„Það er bara „knockout“ ef við töpum næsta leik“ Atli Arason skrifar 21. mars 2021 22:52 Maciek Stanislav Baginski, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Bára Þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Val í kvöld gat Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur, einbeitt sér á það jákvæða við leikinn en Njarðvík leiddi leikinn nánast allan tímann. „Við erum jákvæðir. Við spilum í 32-35 mínútur mjög vel, það er stór bæting frá síðasta leik. Við ætlum bara að líta á þetta þannig að við ætlum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við náum okkar formi í 40 mínútur í næsta leik þá vinnum við hann,“ sagði Maciek í viðtali eftir leik. Maciek hefur ekki spilað mikið á þessu tímabili en hann meiddist illa í kringum áramótin. Maciek átti flottan leik framan af í kvöld en hann setti niður flest þriggja stiga skot í liði Njarðvíkur en lenti snemma í villuvandræðum og varð því að eyða stórum hluta leiksins á varamannabekknum. „Mér fannst þetta vera mjög skrítin leikur. Allt önnur lína í fyrsta leikhluta miðað við það sem kom eftir hann. Bæði lið máttu spila í fyrsta leikhluta en svo fannst mér bara annað liðið mega berja á hinu restina af leiknum. Ég veit ekki hvort það var okkur að kenna eða hvað það var sem breyttist. Svekkjandi villur, mér fannst fjórða villan ekki vera villa. En það á bara að halda áfram, við erum með fimm menn alltaf inn á í einu sem eiga að geta skilað þessu í höfn. Það er bara næsti leikur núna.“ Njarðvíkingar voru yfir eftir alla þrjá leikhlutana en í þeim fjórða gekk ekkert upp hjá heimamönnum. Maciek var spurður að því hvers vegna fjórði leikhluti gekk svona illa. „Mér fannst við vera staðir. Við hættum að dreifa boltanum frá kanti til kants og vorum farnir að þvinga þetta aðeins of mikið. Svo enduðum við á því að taka erfið skot í lokin. Við getum bætt það,“ svaraði Maciek. Njarðvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir Tindastól sem er í níunda sæti eftir sjötta tapleik liðsins í röð. Maciek er einbeittur að því að horfa fram á veginn. „Við ætlum að hætta að hugsa um það sem er búið og fara að fókusa á það sem er fram undan. Það er 'march madness' fílingur í þessu, það er bara 'knockout' ef við töpum næsta leik þannig við ætlum að vinna,“ sagði Maciek að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
„Við erum jákvæðir. Við spilum í 32-35 mínútur mjög vel, það er stór bæting frá síðasta leik. Við ætlum bara að líta á þetta þannig að við ætlum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við náum okkar formi í 40 mínútur í næsta leik þá vinnum við hann,“ sagði Maciek í viðtali eftir leik. Maciek hefur ekki spilað mikið á þessu tímabili en hann meiddist illa í kringum áramótin. Maciek átti flottan leik framan af í kvöld en hann setti niður flest þriggja stiga skot í liði Njarðvíkur en lenti snemma í villuvandræðum og varð því að eyða stórum hluta leiksins á varamannabekknum. „Mér fannst þetta vera mjög skrítin leikur. Allt önnur lína í fyrsta leikhluta miðað við það sem kom eftir hann. Bæði lið máttu spila í fyrsta leikhluta en svo fannst mér bara annað liðið mega berja á hinu restina af leiknum. Ég veit ekki hvort það var okkur að kenna eða hvað það var sem breyttist. Svekkjandi villur, mér fannst fjórða villan ekki vera villa. En það á bara að halda áfram, við erum með fimm menn alltaf inn á í einu sem eiga að geta skilað þessu í höfn. Það er bara næsti leikur núna.“ Njarðvíkingar voru yfir eftir alla þrjá leikhlutana en í þeim fjórða gekk ekkert upp hjá heimamönnum. Maciek var spurður að því hvers vegna fjórði leikhluti gekk svona illa. „Mér fannst við vera staðir. Við hættum að dreifa boltanum frá kanti til kants og vorum farnir að þvinga þetta aðeins of mikið. Svo enduðum við á því að taka erfið skot í lokin. Við getum bætt það,“ svaraði Maciek. Njarðvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir Tindastól sem er í níunda sæti eftir sjötta tapleik liðsins í röð. Maciek er einbeittur að því að horfa fram á veginn. „Við ætlum að hætta að hugsa um það sem er búið og fara að fókusa á það sem er fram undan. Það er 'march madness' fílingur í þessu, það er bara 'knockout' ef við töpum næsta leik þannig við ætlum að vinna,“ sagði Maciek að lokum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira