NBA dagins: Bauluðu á gömlu hetjuna sína en fengu bara skell í andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 15:01 Kawhi Leonard í leiknum á móti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í nótt þar sem Los Angeles Clippers liðið vann öruggan sigur. AP/Darren Abate Kawhi Leonard var aðalmaðurinn þegar San Antonio Spurs varð síðast NBA-meistari í körfubolta en það voru engar hetjumóttökur sem kappinn fékk í San Antonio í nótt. Kawhi Leonard átti flottan leik í nótt á móti sínum gömlu félögum í San Antonio Spurs. Stuðningsmenn Spurs eru enþá fúlir út í Leonard vegna þessa hvernig hann stökk frá borði á sínum tíma en þrátt fyrir mikið baul þá átti Spurs liðið fá svör við Kawhi inn á vellinum. Stuðningsmenn San Anotnoo púuðu og bauluðu mikið á Kawhi Leonard í leikmannakynningunni og svo í hvert skipti sem hann fékk boltann. San Antonio Spurs var hins vegar ekki mikið að hjálpa til. Los Angeles Clippers tók forystuna strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Kawhi Leonard lét móttökurnar ekkert trufla sig og átti mjög góðan leik. Hann endaði með 25 stig, 7 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar á 32 mínútum þar sem hann hitti úr 9 af 12 skotum utan af velli og úr öllum fimm vítunum. Klippa: NBA dagsins (frá 24. mars 2021) Kawhi sýndi engin viðbrögð þrátt fyrir lætin. „Ég efa það að þetta hafi einhver áhrif. Ég held að allir leikir séu eins fyrir hann,“ sagði Tyronn Lue, þjálfari Los Angeles Clippers. Þetta var þriðji sigur Clippers liðsins í röð og sá ellefti á tímabilinu með tuttugu stigum eða meira. Leonard vill sjá enn betri leik. Clippers er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með 29 sigra og 16 töp en Spurs er í áttunda sæti. „Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera ennþá. Það er það eina sem ég er að hugsa um,“ sagði Kawhi Leonard. Liðin mætast aftur á sama stað í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá hvaða taktík stuðningsmenn San Antonio Spurs ætla að nota á gömlu hetjuna sína. Kawhi Leonard lék með San Antonio Spurs frá 2011 til 2018 og var kosinn besti leikmaður úrslitanna þegar liðið varð NBA meistari árið 2014. Hann var líka tvisvar kosinn besti varnarmaður tímabilsins sem leikmaður Spurs sem og að vera tivsvar í úrvalsliði ársins. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá þessum leik sem og myndir frá því þegar Milwaukee Bucks vann Boston Celtics, Orlando Magic vann nauman sigur á Phoenix Suns og flottum sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Hér fyrir neðan má síðan sjá flottustu tilþrif næturinnar. watch on YouTube NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Kawhi Leonard átti flottan leik í nótt á móti sínum gömlu félögum í San Antonio Spurs. Stuðningsmenn Spurs eru enþá fúlir út í Leonard vegna þessa hvernig hann stökk frá borði á sínum tíma en þrátt fyrir mikið baul þá átti Spurs liðið fá svör við Kawhi inn á vellinum. Stuðningsmenn San Anotnoo púuðu og bauluðu mikið á Kawhi Leonard í leikmannakynningunni og svo í hvert skipti sem hann fékk boltann. San Antonio Spurs var hins vegar ekki mikið að hjálpa til. Los Angeles Clippers tók forystuna strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Kawhi Leonard lét móttökurnar ekkert trufla sig og átti mjög góðan leik. Hann endaði með 25 stig, 7 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar á 32 mínútum þar sem hann hitti úr 9 af 12 skotum utan af velli og úr öllum fimm vítunum. Klippa: NBA dagsins (frá 24. mars 2021) Kawhi sýndi engin viðbrögð þrátt fyrir lætin. „Ég efa það að þetta hafi einhver áhrif. Ég held að allir leikir séu eins fyrir hann,“ sagði Tyronn Lue, þjálfari Los Angeles Clippers. Þetta var þriðji sigur Clippers liðsins í röð og sá ellefti á tímabilinu með tuttugu stigum eða meira. Leonard vill sjá enn betri leik. Clippers er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með 29 sigra og 16 töp en Spurs er í áttunda sæti. „Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera ennþá. Það er það eina sem ég er að hugsa um,“ sagði Kawhi Leonard. Liðin mætast aftur á sama stað í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá hvaða taktík stuðningsmenn San Antonio Spurs ætla að nota á gömlu hetjuna sína. Kawhi Leonard lék með San Antonio Spurs frá 2011 til 2018 og var kosinn besti leikmaður úrslitanna þegar liðið varð NBA meistari árið 2014. Hann var líka tvisvar kosinn besti varnarmaður tímabilsins sem leikmaður Spurs sem og að vera tivsvar í úrvalsliði ársins. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá þessum leik sem og myndir frá því þegar Milwaukee Bucks vann Boston Celtics, Orlando Magic vann nauman sigur á Phoenix Suns og flottum sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Hér fyrir neðan má síðan sjá flottustu tilþrif næturinnar. watch on YouTube
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira