together with Haaland s father.Meeting ongoing *right now* with Laporta, who dreams of Erling as new star.There s nothing agreed yet. Barça are one of the many clubs interested in signing Haaland. More details: https://t.co/eLOpkLu1Na https://t.co/9BT7yiw6qM— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 1, 2021 Joan Laporta var nýverið kosinn forseti Barcelona í annað skipti á ævinni. Hann vill ólmur fá Håland í raðir félagsins þó svo að allar fréttir bendi til þess að hirslur þess séu tómar. Hinn tvítugi Håland hefur átt frábært tímabil með Dortmund sem keypti hann frá Red Bull Salzburg sumarið 2020. Hefur hann skorað 21 mark í 21 leik í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp fimm mörk til viðbótar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann svo skorað tíu mörk í aðeins sex leikjum. Raiola viðurkenndi í viðtali á dögunum að leikmaðurinn væri enn betri en hann hefði haldið og mögulega hefðu það verið mistök að selja hann fyrst til Dortmund þar sem framherjinn hefði þá þegar verið tilbúinn að spila fyrir stærstu félög heims. Romano tekur fram að ekkert sé ákveðið er varðar framtíð Håland og Barcelona sé aðeins eitt af fjölmörgum félögum sem eru að fylgjast með gangi mála. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nær öll stórlið Evrópu og verður forvitnilegt að sjá hvar hann endar og hversu dýr hann verður.
Fótbolti Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira