Brooklyn vann baráttuna um New York og rýkur upp Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 07:31 James Harden kominn að körfu New York Knicks í sigrinum í nótt. AP/Frank Franklin II Línurnar eru teknar að skýrast í NBA-deildinni í körfubolta en liðin í efsta hlutanum í bæði vestur- og austurdeild fögnuðu sigri í nótt. Brooklyn Nets unnu baráttuna um New York þegar þeir fengu Knicks í heimsókn í gær, 117-112. James Harden var einn af nokkrum sem skoruðu þrefalda tvennu í leikjum gærdagsins en hann var með 21 stig, 15 fráköst og 15 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 34 stig og var stigahæstur Nets. Eins og vonir stóðu til varð Brooklyn eitt albesta lið deildarinnar með komu Hardens í janúar. Eftir fimm sigra í röð er Brooklyn í 2. sæti austurdeildar með 27 sigra eins og Philadelphia 76ers, en 13 töp í stað 12 hjá Philadelphia. The @BrooklynNets move to 13-1 in their last 14 games! pic.twitter.com/5SS8GceTGC— NBA (@NBA) March 16, 2021 Giannis og LeBron með þrefalda tvennu Milwaukee Bucks eru svo í 3. sætinu með 25 sigra og 14 töp. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liðinu í gær í 133-122 sigri gegn Washington Wizards. Grikkinn gerði þrefalda tvennu í þriðja leiknum í röð en hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Giannis (31 PTS, 15 REB, 10 AST) leads the @Bucks to 4 straight wins and becomes the 1st player with 3 straight triple-doubles in franchise history! pic.twitter.com/TlscmIn8Ey— NBA (@NBA) March 16, 2021 Eftir sigurinn góða á Utah Jazz áttu Golden State Warriors hins vegar ekki roð við meisturum Los Angeles Lakers í gær. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst, í 128-97 sigri Lakers. Stephen Curry skoraði 27 stig og gaf tvær stoðsendingar. Þar með hefur hann gefið flestar stoðsendingar í sögu Golden State eða 4.855, einni fleiri en Guy Rodgers. Þetta afrekaði Curry degi eftir að hafa orðið 33 ára, á sinni tólftu leiktíð í NBA. Lakers eru í 3. sæti vesturdeildar með 26 sigra líkt og Phoenix Suns og LA Clippers sem einnig unnu í nótt. Utah Jazz er á toppnum með sigurhlutfallið 28/10, Phoenix er með 26/12, Lakers 26/13 og Clippers 26/15. Úrslitin í nótt: Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Brooklyn Nets unnu baráttuna um New York þegar þeir fengu Knicks í heimsókn í gær, 117-112. James Harden var einn af nokkrum sem skoruðu þrefalda tvennu í leikjum gærdagsins en hann var með 21 stig, 15 fráköst og 15 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 34 stig og var stigahæstur Nets. Eins og vonir stóðu til varð Brooklyn eitt albesta lið deildarinnar með komu Hardens í janúar. Eftir fimm sigra í röð er Brooklyn í 2. sæti austurdeildar með 27 sigra eins og Philadelphia 76ers, en 13 töp í stað 12 hjá Philadelphia. The @BrooklynNets move to 13-1 in their last 14 games! pic.twitter.com/5SS8GceTGC— NBA (@NBA) March 16, 2021 Giannis og LeBron með þrefalda tvennu Milwaukee Bucks eru svo í 3. sætinu með 25 sigra og 14 töp. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liðinu í gær í 133-122 sigri gegn Washington Wizards. Grikkinn gerði þrefalda tvennu í þriðja leiknum í röð en hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Giannis (31 PTS, 15 REB, 10 AST) leads the @Bucks to 4 straight wins and becomes the 1st player with 3 straight triple-doubles in franchise history! pic.twitter.com/TlscmIn8Ey— NBA (@NBA) March 16, 2021 Eftir sigurinn góða á Utah Jazz áttu Golden State Warriors hins vegar ekki roð við meisturum Los Angeles Lakers í gær. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst, í 128-97 sigri Lakers. Stephen Curry skoraði 27 stig og gaf tvær stoðsendingar. Þar með hefur hann gefið flestar stoðsendingar í sögu Golden State eða 4.855, einni fleiri en Guy Rodgers. Þetta afrekaði Curry degi eftir að hafa orðið 33 ára, á sinni tólftu leiktíð í NBA. Lakers eru í 3. sæti vesturdeildar með 26 sigra líkt og Phoenix Suns og LA Clippers sem einnig unnu í nótt. Utah Jazz er á toppnum með sigurhlutfallið 28/10, Phoenix er með 26/12, Lakers 26/13 og Clippers 26/15. Úrslitin í nótt: Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers
Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira